Ægir - 01.07.1971, Blaðsíða 10
160
ÆGIR
mun nærri að aldur þessara merktu stein-
bíta sé frá 4 eða 5 ára til rúmlega 20 ára.
Eins og þegar hefur verið getið voru
aðeins 10 steinbítar merktir árið 1956.
Enginn þeirra hefur endurveiðst. Af þeim
100 steinbítum, sem voru merktir árið 1961
hafa 4 endurheimzt og allir á mjög svo
svipuðum slóðum og þeir voru merktir á.
Enginn þeirra 45 steinbíta, sem merktir
voru árið 1966 hefur endurveiðst og að-
eins 1 af 101 merktum 1967, og veiddist
hann innan mánaðar frá merkingardegi.
Árið 1968 voru 332 steinbítar merktir á
32 stöðvum umhverfis landið, þar af 57
á Horngrunni í júlímánuði. Af þessum 322
steinbítum hafa endurheimzt 16 (4.8%)
og megnið af þeim eða 12 fyrstu 4 mánuð-
ina eftir merkinguna. Árið 1969 tókst að
merkja 448 steinbíta á 59 stöðvum allt í
kringum landið, þar af 91 á Skjálfanda í
júlí. Endurveiðst hafa alls 32 (7.1%) þar
af 13 innan mánaðar frá merkingu. Af
þeim endurheimtust 10 stk. skammt frá
merkingarstað sínum á Skjálfanda. Loks
voru merktir 589 steinbítar árið 1970 á
48 stöðvum við Island, flestir 261 í maí úti
af Önundarfirði, og er það stærsta merk-
ing, sem gerð hefur verið á steinbít í einu.
Endurveiðst hafa 8 (1.3%) af þessum 589
steinbítum merktum árið 1970 og helm-
ingurinn innan mánaðar frá merkingar-
degi.
Flestir endurheimtu steinbítanna hafa
veiðst skammt frá þeim stað sem þeir voru
merktir á. Þannig hefur þessu verið farið
með þá fáu endurheimtu steinbíta merkta
Mynd 13: Nokkrir merkinga- og endurheimtustaðir steinbíts. Tölumar sýna fjölda daga í sjó.