Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 15.11.1973, Qupperneq 24

Ægir - 15.11.1973, Qupperneq 24
ur. Aftan við þilfarshús er tog- vinda, som er aðskilin í tvær togvindur (splitvinsje) af gerðinni DIA8U. Á hvorri vindu er ein togtromla, ein hjálpartromla og einn spil- koppur. Vindurnar hafa eitt hraðastig. Togátak á miðja togtromlu (750 mm) er 5,3 t. við 83 m./mín vírahraða, (hvor tromla). Víramagn á hvora togtromlu er um 850 faðmar af 314” vír. Tvær grandaravindur eru fremst á aðalþilfari, stjórn- borðs- og bakborðsmegin, af gerðinni DS MA8 með einni tromlu. Togátak um 6 t. við 38 m/mín vírahraða. Á hvalbaksþilfari er akker- isvinda af gerðinni B 4. Kap-* stan af gerðinni CA4, togátak 3 t. við 32 m/mín hraða er staðsettur á togþilfari. Gert er ráð fyrir að setja flotvörpuvindu í skipið síðar. Á deiligír framan á aðalvél eru 4 G19 dælur fyrir lág- þrýstar vindur. Snúningshraði á dælum er 230 sn/mín miðað við 360 sn/mín á aðalvél. Lóð- rétt úttak á deih'gír er ætlað fyrir dælu fyrir flotvörpu-t vindu. Á hjálparvél, bakborðr< megin, er varadæla fyrir lág- þrýstar vindur af gorðinni AU weiler SNH 660. Togvindum og grandara- vindum má stjórna frá brú og við togvindu. Fjarstýring er þó ekki frá brú á hjálpar- tromlum á togvindum. Kúpl- ingu fyrir dælur á aðalvél er hægt að fjarstýra frá brú. í stýrishúsi cr hægt að lesa af átak á togvírum. Vinnuþilfar: Fiskilúga á efra þilfari er vökvaknúin og opnast upp. Vökvaknúið hlið lokar skut- rennu eftir að pokinn hefur verið innbyrtur og er hliðið þannig útbúið að það gengur lóðrétt niður í skutrennuna. Stjórnun á þessum búnaði er aftarlega á efra þilfari við skutrennu. Fiskmóttaka er ca. 25 m:i að stærð. Við framenda fiskmót- töku er blóðgunarborð, en þar framan við 4 blóðgunar- og þvottaker úr áli með vökvaút- búnaði á botni keranna. Fram- an við blóðgunarkerin eru að- gerðarborð og frá aðgerðar- borðum fer fiskurinn eftir færiböndum að fiskþvottavél. Úr þvottavélinni fer fiskurinn beint niður um op á lestarlúgu. Slógstokkur er framan við að- gerðarborð og nær út að síð- um, en eftir honum fer slógið útbyrðis. Sérstök vökvaknúin lifrardæla er til að dæla lifur í lifrargeyma, sem staðsettir eru aftast á neðra þilfari, stjórnborðs- og bakborðsmeg- in við skutrennu. Fisktegundir sem ekki er gert að eru fluttar með færibandi frá fiskmóttöku að þvottavél. Loft á vinnuþil- fari er einangrað með 100 mm steinull og klætt með 11 mm „Warkaus" plötum. Rafknúinn blásari fyrir út- sog, er á vinnuþilfari og eru afköst hans um 3500 m3/klst. Fiskilest: Fiskilest er um 280 m3 að stærð og gerð fyrir kassa. í botni lestar er einangrað með ,,polyesterene“ - plötum, en þar ofan á er steypa. Einangrun í síðum er polyurethrm en í lofti glerull. Klætt er með „War- kaus“ - plötum og plöturnar meðhöndlaðar með epoxymáln- ingu. Ein losunarlúga er á fiski- lest, stærð 2500x2000 mm. Á lúgu eru tvö op. í lofti lestar er færiband til að flytja fisk- Kælikerfi fyrir lest er frá Kværner Brugs. Kælimiðill er Freon 22. Kælileiðslur eru í lofti lestar. Kæliþjappa er af gerðinni V 54-6 og eru afköst hennar 19.400 Kcal/klst. mið- að við hitastig -r-10/-/ + 25°C. Ibúðir: Undir neðra þilfari í fram- skipi eru fimm 2ja manna klefar. Á neðra þilfari er mat- salur, eldhús, matvælageymsla (kæld), þrír 2ja manna klefar, snyrting með salernum og sturtuklefa. Aftan við vistar- verur á neðra þilfari, þ. e. fremst á vinnuþilfari, er þvottaherbergi með fataskáp- um. Til hliðar við það er sal- erni og geymsla. Á efra þilfari er íbúð skip- stjóra með eigin snyrtingu og þrír eins-manns klefar fyrir yfirmenn. Auk þess snyrting með salerni og sturtuklefa. Síður, útþil og loft í vistar- verum er einangrað með 75 mm steinull. Klæðning á veggjum og lofti er með plast- húðuðum spónaplötum. Upphitun í vistarverum er frá olíukynntri miðstöð. Loft- ræsting fyrir vistarverur er með rafknúnum blásara, af- köst 6000 m3/klst. í loftrás- inni er hitaelement. Brú: Helstu tæki í stýrishúsi eru: Ratsjár: 2 stk. Decca RM 916, 60 sml. Miðunarstöð: Taiyo TD-A 130. Loran: Mieco 6811. Gyroáttaviti: Anschutz, gerð Standard IV. Sjálfstýring: Anschútz. Framhald á bls. 402. 404 — Æ G I R

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.