Ægir - 01.02.1973, Qupperneq 19
t
Minningarorð
Þorvarður Björnsson
fyrrverandi yfirhafnsögumaður.
Þorvarður Björnsson fæddist 14. nóv. 1889
á Kirkjubóli á Bæjarnesi á Austur-Barða-
strönd af vestfirzkum ættum. Hann varð gagn-
fræðingur frá Flensborg 1908 og lauk far-
rnannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykja-
yik 1912. Sjómennsku hóf hann 1902, þá 13
ára gamall. Eftir að hann lauk stýrimanna-
prófi var hann stýrimaður á skútum og mót-
orbátum, en réðst á verzlunarskip 1918, og
var síðan stýrimaður á dönsku skipi á árun-
um 1919—22, en þá fór hann í land og ann-
aðist fiskkaup fyrir danskt fyrirtæki. Hann
varð hafnsögumaður við Reykjavíkurhöfn
1923 og yfirhafnsögumaður varð hann 1928
og því starfi gegndi hann til 1960, að hann
lét af störfum fyrir aldurssakir. Þorvarður
var í stjórn Skipstjórafélags íslands á árun-
um 1939—62 og fulltrúi þess félags í Sjó-
mannadagsráði og jafnframt í stjórn ráðsins
til 1960 og gjaldkeri Dvalarheimilisins í fjölda
ára. Hann var í stjórn Stýrimannafél. íslands
um hríð og formaður þess félags í tvö ár.
Á fiskiþingum var hann fulltrúi frá 1940 —
og um skeið í stjórn Fiskifélagsins og vara-
stjórn.
Hann var ávallt mjög áhugasamur um mál-
efni Fiskifélagsins og þar með hagsmunamál
sjávarútvegsins. Tók hann venjulega virkan
þátt í umræðum og tillögugerð á Fiskiþingum.
Þorvarður var sæmdur danska heiðursmerk-
inu „Belönningsmedaille" 1935 og gullmerki
Sjómannadagsins 1964.
Hann kvæntist 1. nóv. 1913 Jónínu Bjarna-
dóttur, sjómanns í Dýrafirði. Tvö barna þeirra
hjóna eru á lífi, þau Petrína hjúkrunarkona
og Gunnar skipstjóri á Lagarfossi. Annar son-
ur þeirra hjóna, Bjarni, fórst með e.s. Heklu,
þegar hún var skotin niður 29. jan. 1941 á leið
frá Bandaríkjunum. Dóttur, Elínu, misstu þau
hjón 1966.
Þorvarður dó 4. júní 1972, þá 82 ára að
aldri. Það varð snöggt um hann. Hann veikt-
ist um 10-leytið að morgni og lézt á fimmta
tímanum síðari hluta dagsins. M. El.
það fyrir, að menn deildu þar allhart. Var
Arni þá jafnan mannasættir og forðaðist all-
ar öfgar í málflutningi, þó hann gæti verið
fastur fyrir.
Árni Vilhjálmsson andaðist 11. jan.. s.l., en
fæddur var hann 9. apríl 1893. Hann var tví-
kvæntur. Var fyrri kona hans Guðrún Þor-
varðardóttir frá Keflavík, en hún lézt 1957.
Eignuðust þau fjögur mannvænleg börn. Seinni
kona hansvar Magnea Magnúsdóttir frá Njarð-
vík.
Nú að leiðarlokum minnist ég samstarfs
okkar Árna, sem stóð óslitið um tveggja ára-
tuga skeið, með ánægju, því þar bar aldrei
neinn skugga á. Þann hlýhug, sem hann bar
til mín og minna og sýndi svo oft, kunni ég
vel að meta og ber vel að þakka.
Davíð Ólafsson.
Æ GI R — 35