Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1974, Blaðsíða 10

Ægir - 15.02.1974, Blaðsíða 10
10. Kennsla fyrir 30 tonna próf í siglinga- fræði, kennt er eftir Bréfaskólabréfum S. í. S. og A. S. í. Bréf þessi hafa fengizt keypt á framleiðsluverði hjá Bréfaskólan- um fyrir Gagnfræðaskólakennslu. 11. Fiskaðgerð og önnur meðferð á fiski. Kennsla þessi hefur farið fram í frysti- húsum eða hjá Ferskfiskmatinu. Einnig væri hægt að sýna myndir þessu viðkom- andi. Pétur H. Ólafsson segist hafa rætt þá hug- mynd við skólastjóra á hinum ýmsu stöðum, hvort ekki kæmi til greina að ætla sjóvinn- unni eitthvað af þeim tíma, sem nemendum væri nú ætlaður til ýmis konar föndurs. Hér má skjóta því inn til gamans, að þegar Þor- steinn Gíslason var kennari í Garðinum fyrir mörgum árum, þá notaði hann handa- vinnutímana til sjóvinnukennslu og það mælt- ist vel fyrir á þeim stað. Einnig ræddi Pétur það við skólamennina og frystihúsaeigendur, hvort nemendur gætu ekki fengið að vinna tíma og tíma á vetri í frystihúsum og fisk- vinnslustöðvum. þar sem þeim væri þá kennd í rólegheitum vinnubrögðin við fiskinn, það gæti bætt það ástand, sem nú ríkir, að unglingar hefja fiskvinnu að vorinu á fullu kaupi, án þess að kunna nokkuð til verka, sem auðvitað verður til tjóns fyrir frystihúsin. Vinni unglingarnir á hinn bóginn eftir bónus- kerfi, hafa þeir lítið upp meðan þeir eru að læra rétt handbrögð og ná leikni. Kennsla und- ir þessum kringumstæðum hlýtur að verða flaustursleg og ónóg. Þessum hugmyndum Péturs hefur verið vel tekið, þar sem hann hefur leitað eftir skoðunum manna á þeim. Eins og að framan er ljóst virðist svo sem námskeiðahald það, sem ráðgert var, ætli að snúast uppí reglulegt sjóvinnunám við gagn- fræðaskólana. Þetta er vafalaust æskileg þró- un, en ekki má þó leggja fyrir róða nám- skeiðahugmyndina fyrir starfandi sjómenn. Aðalörðugleikarnir við þau námskeið eru þeir, hvað sjómenn hafa takmarkaðan tíma til að sækja þau og aldrei á vísan að róa með þann tíma. Þegar komnir eru fastir kennarar í sjóvinnu í þeim plássum, sem gagnfræðaskól- ar eru, þá ætti að vera hægt að komast yfir þennan þröskuld þar sem kennari í starfi á staðnum gæti hafið kennsluna strax þegar færi gæfist og er það vitaskuld allt önnur að- staða, en meðan þurfti að byrja á því að leita að kennara, sem svo kannski fannst enginn, þegar sjómenn höfðu tækifæri tli að sækja námskeið. Sem sagt reglubundin kennsla í skólunum með föstum kennurum ætti að gera það kleift að halda eitt námskeið á hverju ári, einhvern tíma ársins, þegar bezt stæði á. Það eru flestir, eins og áður segir, sammála um það, að það sé framtíðarlausnin að tengja sjóvinnuna skólakerfinu og einnig eru menn sammála um það, að það þurfi að veita þess- um nemendum einhver réttindi að námi loknu. Hins vegar virðist vera ágreiningur um, hvers eðlis þessi réttindi séu. Eins og náms- skráin hér að framan ber með sér er gert ráð fyrir að nemendur öðlist 30 tonna skipstjóm- arréttindi og þá væntanlega að loknum til- skildum siglingatíma. Þessu eru margir andvígir og telja það ekki heppilegt að veita unglingum skipstjórnar- réttindi, þó að þeir læri nauðsynleg undir- stöðuatriði í siglingafræði til þess. Menn benda á að slysaskýrslur beri þess vott, að fremur beri að færa aldurstakmörk til skipstjórnar fram en aftur og Stýrimannaskólinn útskrifi full-unga skipstjórnarmenn, hvað þá unglinga- skólar, eins og hér um ræðir. Hinsvegar væri tvímælalaust rétt að veita piltum úr sjóvinnu- deildum gagnfræðaskólanna, sérstök háseta- réttindi, til dæmis netamannsréttindi, en þá yrði jafnframt að verða sú meginbreyting á skipan mála, að taka upp þann sjálfsagða hátt að gera mun á fullgildum hásetum og viðvan- ingum, og nemendur þessara skóla nytu þá nokkurra forréttinda um fram jafnaldra sína sem ekkert hefðu lært til sjóverka. Kennaranámsskeið. Umfram það, sem nú hefur verið lýst að málum sé komið, er það nú helzt á döfinni að leita liðsinnis fræðsluyfirvalda bæði borgar og ríkis til að koma á fót kennaranámskeiðum. Það er vissulega all-mikið til af mönnum sem kunna vel til verka sjálfir, en þeir eru flestir óvanir kennslu og þyrftu því nokkurra leið- beininga við. Ef þetta yrði fastur liður í skóla- kerfinu, þá væri náttúrlega eðlilegast að menntamálaráðuneytið sæi um þjálfun þessara kennara sem annarra og gæti í því efni notið fyrirgreiðslu Fiskifélagsins, sem hefur nú sent menntamálaráðuneytinu erindi um þetta mál. 46 — Æ G I R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.