Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1973, Síða 24

Ægir - 01.02.1973, Síða 24
Bann við botnvörpu- og flotvörpuveiðum LÖG um breyting á lögum nr. 62 18. maí 1967, um bann gegn veiðum með botnvörpu og flot- vörpu, sbr. lög nr. 21/1969 og lög nr. 50/1971. 1. gr. í stað orðanna „settri sam- kvæmt lögum nr. 44 5. apríl 1948“ í 1. málsgrein 1. gr. lag- anna komi orðin: nr. 189 14. júlí 1972. 2. gr. Á eftir 3. mgr. 1. gr. lag- anna (sbr. 1. nr. 21/1969) komi ný málsgrein, svo hljóð- andi: Ráðherra er heimilt að feng- inni umsögn Hafrannsókna- stofnunarinnar að veita leyfi til loðnuveiða í landhelgi með flotvörpu. Getur ráðherra bundið leyfið þeim skilyrðum, er hann telur nauðsynleg. Skal það varða sviptingu veiðileyfa, ef bolfiskur er veiddur í þetta veiðarfæri. 3. gr. Á eftir lið C2 í 2. gr. lag- anna (sbr. 1. nr. 21/1969) komi nýr liður, svo hljóðandi: G2. Frá línu réttvísandi suð- austur af Selskeri að 18° vest- lægri lengd er heimilt að veiða með botnvörpu og flotvörpu utan línu, sem dregin er 12 sjómílur utan við grunnlínu samkvæmt reglugerð nr. 189/ 1972. Á eftir lið G1 í 2. gr. lag- anna komi nýr liður, svo hljóð- andi: G2. Frá línu, réttvísandi vestur frá Bjargtöngum (grunnlínupunktur 26 skv. reglugerð nr. 189/1972) að línu réttvísandi norður frá Horni (grunnlínupunktur 1) er heimilt að veiða með botn- vörpu og flotvörpu utan línu, sem dregin er 12 sjómílur ut- an við grunnlínu samkvæmt reglugerð nr. 189/1972. 4. gr. Á eftir 3. gr. laganna (sbr. 1. nr. 21/1969) komi þrjár nýj- ar greinar, svo hljóðandi: a. (4. gr.) Nú á sér stað á til- teknu veiðisvæði seiða- og smáfiskadráp í þeim mæli, að varhugavert eða hættu- legt getur talizt, og skal þá sjávarútvegsráðuneytið, að fenginni umsögn Haf- rannsóknastofnunarinnar, gera nauðsynlegar ráðstaf- anir til að sporna gegn því. Er ráðuneytinu heimilt með tilkynningu að loka af- mörkuðum veiðisvæðum um lengri eða skemmri tíma fyrir öllum togveiðum, svo og öðrum veiðum, ef nauð- synlegt þykir. Jafnan skal umsögn Hafrannsókna- stofnunarinnar liggja fyrir, áður en slíkar tímabundnar veiðitakmarkanir eru úr gildi numdar. b. (5. gr.) Þrátt fyrir ákvæði laga þessara getur sjávar- útvegsráðuneytið auglýst ný friðunarsvæði og breyt- ingar á eldri friðunarsvæð- um, enda hafi áður verið leitað álits Hafrannsókna- stofnunarinnar um slikar ákvarðanir. c. (6. gr.) Sjávarútvegsráðu- neytið skal beita sér fyrir auknu eftirliti með veiðum fiskiskipa innan fiskveiði- lögsögunnar, þar sem meg- ináherzla er lögð á að fylgj- ast með veiðarfæraútbún- aði skipanna, stærð þess fisks, sem veiddur er, svo og öðru því, er við kemur vernd fiskistofnanna. Aðrar greinar laganna breyti um röð í samræmi við þetta, þannig að 4. gr. verður 7. gr. o. s. frv. 5. gr. í stað orðanna „til ársloka 1972“ i 8. gr. laganna (sbr. lög nr. 21/1969 og lög nr. 89 /1971) komi: til 1. júlí 1973. 6. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Gjört að Bessastöðum, 31. desember 1972. Kristján Eldjárn. (L. S.) Lúðvík Jósepsson. GM CENIBAL MOTOBS DIESEL UMBOÐIÐ | GARÐASTRÆTI 6 - REYKJAVlK - SlMI 11634 40 — Æ C, I R

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.