Ægir - 01.02.1973, Qupperneq 18
Það mun hafa venð a árinu 1940, að ég
tók mér ferð á hendur til Austfjarða. Ég hafði
þá nýlega tekið við starfi forseta Fiskifélags
íslands og þetta var fyrsta ferð mín á veg-
um félagsins, farin í þeim erindum fyrst og
fremst að kynnast mönnum og málefnum
sjávarútvegsins á Austfjörðum. Ég þekkti að
vísu nokkuð til austur þar, því þaðan var ég
upprunninn, en í þessari ferð átti ég eftir að
kynnast mönnum, sem síðar urðu samstarfs-
menn mínir á vettvangi Fiskifélagsins um
áratuga skeið. Einn þeirra var Árni Vilhjálms-
son, þá útvegsbóndi á Háeyri við Seyðisfjörð.
Mér er minnisstæð heimsóknin til Árna að
þessu sinni, því þessi fyrstu kynni voru bæði
skemmtileg og lærdómsrík fyrir mig. Gisti
ég hjá þeim hjónum Árna og Guðrúnu á Há-
eyri og naut þeirra mikiu gestrisni og þess
að hlusta á Árna segja frá margháttaðri
reynslu sinni af fiskveiðum, en hann hafði frá
blautu barnsbeini verið við sjómennsku rið-
inn. Enda þótt landbúskapur væri einnig stund-
aður, voru fiskveiðarnar hans aðalstarf og þar
kynntist hann af eigin raun þeim vandamál-
um, sem fiskimenn við Islandsstrendur urðu
að glíma við á bernskuárum vélbátaútgerðar
og togara.
Þessi reynsla Árna átti eftir að koma hon-
um að góðu gagni síðar þegar hann helgaði
sig félagsmálastarfi sjávarútvegsins. Snemma
mun Árni hafa fengið áhuga á þeim málum
og orðið þar fyrir áhrifum frá föður sínum
Vilhjálmi útvegsbónda Árnasyni á Hánefs-
stöðum, sem var mikill áhugamaður á því
sviði. En það var þó fyrst eftir að Árni hætti
sjómennsku og útgerð sjálfur, að honum gafst
gott tóm til að sinna þeim málum svo sem
hugur hans stóð til. Fyrirferðarmest urðu
þessi störf Árna innan vébanda Fiskifélags-
ins, en þau hóf hann í heimabyggð sinni á
Hánefsstaðaeyrum, þar sem hann gerðist for-
maður fiskideildarinnar og fulltrúi hennar á
fjórðungsþingum fiskideildanna í Austfirð-
ingafjórðungi. Árna var fljótt sýndur trún-
aður í þessum samtökum og var formaður
Fjórðungssambandsins um langt árabil og ár-
ið 1946 var hann fyrst kjörinn á Fiskiþing.
Átti hann þar sæti fram til 1960, var ritari
þingsins 1957 en á síðasta þinginu, sem hann
sat, var hann kjörinn forseti þess. Mest starf
á þessu skeiði ævi sinnar vann Árni þó sem
erindreki Fiskifélagsins í Austfirðingafjórð-
ungi. En jafnframt þessum störfum hafði Árni
brennandi áhuga á málefnum Slysavarnafé-
lagsins og innti þar mikið og óeigingjarnt
starf af hendi.
Af því sem ég hef hér talið, má glöggt sjá,
að Árni Vilhjálmsson átti mikilvægan þátt í
þróun Fiskifélagsins og stofnana þess um ára-
tugaskeið. Þar átti ég þess kost að kynnast
honum í starfinu.
Árni var vel fallinn til starfa og forystu á
sviði félagsmála, enda reyndist hann farsæll í
störfum sínum. Hann hafði staðgóða þekk-
ingu á þeim málum, sem hann starfaði að, var
vel máli farinn og kunni vel að setja mál sitt
skýrt fram og umfram allt var hann sann-
gjarn og velviljaður og fór þá ekki í mann-
greinarálit. Þessir hæfileikar Árna komu eink-
ar vel fram á fiskiþingum, því stundum kom
t
Minningarorð
Árni Vilhjálmsson,
fyrrverandi erindreki.
34 — Æ GI R