Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1971, Blaðsíða 4

Ægir - 01.07.1971, Blaðsíða 4
154 ÆGIR ríkja til þess að hreinsa mengun úr haf- inu, greiða skaðabætur, ef skip, sem undir þeirra fána sigla, valda mengun hafsins o. fl. Gert er ráð fyrir því að eftirlit með því að ákvæði slíks samnings verði haldin muni sérhvert ríki sjálft annast, eða að sérstakri eftirlitsnefnd verði falið það hlutverk. Þessi megintillaga ráðstefnunnar er mikilsverð fyrir það að eins og sakir standa skortir alþjóðareglur um varnir gegn mengun sjávar, ef frá eru taldar reglur um olíumengun, sem þó fela ekki enn í sér ábyrgðar- og skaðabótaskyldu. Vegna hins kalda loftslags í norðurhöfum getur meng- un, bæði á sjó og á landi, valdið mun meiri spjöllum þar, heldur en á suðlægari og hlýrri breiddargráðum. Er þess vegna áríðandi að fá sem fyrst lögteknar reglur, er veita þessum norðlægu svæðum vernd, jafnvel þótt almennt rammasamkomulag náist á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um mengunarreglur. En spyrja má, hvað er átt við með hug- takinu Norðurhöf eða íshafið, sem notað er í þessu sambandi. Ráðstefnan leitaðist ekki við að skilgreina það til hlítar. Þar koma til greina 60. breiddarbaugurinn eða norðurheimskautsbaugurinn. í annarri nefnd ráðstefnunnar var fjall- að um líffræðileg áhrif aukinna umsvifa mannsins í norðurhöfum, ekki hvað sízt hina miklu olíuflutninga, sem nú standa fyrir dyrum frá Alaska og norðurhéruð- um Kanada. Fram komu mismunandi skoðanir á því hve alvarlegar afleiðingar olíurennsli hefði, bæði á landi og á sjó. Bent var á það að enn væri órannsakað hve lengi olíumengun og olíublettir héld- ust í sinni upprunalegu mynd undir ísn- um í norðurhöfum. Ljóst væri, að uppguf- un væri miklum mun hægari á norðlægari breiddargráðum en sunnan heimskauts- baugsins og erfiðara væri um vik að hreinsa olíu og ýmis eiturefni úr sjónum svo norðarlega. Ekki væri hinsvegar unnt að segja að olíumengun sjávar á þessuni slóðum væri alvarleg ógnun við fiskstofn- ana þar, en gæti hinsvegar haft mjög slæm áhrif á líf spendýra og fugla á norður- hjara. Þá væri og ljós hætta af kjarnorku- geislun, sem stafað gæti frá kjarnorku- knúnum skipum, sem notuð munu í vax- andi mæli við olíuflutninga frá Alaska. í öllum þessum efnum yrði að gera Ditchley Park.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.