Ægir

Volume

Ægir - 15.10.1972, Page 9

Ægir - 15.10.1972, Page 9
ÆGIR 331 heildarárangur fiskveiðanna. Hér að framan er getið um laklega út- komu ársins hvað snertir afla. Ef hlið- sjón er höfð af sókn kemur myndin nokkuð misjafnt út hjá einstökum skipaflokkum. Eftirfarancli tafla sýnir í grófum dráttum útkomuna reiknaða í hlutfallstölum. Br. á fjölda sjóf. Bi\ á fjölda úthd. Br. á aflamagni Br. á aflaverðm. Br. á afla pr. sjóf. Br. á verðm. pr. sjóf. Br. á afla pr. úthd. Br. á verðm. pr. úthd. Þilfars- Opnir Togarar bátar bátar H- 7,5% + 7,8% +11,8% H- 5,7% + 9,0% + 4,0% H-11,4% h- 6,3% + 4,0% — 8,9% +20,7% +41,8% H- 6,1% h-15,0% h- 7,0% + 5,9% +12,5% +26,8% -t- 3,9% h-12,8% 0% H- 1,5% +11,7% +36,3% Af þessari töflu má draga þá megin- ályktun, að nýting úthaldstímans haf i verið eitthvað betri á árinu 1971 en árið áður, og aflarýrnunin hefði ef til vill orðið meiri ef það hefði ekki komið til. Með hliðsjón af sókn er aflaþróunin einna lökust hjá þilfarsbátum, en hjá þeim minnkaði meðalafli á úthaldsdag um 15% sem í magni þýðir 0,6 lestir. Einhvern áluta þessa má rekja til aukinnar útgerðar smærri báta. Hjá togurunum verður útkoman gagn- vart afla heldur hagstæðari en hjá bátun- um ef sóknin er tekin inn í dæmið. Aftur á móti hafa þeir lakari útkomu ef litið er til verðmætis. Ástæður þess er samdráttur í sölum erlendis. Er það rakið nánar á öðrum stað. Einna hagstæðust er útkoman hjá trill- unum en afli þeirra stóð í stað miðað við úthaldsdag, þó 7% minnkun hafi að jafn- aði verið á afla í hverjum róðri. Etgerðarhættir Á ÁRINU. I megindráttum var útgerð í svipuðum skorðum og árið áður. Ekki urðu meiri tilfærslur milli einstakra veiðarfæra, en eðlilega ráðast af aðstæðum. Um nýbreytni í veiðum er vart að ræða. Hins vegar var nokkuð aukin áherzla lögð á veiðar, sem eru tiltölulega nýlega til- komnar. Gildir þetta einkum um skelfisk- veiðarnar í Breiðafirði, en talsverð aukn- ing varð á sókn í þennan veiðiskap, og voru þær að meiru eða minna leyti stundaðar mestan hluta ársins. Rækjuveiði á miðunum suðvestanlands gekk nokkuð skrykkjótt vegna þess hversu blönduð veiðin var af seiðum. Af þessari ástæðu voru settar ýmsar takmark- anir á þennan veiðiskap sem háðu veiðun- um talsvert. Línuveiðar við Grænland brugðust að verulegu leyti. Tíu bátar reyndu fyrir sér, en afli varð minni en árið áður, og eins var minna af verðmeiri tegundum en á árinu á undan. Grálúðuveiðamar fóru fram með svipuðum hætti. Alls reyndu 26 bátar við þennan veiðiskap, en veiðin var mun rýrari en árið áður. Síldveiðarnar voru áþekkar og áður, nema tiltölulega aukin áherzla var lögð á N orðurs j ávarveiðamar. ÞORSKVEIÐARNAR. Heildarþorskaflinn dróst saman á árinu sem leið um rúmar 53.200 lestir. Miðað við árið áður er það 11,2% minnkun. Hlið- stæður samdráttur átti sér stað í togara- aflanum og bátaaflanum. Togaraaflinn dróst saman um rúmar 9.000 lestir eða 11,4%, en bátaaflinn um rúmar 44 þús. lesta, sem eru tæp 11,2%. Orsakir þessa samdráttar eru fjölþætt- ar og er það fremur samspil þeirri en ein- stakar ríkar orsakir, sem valda. Þær helztu, sem líklegar era má telja: I fyrsta lagi hefur fiskmagn farið minnkandi. Sterki árgangurinn af þorski frá 1964, sem að öllu óbreyttu hefði átt að koma fram í vertíðaraflanum lét ekki sjá sig í þeim mæli, sem búast mátti við. Hvað veldur, er ekki vitað. Hugsast getur að hann sé að mestu uppurinn eða að hann, einhverra orsaka vegna, hafi ekki gengið á vertíðar- svæðið. Síðari árgangar eru ekki líklegir til að hafa nein úrslitaáhrif á næstu 2—3 ár- um. Þá gekk fiskur af grænlenzkum upp-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.