Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1971, Blaðsíða 14

Ægir - 01.02.1971, Blaðsíða 14
28 ÆGIR Verð á fiskbeinum og slógi. Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á fiskbeinum, fiskslógi og heilum fiski til mjölvinnslu frá 1. janúar til 31. maí 1971. Hafi enginn fulltrúi í Verðlagsráðinu sagt lágmarksverðinu upp fyrir þann 15. maí 1971, framlengist lágmarksverðið óbreytt til 15. september, og hafi enginn fulltrúi sagt því upp fyrir 1. september, framlengist það enn til 31. desember 1971. a. Þegar selt er frá fiskvinnslustöðvum til fiskmjölsverksmiðja: Fiskbein og heill fiskur, annar en síld, loðna, karfi og steinbítur, hvert kg kr. 1.60 Karfabein og heill karfi, hvert kg — 2.23 Steinbítsbein og heill steinbítur, hv. kg — 1.04 Fiskslóg, hvert kg .................. — 0.72 b. þegar heill fiskur er seldur beint frá fiskiskipum til fiskmjölsverksmiðia: Fiskur annar en síld, loðna, karfi og steinbítur. hvert kg ................ kr. 1.32 Karfi, hvert kg ..................... — 1.84 Steinbítur, hvert kg ................ — 0.86 Verðið er miðið við, að seliendur skili framan- greindu hráefni í verksmiðjuþró. Karfabeinum skal haldið aðskildum. Reykjavík, 11. janúar 1971. Verðlagsráð sjávarútvegsins. Verð á hörpuðiski. Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á hörpudiski frá 1. janúar til 31. maí 1971. Hörpudiskur í vinnsluhæfu ástandi, 7 cm á hæð og yfir, hvert kg kr. 7.40. Verðið miðast við að seljandi skili hörpudiski á flutnimrstæki við hlið veiðiskips. Framangreint lágmarksverð miðast við gæða- og stærðarmat Fiskmats ríkisins á löndunarstað. Afhendi seljandi hörpudisk til flutnings í vinnslu utan þess sveitarfélags, sem löndun á hörpudisknum fer fram í, er heimilt að lækka framangreint lágmarksverð um 0,4 aura á hvert kg hörpudisks fyrir hvern ekinn km, enda sé eigi styttra en 10 km milli löndunarstaðar og vinnslustöðvar. Ekinn kílómetrafjöldi reiknast stytzta akstursleið milli löndunarstaðar og vinnslustöðvar samkvæmt upplýsingum Vega- málaskrifstofunnar. Reykjavík, 15. janúar 1971. Verðlagsráð sjávarútvegsins. Rækjuverð. Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á rækja frá 1. janúar til 31. maí 1971. Rækja, óskelflett í vinnsluhæfu ástandi: Stór rækja, 220 stk. £ kg eða færri (4.55 gr. hver rækja eða stærri), hvert kg ......................... kr. 17.75 Smá rækja, 221 stk. í kg eða fleiri, hvert kg ......................... — 13.75 Verðið er miðað við að seljandi skili rækju á flutningstæki við hlið veiðiskips. Reykjavík, 28. jan. 1971. Verðlagsráð sjávarútvegsins. ALLIR S.TÓMENN, ELDRI OG YNGRT, ÞURFA AÐ ETGNAST BÓKINA EIMSK LESTRARBÖK handa sjómönnum Þar er að finna ensk heiti á öllum hlutum á skipi o? í dokk. Auk þess er bókin gróður leiðarvísir fyrir sjómenn í erlendum höfnum. BÓKAVERZLUN ISAFOLDAR. ÆOIR rit Fiskifélags fslands. Kemur út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn er kringum 400 síður og kostar 250 kr. Gjalddagi er 1. júlí. Afgreiðslu- sími er 10501. Pósthólf 20. Ritstjóri Már Elísson. Prentað í lsafold.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.