Ægir

Árgangur

Ægir - 15.10.1972, Blaðsíða 7

Ægir - 15.10.1972, Blaðsíða 7
ÆGIR 329 áhrif á starfsemi sj óðsins út á við, og gerði ráð fyrir nokkrum innri breytingum á starfseminni. Þá er eitt nýmæli er varðar bótaskyldu tekið upp, en það er um rétt báta til bóta, hafi þeir orðið fyrir aflatjóni af völdum veiðibanna, eða annarra aðgerða af því tagi. Nánari grein er gerð fyrir þessum lögum í 22. tbl. Ægis árið 1971. Fleira gerðist á opinberum vettvangi, á árinu. Ekki verður það rakið nánar hér, en látið nægja að vísa í yfirlitið yfir sam- þykkt lög á árinu, sem birtast hér í blað- inu og í 14—15 tölublaði Ægis í fyrra. LANDHELGIN - VEIÐISVÆÐI - VEIÐIBÖNN. Veiðiheimildir botnv örpuskipa. Með lögum nr. 89, 24. des. 1971 var ákveðið, að veiðiheimildir botnvörpuskipa innan fiskveiðimarkanna, samkvæmt lög- uni nr. 21, 10. maí 1969 og falla áttu úr &ildi um áramótin 1971, skyldu gilda til ársloka 1972. Þetta var gert með tilliti til utfærslu fiskveiðilandhelginnar í 50 sml. 1- sept. 1972, svo og heildarendurskoðun- ar á hagnýtingu hinnar nýju 50 mílna f iskveiðilandhelgi. Sérstök þingmannanefnd, skipuð einum uianni frá hverjum stjórnmálaflokki á að undurskoða gildandi ákvæði um veiðiheim- ildir botvörpuskipa og setja ný ákvæði um beildarhagnýtingu hinnar nýju 50 mílna fiskveiðilandhelgi. Formaður nefndarinnar er Gils Guðmundsson alþingismaður. Veiðibann með dragnó\t, flotvörpu og botn- v<)rpu { Faxaflóa og veiðitími dragnótar fyrir Norðurlandi. Samkvæmt lögum nr. 50/1971 eru gerð- ar þær breytingar á gildandi lögum (nr. 21, 10. maí 1969) að öll veiði með drag- uót, flotvörpu og botnvörpu var bönnuð i Faxaflóa, en með því var átt við svæði lunan línu, sem dregin var frá punkti rétt- vísandi í vestur 6 sjómílur frá Garðskaga og þaðan beint í Malarrif. Auk þess voru sett ákvæði um breytingu á veiðitíma drag- nótar fyrir Norðurlandi, þar segir að þrátt fyrir ákvæði laga nr. 40, 9. júní 1960 skuli leyfisveiting til dragnótaveiða við það mið- uð, að veiði sé heimil þar á tímabilinu 15. júlí til 30. nóv. eða skemmri tíma, en var áður frá 15. júní til 31. okt. Sérstök veiðisvæði fyrir línu. Eins og nokkur undanfarin ár voru sett- ar reglugerðir um sérstök veiðisvæði fyrir línu fyrir SV-landi, í Faxaflóa og Breiða- firði (reglugerð 12. jan. 1971) og um sér- stök veiðisvæði fyrir línu og net fyrir SV- landi (reglugerð 8. febr. 1971) og giltu reglugerðir þessar aðeins á vetrarvertíð- inni. Undanþágur til rækju-, humar-, dragnóta- og spærlingsveiða. Á árinu voru, eins og undanfarin ár veittar undanþágur til rækju-, humar-, dragnóta- og spærlingsveiða. Mjög var hert á öllu eftirliti með áðurnefndum veið- um, og miklu strangari reglur settar um veiðarnar. Síldveiðibann fyrir Suðulandi. Hinn 26. jan. 1971 var gefin út reglu- gerð um síldveiðar fyrir S-landi þar sem ákveðið var að aðeins mætti veiða 25 þús. tonn á árinu, en þó voru síldveiðar bann- aðar á tímabilinu frá 25. febr. til 1. sept. Heimilt var þó að veita undanþágu frá banni þessu til síldveiða til niðursuðu og til beitu. Samkvæmt reglugerðinni var al- gjöii; bann við síldveiðum frá 1. júlí til 15. sept, það er á þeim tíma er hrygning átti sér stað. Síldveiðibann í Norðursjó. Síldveiðar í Norðursjó voru takmarkað- ar á árinu, þannig að öll veiði var bönnuð í maí-mánuði svo og frá 20. ágúst til 30. sept. að báðum dögum meðtöldum. Þó var veitt heimild á banntímanum til að veiða 1000 tonn síldar til manneldis og beitu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.