Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1973, Qupperneq 15

Ægir - 01.02.1973, Qupperneq 15
Islandsmet Einar Sigurðsson, eigandi Sigurðar, afhendir Arinbirni málverk eftir Kjarval í viðurkenningarskyni. íslandsmet eru sjaldan nein afrek á heimsmælikvarða í iþróttum, en sú atvinnugrein er til, þar sem íslandsmet get- ur jafnframt verið heimsmet, °g það eru fiskveiðar. Alveg vafalaust er það, að það hefur enginn 1000 lesta togari verið >ueð jafnmikinn þorskfiskafla á þessum hnetti okkar og tog- arinn Sigurður síðast liðið ár og reyndar síðast liðin 5 ár, því að þetta skip er nú afla- hæst íslenzkra togara fimmta árið í röð undir stjórn Arin- hjarnar Sigurðssonar. Þetta er líka íslandsmet. Mér er ekki kunnugt um að nokkur íslenzkur togaraskip- stjóri hafi verið aflahæstur 5 ár í röð. Hinn mikli aflamað- Ur Bjarni Ingimarssson, og kannski fleiri, hafa oftar orð- !ð aflahæstir á sínum skip- stjórnarferli, en af þeim gögn- Unb sem mér hafa verið tiltæk eg þeim spurnum, sem ég hef haldið uppi um þetta, held ég að fullyrða megi, að þetta sé met hjá Arinbirni í okkar tog- arasögu, að vera aflahæstur á þorskveiðum 5 ár samfleytt. Arinbjörn Sigurðsson er fæddur 11. júní 1928, sonur Sigurðar Eyleifssonar, þekkts togaraskipstjóra — lengi með Kveldúlfstogarann Arinbjörn hersi — 0g konu hans Ólafíu Ingimundardóttur. Bæði faðir °g móðir Arinbjarnar eru ætt- uð af Seltjarnarnesinu og mý- grútur af aflasælum skútu- hörlurn í báðum ættunum. Arinbjörn fór snemma til s]ós, fyrst sem strákur með föður sínum, en 16 ára var hann fullgildur háseti á tog- ara. Hann var lengst af með þeim mæta skipstjóra, Guð- mundi Markússyni, sem lézt á síðastliðnu ári, og hljóðlega, eins og hann lifði. Minningar- greinarnar um þennan merka sjómann náðu því varla að fylla dálk í blaði. Árið 1963 tók Arinbjörn við skipstjórn á togaranum Aski, sem var eign Kletts h.f. Þegar Askur var seldur, varð Arinbjörn skipstjóri á Sigurði. Það var 1967. Hann aflaði strax ágætlega á Sig- urð og árið eftir að hann tók við honum varð hann aflahæst- ur og hefur verið það síðan. Afli Arinbjarnar ' á Sigurði hefur verið sem hér segir: 1967 4470 tonn 1968 4403 — 1969 4894 — 1970 4889 — 1971 4301 — 1972 3964 — Þetta er nú sennilega síð- asta árið, sem Arinbjörn er með Sigurð, því að ætlunin er að hann taki pólska togarann, sem Einar Sigurðsson á í smíð- um og kemur síðla árs, ef allt gengur að óskum. Ásg. Jak. Æ GIR — 31

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.