Ægir - 01.03.1974, Side 14
Utgerð og
aflabrögð
LOÐNUVERTÍÐIN 1974.
í byrjun janúar hélt rannsóknarskipið Árni
Friðriksson í rannsóknar- og loðnuleitarleið-
angur austur fyrir land. Leiðangursstjóri var
Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur. Fljót-
lega urðu þeir varir við mikla loðnu norður
og austur af Langanesi.
Loðnugangan virtist heldur seinni á ferð en
á s.l. ári, því fóru skip almennt ekki af stað
fyrr en um miðjan janúar, en þó lögðu nokkur
skip af stað nokkru fyrr.
Hinn 17. jan. fékkst fyrsta loðnan á vertíð-
inni um 50 sml. austur af Dalatanga, en það
var mb. Súlan EA 300 frá Akureyri, er fékk
þar 326 tonn, er skipið landaði á Eskifirði.
Loðnan gekk hratt suður með landi og laug-
ardaginn 19. jan. var vitað um 13 skip, er
fengið höfðu afla samtals 4219 lestir.
Vikan 20. jan. — 26. jan.
Skipum fór nú ört fjölgandi á miðunum og
fyrri part vikunnar var aðalveiðisvæði flotans
í Reyðarfjarðardýpi og Berufjarðarál. Loðn-
an virtist ganga hratt vestur eftir og seinni
part vikunnar var loðnugangan komin vestur
fyrir Vestrahorn, sem þá var aðalveiðisvæðið
ásamt nokkru í Lónsdýpi. Laugardaginn 26.
jan. var bezti veiðidagur vikunnar, en þá
fengu 50 skip um 13.300 lestir 10—12 sml.
austur af Hrollaugseyjum. Vikuaflinn nam
samtals 47.158 lestum og þá var vitað um 62
skip, er fengið höfðu einhvern afla.
Vikan 27. jan. — 2. febr.
Fyrri part vikunnar var aðalveiðisvæði flot-
ans um Hrollaugseyjar og var mikil loðna á
svæðinu og seinni part vikunnar var fyrsta
loðnugangan komin vestur undir Ingólfshöfða.
Bátum fór ört fjölgandi á miðunum, bæði
nótabátum og flottrollsbátum. Aldrei fyrr
höfðu jafn margir bátar hug á að stunda
loðnuveiðar með flottrolli og á þessari vertíð.
M. a. var vitað um tvo togara, er gagngert var
breytt með það í huga að stunda loðnuveiðar,
en það voru togararnir bv. Sigurður RE 4, 987
brl. að stærð svo og togarinn Bylgjan RE 145
(ex Jón Þorláksson) 566 brl. að stærð.
Bezti veiðidagur vikunnar var 1. febr. en
þá fengu 62 skip samtals 16.990 lestir.
Vikuaflinn nam samtals 54.575 lestum og þá
var vitað um 93 skip. sem höfðu fengið afla á
móti 52 skipum á sama tíma í fyrra. Afla-
hæsta skipið í vikulokin var Guðmundur RE
29 með samtals 4.100 lestir.
Vikan 3. febr. — 9. febr.
Fyrri part vikunnar var aðalveiðisvæðið frá
Dyrhólaey og vestur fyrir Vestmannaeyjar. Þó
fengu mörg skip veiði austan Ingólfshöfða.
Miklir löndunarerfiðleikar voru víðast hvar
og lönduðu skip á flestum höfnum allt frá
Vopnafirði suður og vestur um til Bolunga-
víkur.
Seinnipart vikunnar var aðalveiðisvæðið á
svæðinu frá Grindavík og vestur og norðan
Reykjaness. Vitað var um eitt skip, er fékk
afla norðan Garðskaga.
Segja má að i vikunni hafi loðna veiðst á
öllu svæðinu frá Hrollaugseyjum til Faxaflóa.
Bezti veiðidagur vikunnar var 5. febr., en þá
fengu 73 skip samtals 17.500 lestir.
í vikunni gáfu 5 loðnubræðslur á SV-landi
út tilkynningu þess efnis, að hætt yrði allri
loðnumóttöku kl. 24 sunnudaginn 10. febr.
vegna yfirvofandi verkfalls þ. 19. febr. Allar
þessar verksmiðjur voru með fullar þrær af
loðnu.
Vikuaflinn var samtals 70.016 lestir og vitað
var um að 126 skip hefðu fengið afla. Afla-
hæsta skipið í vikulokin var mb. Börkur NK
70 — ÆGIR