Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1973, Page 14

Ægir - 01.02.1973, Page 14
greinilegt er að allt hefur ver- ið gert til að minnka vinnu áhafnar við flutning á fiski. Færibanda- og vélakerfið er allt tvöfalt, þannig að unnt er þegar við fiskmóttökuna, að skipta fiskinum upp eftir því hvernig meðhöndla á fisk- inn og í hvaða hluta lestarinn- ar fiskurinn á að fara. Til að fjarlægja þann sjó, sem eðlilega kemur inn á milliþilfarið, eru tvær dælur. Þessar dælur eru staðsettar bakborðsmegin að aftan og stjórnborðsmegin að framan á vinnuþilfarinu. Afköstin, sem hvor dæla getur skilað eru 80 m-Vklst. í lokuðu rúmi stjórnborðs- megin á milliþilfari eru tveir pottar til lifrarbræðslu. Ekki er gert ráð fyrir mikilli bræðslu, þar sem slægingar- vélin eyðileggur lifrina, og til bræðslu kemur því aðeins iif- ur frá handslægingunni. Fiskilest. Fiskilest togarans er um það bil 730 m3 að stærð, og ættu þar að rúmast ca. 450 tonn af fiski. Lestin er einangruð með um 20 cm. þykkri gosull, sem að innan er klædd áli. 1 lofti lestarinnar eru kælispír- alar, en kælingin á að geta haldið 0°C í lest miðað við 18°C sjávarhita og 20°C loft- hita. Kælimiðill er Freon R12 og kæliþjappan er af gerðinni Worthington 3HF 4/N, knúin af 10 ha. ASEA rafmótor. Uppstillingin er úr áli, og er stíustærðin valin þannig, að unnt er að fylla upp milli þver- skilrúmanna í lestinni með fiskikössum. Lestarop eru fjögur, svo vel ætti að ganga að losa skipið. Brú. Brúin er mjög rúmgóð, og eins og við er að búast eru þar öll þau tæki, sem íslenzk- um sjómönnum finnast nauð- synleg, en þau eru orðin margbreytileg. í afturhluta brúarinnar eru stjórntæki fyrir togvinduna, en henni má hvort sem er stjórna frá brú eða vindupaili. Ekki eru beinir togmælar á vinduna, en með því að lesa af þrýstinginn á vindubrems- unni er unnt, með hjálp töflu, að ákvarða togkraftinn á vír- ana. í loftskeytaklefa er fjar- skiptastöð frá M. P. Pedersen. Þar er um að ræða senditæki fyrir bæði tal og morse og tvo móttakara. Það er einnig neyð- arsendir þar og móttakari af verða hér talin hin helztu: Rediton gerð. Nýjung um borð er veðurkortamóttakari, en hann er frá Taiyo. í fremri hluta brúarinnar eru hin eiginlegu siglingatæki og verða hér talin hin helztu: Ratsjár: Tvær ratsjár frá Kel- vin Hughes, önnur af gerð- inni 18/12 C, en hin 19/12 S. Tveir ratsjárskermar, annar 10 cm. hinn 3 cm, með afísingartækjum. Unnt er að kúpla skermunum á hvora ratsjána sem er. Dýptarmælar: Hér er um svo- kallað „Humber Gear“ kerfi frá Kelvin Hughes að ræða. Þetta eru tveir dýptarmæl- ar af MS 44 gerð (annar blaut-, hinn þurrpappírs), fisksjá og sjálfriti fyrir fisksjána. Asdic: Simrad SB2. Höfuðlínumælir: Elac. Loran: Mieco 6805. Miðunarstöð: Taiyo TD-A120. Örbylgjustöð: Rediton. Gyroáttaviti: Áttaviti og sjálf- stýring er frá Anschúts. 30 — Æ GIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.