Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1971, Blaðsíða 10

Ægir - 01.06.1971, Blaðsíða 10
128 ÆGIR VETRARVERTIÐIN 1971 Aflabrögð á vertíðinni 1971 voru mun lakari en á vertíðinni 1970. Heildaraflinn dróst saman um rúmlega 57.700 lestir, eða 12,2% miðað við 1970. Er þar með talinn allur afli landsmanna á tímabilinu janúar til 15 maí. Meginhluti þessa munar stafar af samdrætti í þorskaflanum, en hann varð í ár rúmlega 52.500 lestum minni en í fyrra, en það er um 18.8%. Togaraaflinn varð í ár mun lakari en í fyrra, en þar er ekki að öllu leyti um að kenna aflaleysi, heldur verður að telja, að vinnustöðvun sú, er varð á flotanum, eigi þar í verulegan þátt. Veruleg breyting varð á því hvar togara- flotinn landaði afla sínum. 1 ár var landað erlendis 27.7%, en í fyrra 43.8%. Má telja víst, að orsökin fyrir þessu sé sú sama og áður var getið. Samdrátturinn í þorskafla bátaflotans varð á vertíðinni rúmlega 41.800 lestir, sem er 16.9 % minnkun frá árinu 1970. Það er einkum á Suður- og Vesturlandi, svo og Vestfjörðum, sem minnkunar gætir. Þó hafa sölur erlendis dregizt saman mjög verulega, eða um tæplega 50%. Á Suður- og Vesturlandi dróst afli saman um 21.8% eða 43.100 lestir. Nokkuð er þessum sam- drætti misskipt á milli verstöðva, og fer hér á eftir tafla, sem sýnir breytingar — í lestum og % — á hverjum stað: Lestir % Hornafjörður - 217 - - 3.0 Vestmannaeyjar -15.608 - - 39.9 Stokkseyri - 456 - -12.0 Eyrarbakki - 1.091 - -36.9 Þorlákshöfn - 540 - - 2.9 Grindavík - 1.565 - - 3.8 Sandgerði - 6.732 - -33.7 Keflavík - 8.976 - -38.7 Vogar - 428 - -16.3 Hafnarfjörður - 2.848 - -61.9 Reykjavík - 2.270 - -31.4 Akranes - 814 - - 9.4 Rif - 728 - - 12.9 Ólafsvík Grundarfjörður Stykkishólmur 359 + 4.5 850 -=- 23.6 342 -=- 13.1 Sem fram kemur af töflunni, urðu Vest- mannaeyingar fyrir þyngstum búsifjum af aflaminnkuninni, en þar barst um 15.600 lestum minna á land en 1970. Nemur sam- drátturinn tæpum 40%. I Hafnarfirði varð samdrátturinn þó hlutfallslega enn meiri eða um 62 %. Þess ber þó að geta, að hér er miðað við landað magn og þar sem verulegir flutningar eiga sér stað, svo sem til Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kefla- víkur frá Grindavík og Þorlákshöfn, Þa gefa þessar tölur ekki rétta mynd af þróun mála á hverjum stað, þar sem um getur verið að ræða breytingar á háttum flotans. En undanfarin ár hefur það færzt í vöxt að bátar frá sunnanverðum Faxaflóa hafi fasta bækistöð í Grindavík eða Þorláks- höfn og aflanum sé ekið til heimastaða. Kann þetta að vera orsökin til þess, hversu vel Grindavík og Þorlákshöfn halda í horf- inu, en á þessum stöðum, auk Hornaf jarð- ar og Ólafsvíkur, varð hvað minnstur sam- dráttur í aflamagni. Um orsakir aflatregðunnar á vertíðai*- svæðinu er að svo stöddu ekki hægt að fuH" yrða. Þó virðist sem þar sé einkum um þrjár orsakir að ræða: 1. Sterkur íslenzkur stofn frá 1964, sem væntanlegur var á vertíðarsvæðið, kom í minna mæli og síðar, en við var búizk Uppi eru ágizkanir um, að þessi væfl' legi árgangur hafi verið uppurinn áður en hann næði kynþroskaaldri og geng1 á hrygningarstöðvarnar við S.- og »•' land. Þessi ágizkun virðist þó vana geta verið rétt. Að vísu hefur sókn oS afli Islendinga á uppeldisslóðum fís^s við N.- og A.-land farið vaxandi undaH' farin ár. Þessi sóknaraukning vegur hinsvegar ekki á móti samdrætti, se^ orðið hefur á sókn og afla útlendinga a

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.