Ægir - 01.02.1973, Blaðsíða 8
Mynd 3. Beitningarvélin
(14 á mynd 1).
þeir, sem kerfið notar eru af venjulegri gerð.
Áður en línan kemur inn á vinduna dregst
hún gegnum þröngan munn og þegar krókarn-
ir lenda þar krækjast þeir á skinnu sem þeir
dragast eftir inn á annan jaðar línuskífunnar.
Á milli línuskífunnar og línustokksins er
komið fyrir tengistykki til að krókarnir geti
runnið af skífunni niður á stokkana.
Sem fyrr segir er aðeins önnur rennan
notuð í drætti, hin er notuð sem vararenna,
þ. e. a. s. fyrir þá króka, sem bæta þarf á
eftir drátt, svokölluð ábót.
Stampar þeir sem nota má eru af venjulegri
gerð. Innanvert á stampana er fest járnstykki.
Línubugtum sem á þarf að bæta nýjum taum-
um og krókum er krækt á þetta járn.
Beitningarkerfi.
Beitningarkerfið eða beitningarvélin er
einföld að gerð og það athyglisverðasta er
að ekki þarf vél þessi neinn drifkraft annan
en tog linunnar sem skapast þegar línan er
lögð og báturinn keyrir áfram á hæfilegri
ferð. Ás línunnar sem liggur hingaður í
bugtir eftir dráttinn er tekinn úr stampnum
og lagður í skúffu sem er áföst beitningar-
vélinni. Skúffa þessi er tvískipt og verkar því
eins og tvískipt línurenna. Línustokkarnir
eru festir í ,,statif“ á beitningarvélinni. Af
stokknum dragast krókarnir síðan inn á skinnu
og þaðan inn á auga. Auga þetta er eins-
konar flutningstæki fyrir króka frá fyrr-
nefndri skinnu og að beitunni. Samsíða aug-
anu er hnífur, sem hreyfist með því og þegar
krókur hefur krækzt í beitu, sker hnífurinn
beituna. Beitan losnar úr gripörmum, sem
halda henni, krókurinn losnar úr auganu og
gormur dregur augað og hnífinn til baka í
upphafsstöðu og þá er ný beita komin í grip-
arminn og vélin tilbúin að taka við næsta
krók. Óskorin beita er lögð langsum í
rennu, sem stendur hornrétt á ás línunnar.
Hægt er að stilla vélina þannig, að hún
skeri ákveðnar stærðir af beitu.
Eins og áður er getið er beitningarvélin
mjög einföld og mjög auðvelt að skipta um
hluti og þrífa hana. Vélin er að öllu leyti
smíðuð á verkstæði framleiðanda. „Mekanism-
inn“ í vélinni er úr ryðfríu stáli. Það verður að
teljast kostur að auðvelt á að vera að bæta úr
ef eitthvað fer úrskeiðis og á hvaða vélstjóri
sem er að geta séð um það. Plássið sem vélin
tekur er um einn metri á hvorn kant, og er
vélinni komið fyrir aftast á dekki, aftur undir
skut.
Reynsla Færeyinga.
16. janúar s. 1. var farið út með Önnu Maríu
FD 15, sem er 20 rúmlestir að stærð. Bátur-
inn er búinn að hafa línuvélakerfi þetta síðan
í ágúst 1971. Fram í júní 1972 var um til-
raunakeyrslu að ræða og á þeim tíma var
kerfið þróað eftir því sem gallar komu fram.
Þróun þessi var þó aðallega í sambandi við
beitningai'vélina, þar sem hreinsi- og afvind-
unarkerfið hafði verið sett í báta áður og
komin reynsla á það. Síðan í júní s. 1. hefur
báturinn keyrt sjálfstætt og á þeim tíma hefur
24 — Æ G IR