Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1971, Blaðsíða 15

Ægir - 01.07.1971, Blaðsíða 15
ÆGIR 165 veiðar á norsk- íslenzka síldarstofninum. Nefndin ræddi einnig um ráðagerðir Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar um tak- markanir sín á milli á veiðum síldar í Norðursjó og ákvað að ræða afstöðu ann- arra ríkja til þeirra eða framhald gildandi takmarkana á sérstökum fundi í desember. Þá ákvað nefndin einnig að banna síld- veiðar með snurpunót á svæði suður af Irlandi til að fyrirbyggja skyndiaukningu á sókn í þá stofna. Á ársfundi nefndarinnar 1969 mælti nefndin með því að banna laxveiðar á út- hafinu, en það kom ekki til framkvæmda vegna mótmæla sumra ríkja. Á ársfund- inum 1970 varð samkomulag um bann við laxveiðum á tilteknu svæði undan Noregs- ströndum til þess að koma í veg fyrir út- þenslu veiðanna. Á fundinum nú lögðu Bretar til, að lokað yrði svæði undan Bret- lands- og Irlandsströndum og var það sam- þykkt. Af Islands hálfu var lagt til að einnig yrði bannaðar laxveiðar á svæðinu umhverfis Island og við Austur-Grænland. Sú tillaga náði ekki fram að ganga að þessu sinni. Sovétríkin lögðu til, að sérstakur ráð- herrafundur skyldi haldinn fyrir næstu áramót til að ræða ýmis mál, er nefndin fjallar um. Nefndin var sammála um að ákvörðun um slíkan fund yrði tekin, þegar upplýsingar lægju fyrir um afstöðu ráð- herranna til þess máls. 11. 5. 1971. Nýr fiskibátur I marzmánuði s.l. var sjósettur nýr 26 brl. tréfiskibátur hjá Trésmiðju Austur- lands á Fáskrúðsfirði °g hlaut hann nafnið Bára RE 26. Báturinn er fram- byggður og útbúinn til tog-, línu- og handfæraveiða, en í bátnum eru 9 raf- knúnar handfæra- vindur. Báturinn er teiknaður af Agli Þorfinnssyni í Kefla- vík. Aðalvélin er af gerðinni Gardner, 172 hö„ en ljósavélin 8 hö. Penta. I bátnum er 24 smál. Kelvin Hughes radar, ennfremur son, Jörundur Jónsson o. fl. í Reykjavík. dýptarmælir af sömu gerð. Ægir óskar eigendum til hamingju með Eigendur bátsins eru Þorsteinn Jóns- bátinn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.