Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 15.10.1972, Qupperneq 10

Ægir - 15.10.1972, Qupperneq 10
332 Æ GIR runa í miklu minna mæli á miðin við SV. og V-ísland en undanfarin ár. Önnur ástæða, talsvert veigamikil, er að útlendingar haf a aukið sókn sína á Islands- mið um leið og veiði á öðrum slóðum, eink- um í Barentshafi, hefur dregizt saman. Sem dæmi um þessa auknu sókn má taka Breta, sem eru hvað þýðingarmestir. Afli þeirra hér við land á árinu 1971 nam 210 þús. lesta, sem er um 45 þús. lesta meiri afli en 1970. Þriðja ástæðan er verkfall á tog- araflotanum, sem stóð í sex vikur. Gera má ráð fyrir, að áhrif þeirrar stöðvunar séu nokkur. Ekki verður þetta nánar rakið hér, en fleiri orsakir eru hugsanlegar. Hvað snertir skiptingu aflans eftir veið- arfærum, urðu ekki verulegar breytingar. Sú helzta var minnkun netaveiði, en stærsti hluti samdráttarins, sem varð hjá bátaflot- anum, stafar frá samdrætti í netaveiði á vetrarvertíð. Þess ber að geta að árið 1970 var óvenju gott ár, hvað viðkemur þessum veiðiskap. Frá 1966 hefur aldrei fengizt jafnmikill netaafli og á því ári. Árið í fyrra var ekki lakasta árið á þessu tíma- bili, mælt í hreinu magni, þótt hlutfalls- lega sé það lægst. Línufiskur dróst nokkuð saman að magni til, en hlutfallslega heldur línan sínum hlut. Eina veiðarfærið, sem jók sinn hlut, bæði hlutfallslega og raunverulega, voru hand- færin. Afli á handfæri jókst um tæpar 2300 lestir miðað við fyrra ár. Líklep;a má rekja þá aukningu að mestu til stækkunar þess hluta flotans, sem þessar veiðar stund- ar, sem aftur hefur leitt af sér aukna sókn. Botnvarpan sýndi nokkuð áþekka út- komu og árið á undan. Að vísu gætti nokk- urs samdráttar, en hlutfallslega kemur fram aukning. LOÐNUVEIÐARNAR. Loðnuveiðarnar hófust nokkru seinna á síðasta ári en á árinu áður. Eftir þá reynslu, sem þá fékkst, fóru bátarnir ekki í mæli á miðin fyrr en ljóst var að eitt- hvað væri að hafa. Ekki hélt loðnan þeim hætti, sem hún tók upp á árinu 1970, að ganga ekki vestur fyrir Vestmannaeyjar. Af því leiddi, að landanir voru með svipuðu móti og árin þar á undan og aflinn dreifðist á mun stærra svæði, sem aftur auðveldaði afsetn- ingu aflans. Á móti þessu kom að vertíðin, þó hún væri góð, varð nokkuð endaslepp og eftir mánaðamótín marz-apríl, fékkst ekkert umtalsvert magn. Venjulega hefur vertíðin staðið fram í seinni hluta apríl og hefur því dreifing aflans í tíma verið tals- vert óhagstæðari vinnslunni en almennt gerist. Það gætti því þessa vegna nokkurra örðugleika í löndun aflans. Heildaraflinn á árinu varð tæpar 183.- 300 lestir sem er nokkur samdráttur frá árinu áður. Engu að síður varð þetta önnur bezta vertíðin í sögunni. Tveim bátum færra stunduðu veiðarnar eða 61 á móti 63 á árinu 1970, og úthaldstími varð verulega miklu styttri en áður. Má því reikna með að gagnvart afkomu bátaflotans hafi þessi vertíð verið talsvert hagstæðari en vertíðin árið 1970. Yfirlit yfir hagnýtingu loðnuaflans og framleiðslu loðnuafurða birtist á öðrum stað hér í blaðinu og í 22. tbl. Ægis 1970 var birt yfirlit yfir afla einstakra báta á vertíðinni. HUMARVEIÐARNAR 1971. Eins og undanfarin ár hófst humarver- tíðin h. 15. maí og stóð til 15. sept. Nokkr- um bátum, er veiðar stunduðu á austui*- svæðinu (Hornafjarðarmið) var veittur viku lengri tími til veiða eða til 22. sept. Humarvertíðin var ein sú bezta er komið hefur um árabil, og á það sérstaklega við þann huta bátaflotans, er veiðar stundaði á austursvæðinu, þar var humarinn stærri og afli meiri. Fjöldi þeirra báta er veiðarnar stunduðu á vertíðinni var 139 þegar þeir voru flestir á móti 142 árið áður. Eins og meðfylgjandi tafla ber með sér var heildarhumaraflinn á vertíðinni sam- tals 4.595,9 lestir á móti 4.013,7 árið áðui' og er það 582,2 lestum meiri afli. Þetta er

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.