Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1971, Blaðsíða 5

Ægir - 01.07.1971, Blaðsíða 5
ÆGIR 155 strangar lágmarkskröfur til þeirra þjóða, sem þarna ættu hlut að máli, þ. e. allra þjóðanna, sem land eiga að Ishafinu, þar a meðal Islands. Fyrst og fremst gilti þetta þó um siglingar og atvinnurekstur stærstu þjóðanna í þessu efni, Kanadamanna, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Gæta yrði fyrst og fremst þess, að ekki yrði spillt náttúruauðæfum heimskauts- svæðanna, dýralífi þeirra, gróðurríki og afkomumöguleikum eskimóanna og indíán- anna í norðvesturhéruðum Kanada. Athyglisvert var, að í umræðum komu fram öndverðar skoðanir um áhrif olíu- ^aengunar á fiskstofnana. Bent var á það, að nýlega hafa rannsóknir vísindamanna 1 bandarísku haffræðistofnuninni Woods Hole Laboratories leitt í Ijós að olía hafi mjög skaðleg áhrif á fiskstofna. Einn af yfirmönnum brezku fiskirannsóknanna, dr. Lee, var á öndverðri skoðun. Kvað hann brezka fiskifræðinga ekki hafa sannfærzt Um gildi hinna bandarísku rannsókna og Nýtt fiskiskip 1 apríl mánuði s.l. hljóp af stokkunum nýtt 149 brl. stálfiskiskip hjá Slipp- stöðinni h.f. á Akureyri °g hlaut það nafnið Arin- björn RE 54. Skipið er um 31 m. langt, 6.70 m. breitt og 3.35 m. djúpt. Það er út- búið til línu-, neta-, tog- nótaveiða og í því eru bll fullkomnustu fiskleit- ar~ og siglingatæki og má þar nefna 2 Kelvin Hughes radara 48 smál. og 68 smál., Simrad S. K. 3 asdic, Kelvin Hughes fisksjá, Kodan mið- Unarstöð og Kelvin dýptarmæli. Aðalvélin er 660 hö Alpha, ljósavélar eru 2 af Mercedes Benz gerð 57 hö. hvor og stærð rafala 37 KW. Togvindan er smíðuð af Sigurði Sveinbjarnarsyni Garðahreppi teldu þeir enn allt í óvissu í þessu efni og væru að endurtaka sjálfir þessar rann- sóknir. Menn voru þó á einu máli um, að hin sérstæðu og erfiðu lífsskilyrði í norður- höfum gerðu vandamálin á þessu sviði stærri og erfiðari viðfangs, og hraða þyrfti rannsóknum, sem yrðu grundvöllur ákveðinna aðgerða. Ræddir voru á ráðstefnunni þeir at- burðir, sem síðustu mánuði hafa átt sér stað í Norður-Atlantshafinu, þar sem skip hafa losað eitruð úrgangsefni í hafið á 65. breiddarbaugnum milli Noregs og Islands. Þóttu þetta hin uggvænlegustu tíðindi og enn ein sönnun þess hver nauðsyn væri á ströngum alþjóðareglum, sem bönnuðu slíkt atferli, ekki sízt á norðurslóðum. Vera má því, að þeir atburðir, sem hér var minnzt á, verði til þess að hraða gerð al- þjóðasamnings, sem veiti hafinu og fisk- stofnunum vernd gegn ágangi og spjöll- um verksmiðjuþjóðfélags nútímans. (stærð 16 tonn). Kælibúnaður er í lestum og einnig í línu- og beitugeymslu. Vistar- verur eru fyrir 12 manna áhöfn. Eigandi hins nýja skips er Sæfinnur h.f., Reykjavík, og óskar Ægir eiganda til ham- ingju með hinn nýja farkost.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.