Ægir - 01.03.1974, Side 8
frá líffræðilegu og efnahagslegu sjónarmiði.
Þessvegna verða markmið rannsóknar-
starfsins að ýmsu leyti frábrugðin rannsókn-
um á hagnýtingu annarra auðlinda.
í þessu sambandi verðum við að muna, að
ganga má allnærri ákveðnum fisk- eða dýra-
stofnum í líffræðilegum skilningi, án þess að
endurnýjunarþrótti þeirra sé ógnað. Þetta líf-
fræðilega mark getur verið langt fyrir neðan
hið hagfræðilega, eða efnahagslega, þ. e. það
getur verið löngu óhagkvæmt frá efnahags-
legu sjónarmiði að halda áfram að nýta
ákveðinn fiskstofn, bótt honum sé ekki ógnað
líffræðilega.
Þettfe hagfræðilega mark getur breytzt með
verðlagi fiskafurða, hvort útgerðin nýtur
styrkja í einu formi eða öðru, o. fl. má telja.
Af þessu öllu vil ég álykta, að eitt helzta
markmið fiskifræðilegra athugana (raunar
studd tölfræSi) sé að segja sjávarútveginum
hvað mikið megi taka úr hverjum stofni, án
þess að endurnýjun hans sé hætta búin.
Hvemig þetta magn er tekið — á hve löng-
um tíma—er háð ákvörðunumumfjárfestingu
í skipum og tækjum, sem við enn ekki höfum
nægilegt vald yfir, né þekkingu hvernig stjóma
á, og er alls ekki háð fiskifræðilegum þátt-
um. Hjá öðmm atvinnuvegum er það markaðs-
kerfið eða -öflin, sem vemleg áhrif hafa á
ákvarðanatöku. Hjá útgerðinni er þessu á
nokkuð annan veg farið enn sem komið er.
Valið er á milli þess að taka hið leyfilega
magn á skömmum tíma eða tiltölulega skömm-
um tíma, en hætta þar með á mismunandi
miklar aflasveiflur — eftir því hve langt er
á milli sæmilegra eða góðra árganga — eða
reyna að takmarka sókn og afla við það magn,
sem tengir nokkurn veginn saman góða ár-
ganga.
Hér er með öðrum orðum verið að ræða
nýtingu fiskstofna í efnahagslegu tilliti.
Þegar veiðiþol hefur verið ákvarðað og há-
marksafli hefur verið ákveðinn, þarf að finna
leiðir til að takmarka notkun fjármagns og
mannafla í fiskveiðum og fiskvinnslu, þannig
að mestri efnahagslegri hagkvæmni verði náð
í rekstri.
Á það má benda, að það getur aukið á hag-
ræna erfiðleika og orðið til sóunar fram-
leiðsluþátta í sjávarútvegi, ef einungis er
gripið til fiskifræðilegra og pólitískra leiða
til að takmarka sókn í fiskstofna.
Þessi atriði, þ. e. hagfræðileg stjómun á
sókn og hagnýtingu hinna ýmsu fiskstofna
er almennt skammt á veg komin og hefur ekki
notið verðugrar athygli hér á landi fram að
þessu. Hér er um lausn vandamála að ræða,
sem eru séreinkenni fiskveiða og vil ég ekki
fara nánar út í þá sálma nú — enda markmið-
ið með þessu erindi fremur að minna á, að um
þýðingarmikil vandamál er að ræða, sem
krefjast úrlausnar eða athugunar hið allra
fyrsta.
Ráðgefandi þjónustustarfsemi.
í beinu framhaldi af þessu, vil ég nefna
þörf sjávarútvegsins fyrir auknar skipatækni-
legar rannsóknir og þjónustu og veiðarfæra-
rannsóknir. Þeim síðarnefndu er sinnt — eft-
ir efnum og ástæðum — hjá Hafrannsókna-
stofnuninni.
Menn kenna gjarnan tímabil sögunnar við
ýmsa tímabundna viðburði eða framfarir, sem
skipt hafa sköpum og þótt öðrum merkilegri.
Þannig er oft rætt um skútuöld, togaraöld,
mótorbátaöld, síldveiðitímabil, sem einkennd-
ist af tækni, þ. e. fiskleitartækjum, kraft-
blökk, stórvirkum veiðarfærum o. fl. og nú
síðast skuttogaraöld.
í þessum tilfellum hefur jafnan orðið örari
vöxtur fiskafla, þegar nýrri tækni hefur verið
beitt.
Þótt merkilegt megi virðast hefur þessum
þætti, þ. e. eflingu innlendrar rannsóknar- og
þjónustustarfsemi á sviði skipatækni og veið-
arfæra þó verið furðu lítill gaumur gefinn —
hlutfallslega langtum minni á síðari árum, en
öðrum greinum rannsókna.
Ráðunautastörf á þessu sviði hófust snemma
á vegum Fiskifélagsins, eða á stríðsárunum
fyrri og hefur verið haldið áfram allar götur
fram á þennan dag. Þessi þáttur rannsókna-
og þjónustustarfsemi hefur hinsvegar staðið
í stað hvað snertir fjárframlög og aðstöðu
alla, þrátt fyrir síauknar þarfir útgerðarinn-
ar fyrir þessa þjónustu. Þetta þýðir raun-
verulega að treyst hefur verið um of á er-
lendar tækniframfarir og erlendar rannsóknir.
Hefur það valdið margvíslegum vandkvæðum,
þar sem ekki hefur nægilega verið tekið tillit
til íslenzkra staðhátta og sérþarfa íslenzkrar
útgerðar og einnig hefur þetta tafið fyrir
þróun íslenzks iðnaðar, bæði á sviði skipasmíða,
tækja ýmiskonar, veiðarfæra o. fl. Ég hef
samt vonir um, að þetta standi til bóta og að
64 — Æ GIR