Ægir

Årgang

Ægir - 15.10.1972, Side 3

Ægir - 15.10.1972, Side 3
ÆGI R RIT FISKIFÉLAGS ISLANDS 65. ái’g. Reykjavík 15. október 1972 Nr. 17—18 - Sjávarútvegnrinn 1971 Með hliðsjón af aflaþróun áranna 1969 °g 1970 olli árið 1971 nokkrum vonbrigð- í síðasta yfirlitsriti var búizt við sam- drætti afla, en varla svo miklum, sem raun bar vitni. Hluta þessa samdráttar má rekja til aukinnar sóknar erlendra skipa hingað. T. d. jókst afli Breta hér við land á árinu um liðlega 30 þús. lesta. Hlutfallslega varð sóknaraukningin talsvert meiri, þar sem aflabrögð voru yfirleitt talsvert lélegri en úrið áður. Af þessari aukningu leiddi aukna samkeppni, sem við höfum orðið undir í. I heild dróst afli saman um 6,8% eðal tæpar 50 þús. lestir. Verðmæti aflans upp úr sjó jókst hins vegar um tæp 15% eða tæpar 750 millj. kr. Þessi verðmætisaukn- iug stafar frá hagstæðri framvindu verð- lugs á miklum hluta útflutningsafurða á erlendum mörkuðum, ásamt með breyting- Um á greiðslum til Verðjöfnunarsjóðs. Hsekkun á meðalútflutningsverði nam 25,8 % og gætir þar áhrifa frá gengisbreyting- um og tilfærslu milli afurða auk áhrifa frá verðlagsbreytingum. Erfitt er að gera sér grein fyrir fram- tíðarþróun afla, þar sem búast má við verulegum breytingum á ytri skilyrðum Vegna væntanlegrar útfærslu fiskveiðilög- sögunnar, auk þess, sem veruleg bylting kemur til með að verða á útgerðarháttum tilkomu þeirra nýju togara, sem eru í smíðum. Ekki virðist vafi á, að heildar- afli af Islandsmiðumkemur til með að drag- ast saman næstu 2—3 árin að minnsta kosti, og er þá spumingin hversu stóran hluta þessa minnkandi afla okkur tekst að ná í. Með nýju fiskveiðalögsögunni og nýju togurunum stöndum við talsvert betur að vígi en við höfum gert til þessa, og má því búast við aukinni hlutdeild okkar í heildaraflanum hér við land. Hvort sú aukna hlutdeild nægir til að halda í horfinu verður tíminn að skera úr um. Um væntanlega framtíðarþróun verðlags er fjallað á öðrum stað í blaðinu, en ef tekið er tillit til þess og þess, sem sagt er hér að framan, er útlitið ekki sem bezt, einkum þar sem ekki hefur tekizt að stemma stigu við auknum tilkostnaði við veiðar og vinnslu aflans. Er útlit fyrir, að ef ekki verða einhverjar ófyrirsjáanleg- ar breytingar muni sjávarútvegurinn al- mennt lenda í efnahagslegum örðugleikum á næstu árum. Er það ef til vill bagaleg- ast, þar sem fjárfestingarþörf hans er og verður næstu 2 til 3 árin talsvert rík. FISKVERÐ OG SAMNINGAR. Um áramót 1970 og 1971 ákvað Verð- lagsráð sjávarútvegsins fiskverðshækkun, sem að jafnaði nam 25% miðað við verð um áramót. Það verð gilti til 1. júní er það var endurskoðað. Sú endurskoðun

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.