Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1974, Blaðsíða 9

Ægir - 15.02.1974, Blaðsíða 9
komandi stöðum til að kynna sér hvernig mál- um væri komið og hverjar aðstæður væru til námskeiðahaldsins á hverjum stað. Af ýmsum astæðum var fyrst hafizt handa í verstöðvun- Um á Snæfellsnesi. Pétur fór þangað fyrst 19. °kt. 0g ræddi við skólastjóra í Ólafsvík, Grundarfirði, Hellissandi og í Stykkishólmi. Þeir reyndust allir hafa mjög jákvæða afstöðu til þessa máls og ákváðu á sameiginlegum fundi að taka sjóvinnu upp sem skyldunáms- £rein í skólum sínum. Slík hafa viðbrögð skólamanna hvarvetna verið, þar sem þeir fé- lagar, Hörður og Pétur, hafa verið á ferð og skýtur þetta nokkuð skökku við þær undir- tektir, sem menntamálaráðuneytið fékk á sín- Um tíma, og sýnir þá æskilegu þróun, að skóla- menn eru í síauknum mæli að gera sér Ijóst, að æskilegt er að námið í skólunum tengist at- vinnulífinu meira en verið hefur. Skólastjórarnir á Snæfellsnesi fóru síðan ®trax, hver í sínu plássi, að huga að húsnæði, kennara og þátttöku. Það var ákveðið, að þeir Hörður og Pétur kæmu saman í lok október w að hleypa þessu námi af stokkunum. Sjó- vinnkennslan hófst svo í byrjun nóvember við skólana í Ólafsvík, Grundarfirði og Hellis- fandi, en ekki fyrr en í lok nóvember í Stykk- ishólmi vegna vöntunar kennara. Sjóvinnu- námið við þessa skóla er stundað af 12 ára drengjum og eldri og einnig stunda nokkrar stúlkur námið og eru þær sér í hópi. Þátttaka nnglinganna er mjög mikil í öllum deildum Þessara skóla, einnig landsprófsdeildunum og er fjöldi unglinganna frá 40 og allt að 80 í skólunum á aldrinum 12-16 ára. Mikill áhugi er a Snæfellsnesi einnig fyrir kvöldnámskeið- Um fyrir starfandi sjómenn, en aðstæður hafa enn ekki leyft þá starfsemi á þeim slóðum, nerna í Stykkishólmi. Þar var Pétur með völdnámsskeið og mættu þar 10 sjómenn. a® má kallast góð þátttaka miðað við, að sjómannastéttin hefur nú yfirleitt öðrum n°Ppum að hneppa en sækja námskeið. Hörður fór í lok nóvember til Seyðisfjarðar °g Vopnafjarðar, og þaðan er sömu sögu að seSja. Áhugi bæði skólamanna og útvegs- manna var mikill á báðum stöðunum og það var strax hafizt handa. Á Vopnafirði innritað- lst 21 piltur á námskeiðið og um 60 piltar °2 stúlkur) á Seyðisfirði. í byrjun des- ember fór Pétur til Hornaf jarðar og þar munu nu um 80 nemendur stunda sjóvinnunámið. ar var einnig auglýst kvöldnámskeið fyrir starfandi sjómenn en þátttaka varð lítil, af gildum ástæðum. Þeir Hörður og Pétur hafa dvalið á hverj- um stað 5-12 daga, til að koma námsskeiðun- um í gang, en það hefur tekið mislangan tíma vegna ýmissa aðstæðna. Þeir félagar eru nú þegar þetta er ritað á ferð um Austfirði, að hefja námskeið í þeim sjávarplássum sem eftir urðu í haust. Bæklingur sá sem Fiski- félagið gaf út um netagerð og netabætingu er mikið notaður við kennsluna. Námsskráin fyr- ir þessi námskeið í gagnfræðaskólunum er svohljóðandi: Námsskrá í sjóvinnu fyrir gagnfræðaskóla. 1. 6 gerðir hnúta, þ. e. réttur hnútur, hesta- hnútur (skutulsbragð), pelastikk, fiski- mannahhnútur, netahnútur, pokahnútur. 2. Tógsplæs, þ. e. augasplæs, þýskur hnútur, stuttsplæs, línusplæs, langsplæs, Rokke- fellersplæs (þ. e. langspæs á auga). 3. Netahnýting. Riðið er netstykki sem er 35 upptökur x 16 síður. 4. Netabæting í sléttu neti. Þetta er sú náms- grein sem mestan tíma tekur, þegar nem- andi getur bætt ákveðið gat á ákveðnum tíma er farið í kanthnýtingu þ. e. legg- kant og höfuðlínukant og þeir síðan skorn- ir í sundur og bættir á ákveðnum tíma eins og slétta netið. 5. Áttaviti. Þeir nemendur sem ætla að læra undir 30 tonna próf í siglingafræði verða að kunna vel á kompás, þ. e. að vita hvað öll strik heita, svo og að geta breytt strik- um í gráður og gráðum í strik. 6. Vírasplæs. 1. Augasplæs 2. Stuttsplæs 3. Rokkef ellersplæs. 7. Hjálp í viðlögum. 8. Uppsetning á fiskilínu. Þessari grein má jafnvel stinga inn áður. Það fer eftir, hve- nær hún hentar fyrir viðkomandi aðila, þ. e. útgerðarmenn og kennara. 9. Netafelling. Þorskanet eða grásleppunet. Þessu má einnig stinga inn fyrr. Æ GIR — 45

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.