Ægir - 01.02.1973, Blaðsíða 9
aUt gengið vel og ekki neitt komið fram sem
hamlað hefur veiðunum.
í túrnum voru lagðir 3 stokkar eða 6-700
krókar. Línan sem notuð var er að sverleika
5 mm og fjarlægð milli tauma 1.85 m eða um
einn faðmur. Krókar af stærð 7.
Sá lagningarhraði sem vélin getur unnið á,
er um 90 krókar/mín. og talning, sem gaf 86
króka/mín. staðfestir, að vélin getur unnið
á þeim hraða. Miðað við að 90 krókar renni
Segnum vélina á mínútu, verður lagningarhi-að-
mn 5,4 sjómílur. Beitan sem notuð var var
hæði makrill og smokkfiskur og var hún yfir-
leitt handskorin langsum og hryggurinn tekinn
U1’ makrilnum. Fylgzt var vel með, hvernig
velin beitti og var það samdóma álit allra að
vel væri beitt og ekki var hægt að gera grein-
ai'mun á hvort beitt var makríl eða smokkfiski.
Beitningarvélin er þannig stillt að bitastærð-
'n er um 3 cm. Samkvæmt upplýsingum skip-
yerja á Önnu Maríu er beitumagn um 6-7 kg.
á 400 króka bjóð.
Fyrir utan það, að geta beitt þessum tveimur
tegundum, getur vélin beitt síld, en síld nota
Færeyingar lítið sem ekkert fyrir beitu.
Beitningarvélin beitir að meðaltali með 80%
árangri að sögn framleiðanda.
Eftir að línan hafði verið lögð var hún
fljótlega dregin inn. Línan dregst yfir rúllu,
sem hvílir á öldustokk stjórnborðsmegin. Það-
að fer linan eftir rennum þvert yfir dekkið
að bakborðssíðunni og aftur eftir síðunni
°S inn í hreinsi- og afvindunarkerfið.
Eram á dekki, stjórnborðsmegin, er linuvinda
sem notuð var við línudráttinn áður en kerfið
var sett í bátinn. Ekki er lengur þörf á vindu
þessari við sjálfan línudráttinn, en aftur á
móti er hún notuð við að draga bólfæri.
Þegar dregið er inn á stokka, eru að sjálf-
sögðu takmörk fyrir því, hversu hratt má
draga, en samkvæmt upplýsingum Færeying-
anna er dráttarhraðinn um 20 krókar/mín.
undir eðlilegum kringumstæðum. Ekki var að
sjá að neinar beituleifar væru á krókunum,
né heldur að taumar væru margsnúnir um
ás línunnar, þegar línan kom úr hreinsi- og
afvindunarkerfinu. Það kom fyrir að einn og
einn krókur hrökk af brautinni sem liggur
að stokknum, en ávallt stendur einn maður
við línuvinduna og sér um að ás línunnar
hringist niður í stampinn og aðgætir jafn-
framt að krókar fari inn á stokkinn-
Samkvæmt upplýsingum skipvei'ja á Önnu
Maríu haga þeir vinnubrögðum þannig, að
yfir vetrartímann eru 3 á sjó og 1 í landi,
en á þessum tíma eru þeir í dagróðrum. Þeir
róa með rúma 8000 króka eða tæplega 40
stokka. Til að stytta dráttartímann draga
þeir beint í stamp en nota ekki línustokkana.
Með þessum vinnubrögðum stytta þeir drátt-
artímann um 2 tima, miðað við umrædda línu-
lengd. Landmaðurinn hefur svo það verkefni
að stokka línuna upp og bæta á. Þeir sögðu
að vinnutíminn væri langur hjá honum og
þetta krefðist þess að sjálfsögðu að hafa verð-
ur að minnsta kosti 2 gengi af línu.
Það kom einnig fram hjá þeim að þeir
fiskuðu til jafns við aðra báta, sem ekki væru
n
ÆGIR — 25