Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1974, Qupperneq 11

Ægir - 01.03.1974, Qupperneq 11
áhní atvinnuveganna á stjórn stofnananna og stefnumótun, hljóta að haldast og vaxa. 1 því sambandi má einmitt nefna, að í stjóm Fiskifélagsins, sem sinnir málefnum sjávar- útvegsins, þ. m. taldar skipatæknilegar at- huganir, eru einmitt menn frá flestum grein- um sjávarútvegsins. Stjórna þeir þar með sjálfir mörgum flokkum málefna, sem sjávar- útveginum eru taldir nauðsynlegir. Þeim verkefnum, sem ég nefndi í erindi mínu og ég tel að taka þurfi fastari tökum í framtíðinni, þarf að fylgja ákveðin skiþulags- breyting hjá stofnunum. Þá skipulagsbreyt- ingu má að ýmsu leyti framkvæma með hlið- sjón af núgildandi lögum. Hinsvegar virðist reynslan sýna að þeim er í mörgu áfátt. Glögg- lega kemur í ljós, að sami lagaramminn hæfir ekki öllum flokkum rannsókna. Viðskiptalegri stjórnun stofnananna er víða áfátt, enda geng- ið út frá því, að framkvæmdastjóri, sem hafa verður háskólapróf í raunvísindum, sinni fyrst og fremst hinni vísindalegu hlið stjórnunar. Bein pólitísk íhlutun um daglegan rekstur og störf stofnananna hefur vaxið óeðlilega í skjóli gallaðra laga og hindrar oft á tíðum eðlilega faglega starfsemi. Þessa agnúa ásamt fleirum er nauðsynlegt að sníða af lögunum við fyrsta tækifæri. N/Ý FISKISKIP Sverdrupson ÍS 300 18. nóvember s.l. bættist 227 rúmlesta stálfiskiskip í flota Súgfirðinga. Skip þetta, Sverdrupson IS 300, var keypt notað frá Noregi og bar áður sarna nafn. Skipið er í eigu Út- gerðarfélagsins Freyju h.f. Súgandafirði. Skipið er byggt árið 1969 hjá Leirvík Sveis, Stord, Nor- °gi. og er í flokki Det Norske Veritas 1A1, Deep Sea Fish- ing, MV. Skipið hefur eitt þil- íar stafna á milli, en undir þilfari eru 5 vatnsþétt þil, sem skipta skipinu í eftirtalin rúm talið framan frá: stafnhylki (þurrgeymir); íbúðir og frystilest, en undir þeim rúm- urn eru botngeymar fyrir ferskvatn; fiskilest; vélarúm; ibúðir og skutgoymar aftast lyrir ferskvatn. Fremst í fiski- lc;st eru keðjukassar og í véla- rúmi eru 2 síðugeymar fyrir brennsluolíu. í skutgeymi er kassi fyrir stýrisvél. 1 fram- skipi eru tveir 2ja manna klef- ar> en í afturskipi tveir 2ja manna og tveir eins-manns klefar. Yfir þilfari er fremst lok- aður hvalbakur, en hvalbaks- þilfar nær aftur að framhlið fiskilúgu og myndar þannig pall yfir hluta aðalþilfars. Þilfarshús er að aftan og lok- aður gangur bakborðsmegin og aftan við þilfarshús, en stjórnborðsmegin er opinn gangur. í hvalbak eru tveir klefar, samtals fyrir 5 menn, snyrtiklefi og geymsla fyrir veiðibúnað o. fl. I þilfarshúsi er skipstjóraklefi, borðsalur, eldhús, matvælageymsla, snyrtiaðstaða og vélarreisn. Á bátaþilfari er stýrishús, kortaklefi og eins-manns klefi. Aðalvél skipsins er Wich- mann, gerð 6 ACAT, 900 hö. við 350 sn/mín., sem tengist gegnum kúplingu Wichmann skrúfubúnaði. Framan á aðal- vél er Hytek deiligír, sem við tengjast vökvadælur fyrir vindubúnað. Hjálparvélar eru tvær Ford, gerð 2704 F, 78 hö. við 1500 sn/mín. Hvor vél knýr Stam- ford rafal, gerð MC30 B, 63 KVA, 3x230 V, 50 rið. Á ann- arri hjálparvélinni er vara- Framhald á bls. 76. Stærð skipsins ..................... 227 brl. Mesta lengd ...................... 35.05 m. Lengd milli lóðlína ............. 31.00 m. Breidd (mótuð) .................... 7.47 m. Dýpt (mótuð) ...................... 3.96 m. Lestarrými (fiskilest) ............ 210 m3 Frystilest ......................... 45 m3 Brennsluolíugeymar ................. 40 m3 Ferskvatnsgeymar ................... 35 m3 ÆGIR 67

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.