Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1974, Blaðsíða 17

Ægir - 15.02.1974, Blaðsíða 17
líklegt að fisksalar vildu taka að sér að selja fisk með nafninu „rottuhali," en núverandi iöggjöf um nafngiftir á fæðu til sölu leyfir ekki að nöfnum sé breytt vafningalaust af seljendum. Talsmaður White Fish Authority sagði að ekkert yrði látið uppi um veiðanleika þessara fiskstofna fyrr en í árslok og engin áætlun gerð fyrir þann tíma (1973), og heldur ekkert til fjölmiðla fyrr en fiskveiði- og fiskiðnaðar- menn hafi kynnt sér málið. Það gæti farið svo, að fiskiðnaðurinn vildi ekkert af þessum fiskum vita, ef almenningur vissi allt um málið á undan fiskiðnaðarmönnunum, og jafn- vel það, að nokkur blöð hafa birt nöfnin getur orðið til þess að fæla fólk frá kaupum á þess- um fisktegundum. (Ath. þýðanda: Þessi um- mæli virðast þó ekki hafa hrinið á Sunday Times, sem greinin er þýdd úr og blaðið birtir ekki aðeins nöfnin heldur einnig mynd af þess- um forljótu fiskum.) Ásg. Jak. V iðgerðarkostnaður á höfum úti Brezkir togaramenn telja það nú sýnt, að allmiklar breytingar hljóti að verða á veiðum þeirra á næstu árum vegna þeirra áætlana, sem sífellt færast í aukana og sumar komnar til framkvæmda, um aflatakmarkanir á mörg- um alþjóðlegum hafsvæðum og einnig vegna útfærslu fiskveiðimarka einstakra ríkja, sem þeir telja að verði að lokinni Hafréttarráð- stefnunni. Það er borin von, að við Bretland finnist ný og auðug fiskimið, eins og brezkir fiskimenn hafa gert sér vonir um, og þá liggur ekki annað fyrir úthafstogaraflotanum, en sækja á enn fjarlægari mið en áður. Það er ekki ólíklegt að brezkir togarmenn taki þá Rússa sér til fyrirmyndar, en þeir gera út heil- ar fiskveiðiflotadeildir, sem eru mjög hreyfan- legar og sjálfum sér nægar um flesta hluti. Þess eru jafnvel dæmi að Rússarnir séu með þurrkví á miðunum til að geta tekið skip þar til viðgerðar. Þó að vitaskuld sé langur vegur frá því að brezki togaraflotinn sé styrktur á borð við þann rússneska, er ekki ólíklegt, að Bretar efli aðstoð við fiskiflotann á fjarlægum mið- um. Sú reynsla, sem þeir hafa fengið við ís- land af aðstoðarskipum er góð, en eins og kunnugt er þá sendu þeir hingað upp aðstoð- arskip, eftir hinar miklu slysfarir við Vest- firði haustið 1968. Þeir segja í Fishing News að það hafi reynzt ótrúlegt, hvað menn gátu komizt uppá lag með að gera við margt úti á sjó, og eiginlega hafi viðgerðarmennirnir um borð í aðstoðar- skipunum getað gert við flesta hluti, ef þá vanhagaði ekki um varastykki. Sjálfsagt fara fleiri fiskveiðiþjóðir, sem þurfa að sækja á fjarlæg mið, að dæmi Rússanna og senda við- gerðarverkstæði á miðin með fiskiskipunum. („Comment“ úr F.N. Ásg. Jak.) Fréttir af kennslustofunni á hjólum í 17. tbl. Ægis á síðast liðnu ári, er sagt frá þeirri nýjung, að White Fish Autority eða réttara sagt tæknideild þeirrar stofnunar í Húll (IDU) reki kennslustofu í stórum bíl og er ætlunin að fara í fiskiplássin og þjálfa unga skipstjórnarmenn og eldri skipstjóra, sem telja sig þurfa endurhæfingar. Eins og lýst er í áð- urnefndri grein eru þarna í bílnum öll helztu fiskileitartæki og gervibrú en kennt er af seg- ulbandsspólum. sem tekið hefur verið uppá úti á miðunum og einnig eru sýndar kvikmyndir af veiðum ásamt spólunum. Nú er komin all- nokkur reynsla á þetta kennslufyrirkomulag og bendir hún til að þetta verði vinsæl aðferð. Námsskeiðin hafa verið mikið sótt, hvarvetna þar sem bíllinn hefur verið á ferð og nemend- urnir láta vel af þessari kennslu. Myndin, sem hér fylgir er af kennslubílunum. Þýtt úr F.N. Ásg. Jak. Æ GI R — 53

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.