Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1971, Blaðsíða 12

Ægir - 01.06.1971, Blaðsíða 12
130 ÆGIR Alþjóðleg fiskveiðisýning í Frederikshavn í Danmörku 14.-25. maí 1971 Hinn 14. maí sl. opnaði fiskimálaráð- herra Dana A. C. Normann sýninguna við hátíðlega athöfn. Um 200 sýnendur frá 17 þjóðum sýndu þar ýmsar nýjungar í tækj- um, vélum og allskonar búnaði til notkun- ar um borð í fiskiskipum, svo og í fiskiðn- fyrirtækjum í landi. Fjögur íslenzk fyrirtæki sýndu þar framleiðslu sína: Stálvinnslan hf. (Þráinn Sigtryggsson) Reykjavík, sýndi Síldarflokkunarvél. Elliði N. Guðjónsson (Stefán Bjarna- son) Reykjavík, sýndi sjálfvirka raf- magns handfærarúllu. Kassagerð Reykjavíkur (Agnar Samú- elsson), sýndi hina fjölbreyttu fram- leiðslu sína. Hampiðjan hf. (Agnar Samúelsson) Reykjavík, sýndi framleiðsluvörur sínar. Sýningin var haldih í tveim sýningahöll- um og var þannig skipt, að í annarri voru sýndar allskonar vélar, siglinga- og fisk- leitartæki, veiðarfæri svo og annað til notkunar um borð í fiskiskipum. Aftur á móti voru sýnd í hinni allskonar tæki og útbúnaður til notkunar í fiskiðnfyrirtækj- um í landi. Rúmlega 30 þúsund manns komu á sýninguna, og var vitað um, að menn frá 35 þjóðlöndum heims myndu heimsækja sýninguna. Má þar nefna menn frá öllum löndum Evrópu, Bandaríkjun- um, Kanada, Japan, Suður-Afríku og Suður-Ameríku. Fjöldi Islendinga sótti sýninguna, og má meðal þeirra nefna verkstjóra frá öll- um frystihúsum við Isafjarðardjúp, sem verið höfðu á kynningarferðalagi til margra helztu útgerðarbæja Noregs. Létu þeir mjög vel af því, sem þeir sáu á sýning- unni. En það helzta, sem vakti athygli þeirra var hin nýja og fullkomna flökun- arvél — Baader 189 —, sem nú var sýnd í fyrsta sinn. Vél þessi er sögð taka hinum eldri mjög fram hvað nýtingu snertir og afköst. Að sýningunni lokinni var vél þessi seld til Noregs, en næsta vél, sem er í byggingu nú, mun að öllu óbreyttu fara til Súðavíkur. Annað fyrirtæki á sviði flökunarvéla —• Arenco frá Svíþjóð — sýndi þarna einnig nýja vélasamstæðu, haus-flökunar- og roð- flettivél og vakti hún mikla athygli. Auk þess sýndi Arenco nýja flökunarvél fyrir sardínur og smásíld og vakti sú vél mikla athygli og margar vélar seldust til Spánar og Portúgals. Slægingarvélar til notkunar um borð í fiskiskipum voru einnig sýndar þarna og má þar nefna hina svokölluðu Shetland- slægingarvél, sem sögð er geta slægt 30— 45 fiska á mínútu, fiska allt upp í 71 cm langa. Vélin slægir og þvær fiskinn og skilar honum á rennu beint niður í lest. önnur vél vakti mikla athygli þarna, eu sú vél — JUTLAND — er framleidd í Danmörku af Holms Maskinfabrik-Sæby- Vél þessi er sögð slægja og þvo um 30 fiska á mínútu, fiska allt að 45 cm. að lengd. Það yrði allt of langt mál að ætla sér að lýsa hinum f jölmörgu tækninýjunguni á sviði siglinga- og fiskleitartækja, sem sýnd voru á þessari sýningu, en f lest helztu framleiðslufyrirtæki á þessu sviði í heim- inum sýndu hina fjölbreyttu framleiðslu sína. Flest þessara fyrirtækja hafa um- boðsmenn hér á landi og ættu þeir að geta frætt þá, sem það vilja, um nýjustu tækm tækja sinna. Helztu vélaframleiðendur heims sýndu þarna einnig framleiðslu sína, vélar af öll- um stærðum og gerðum, í smáa sem stóra

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.