Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1974, Page 9

Ægir - 01.03.1974, Page 9
takast megi að efla þær tækniathuganir og þjónustu, sem hér um ræðir. Eins og fyrr segir, má halda því fram, að skipatæknileg rannsóknastörf séu hér á frum- stigi. Það sem byrja þarf á samkvæmt mati okkar hjá Fiskifélaginu er í stuttu máli at- hugun á veiðitækinu sjálfu, þ. e. skipinu, með öllum búnaði —• stærðarflokkun, sjóhæfni, stjórnhæfni, sóknar- og veiðihæfni. Til þess að mynd verði á þessu, þarf að stórauka upplýsingasöfnun og úrvinnslu um skipin, stærð, og útbúnað allan. Framkvæma þarf prófanir tækja, áður en mælt er með þeim til almennrar notkunar í fiskiskipum. Rann- saka þarf hæfni skipsins á siglingu og veiðum. Athuga þarf nánar ýmsan útbúnað í lest, m. a. með hliðsjón af geymslu og gæðum hráefnis- ins, svo og aðferðir við lestun og losun. At- huga þarf ýmsa þætti í sambandi við viðhald tækja og skipa, t. d. tæringu og varnir gegn henni og taka upp fyrirbyggjandi viðgerðir og viðhald. Hér þarf að koma til samvinna ýmissa sér- fræðinga og stofnana, svo og náin tengsl og uPPlýsingaskipti tæknimanna og útgerðar- og skipst j órnarmanna. Rannsóknir í þágu fiskiðnaðarins. Eg vil þá að lokum nefna rannsóknir í þágu fiskiðnaðarins og í framhaldi af þeim þróun nýrra afurða (product development) og kynn- ingu á þeim og markaðsathuganir. Vísindalegar fiskiðnrannsóknir hófust hér á landi skömmu eftir 1930, er dr. Þórður Þor- bjarnarson réðst til Fiskifélagsins. Þær hafa vaxið að viðgangi, þótt sjálfsagt megi halda því fram með rétti, að betur hefði mátt gera, nf meira fjármagn og aðstaða hefði fyrr verið íyrir hendi. Á þeim 40 árum, sem liðin eru, má segja að bylting hafi orðið í fiskiðnaði okkar. Fjölbreytni afurðanna hefur aukizt, nýir niarkaðir unnir. Kröfur kaupenda hafa og vaxið og þar af leiðandi þarfir framleiðenda fyrir auknar rannsóknir, enda er samkeppnin hörð á þeim mörkuðum, sem við seljum á. Með þessum auknu þörfum fiskiðnaðarins, ehki sízt þegar hafðar eru í huga þær breyt- mgar, sem hljóta að gerast á framleiðslu- og naarkaðsmálum okkar, þegar áhrif viðskipta- sambands okkar við hið stækkaða EBE fara að koma í ljós, geri ég ráð fyrir að ýmsar breytingar þurfi að gera á skipulagi rann- sóknarmálefna fiskiðnaðarins. Raunar eru þýðingarmiklar breytingar þeg- ar að gerast, þar sem farið er að huga að því að koma upp rannsóknastofnunum víðsvegar um land. Hefur þegar myndarlega af stað verið farið í Vestmannaeyjum og stofnun fleiri slíkra stöðva er á prjónunum. Er þessi þróun e. t. v. vonum seinni, þar sem ógjörlegt var orðið að fullnægja hinum margbreytilegu kröfum fiskvinnslufyrirtækja víðsvegar um land í einni rannsóknastofnun. Þessari þróun þarf því að hraða. Annað skipulagsatriði þarf skjótlega að taka til athugunar og e. t. v. í sambandi við stofn- un rannsóknaraðstöðu víða um land, en það er hið stóra hlutfall beinnar þjónustu í mynd gæðaeftirlits, gæðamats og ýmissa prófana, sem nú fara fram á Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins og ég tel að skyggi á það hlutverk stofnunarinnar að sinna eiginlegum rann- sóknum. Umrædd þjónusta er vissulega nauðsynleg, en hún krefst ekki langtíma skólagöngu starfsmanna. Spumingin er, hvort ekki megi framkvæma hana í landshlutastofnunum, eða að fyrirtækin sjálf eða samtök þeirra taki hana að sér í samráði og samvinnu við lands- hlutastofnanirnar. Slíkt fyrirkomulag mundi létta miklu af Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins og gera henni þar með kleift að snúa sér að raunverulegum vísindalegum viðfangsefn- um í ríkari mæli en nú er. í þessu tilliti má og varpa fram þeirri spurningu, hvort eftirlit með því að ýmsum reglum um hreinlæti, gæða- flokka o. fl. samrýmist almennum rannsókna- störfum, faglegum leiðbeiningum o. fl. þess háttar. Rétt er að skjóta því hér inn, að þessar prófanir og þjónusta er töluvert tekjuatriði fyrir Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Þessi atriði o. fl. hafa að sjálfsögðu verið rædd hjá stjórn Rannsóknastofnunar fiskiðn- aðarins og ráðgjafanefnd. Þarfir fiskiðnaðarins fyrir vísindalegar rannsóknir skiptast að mínu mati einkum í tvennt. í fyrsta lagi eru það magnrannsóknir á hefðbundinn hátt, þ. e. athuganir á hrá- efninu og nýtingu þess frá fyrsta stigi eftir að fiskurinn er kominn um borð í veiðiskipið og þar til hann hefur farið í gegnum hin ýmsu vinnslustig. Þetta felur í sér efna-, eðlis- og gerlafræðilegar athuganir á fiski á ýmsum ÆGIR — 65

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.