Ægir - 15.08.1974, Page 10
liggjandi svæða er ekki heyrðu undir áður-
nefnd strandríki. Starfsemi RFS var að ýmsu
leyti nýstárleg svo rík áherzla sem lögð var
á hagnýtingu nýtízku tæknibúnaðar og að-
ferða. Ég var ráðinn til RFS sem „Acoustic
Expert“-sérfræðingur í bergmálstækjum —
og mér var fyrst og fremst gert að vinna að
þróun bættra tækniaðferða og sýna fram á
hvaða möguleikar væru fólgnir í notkun full-
komins tækjabúnaðar við fiskirannsóknir á
vegum FAO. Þegar ég kom um borð í norska
rannsóknarskipið, sem FAO leigði af Norð-
mönnum til rannsókna við vesturströnd Afr-
íku, höfðu magnrannsóknir staðið í nær tvö ár
með fremur litlum árangri og menn orðnir
vondaufir, sérstaklega með það, að takast
mætti að framkvæma beinar raunmælingar
á fiskmagni. Það reyndist mjög erfitt að
magntúlka upplýsingar tækjanna með þekkt-
um aðferðum (Bergensaðferðinni og amerísku
aðferðinni). Bergenska aðferðin var ekki snið-
in fyrir þessar aðstæður, sem þarna voru og
það lá ekki fyrir, hvernig ætti að nota þá
aðferð við mjög smáan fisk. Aðferðin hafði
verið þróuð við allt önnur skilyrði en voru
á þessum slóðum. Sama var að segja um
amerísku aðferðina. Þröskuldurinn, sem
þurfti að yfirstíga, var sá, að finna stuðul sem
leyfði það að breyta tölugildi tækjanna í raun-
hæft tölugildi til að ákveða svo eftir því
fiskmagnið á þessum svæðum.
Ég vil taka það fram að báðar ofangreindar
aðferðir eru góðar við þær aðstæður, sem þær
hafa þróazt við, en samkvæmt okkar reynslu
hjá FAO koma þær sjaldan að nægum not-
um á hinum ýmsu hafsvæðum og við breyttar
aðstæður og ekki heldur við magnmælingar
á smáfiski í fersku vatni. Það var því ekki
um annað að ræða fyrir okkur hjá FAO, en
reyna að finna upp nýja mælingaaðferð og
að þvi beindist mitt starf.
Persónulega var ég þeirrar skoðunar eftir
að hafa kynnt mér rækilega þau fræði og að-
ferðir sem fyrir lágu, að ýmsar þær stærðir,
sem niotaðar voru í magnákvörðunar„módel“
fyrir tækin væru skilgreindar á ófullnægjandi
hátt með tilliti til þeirrar nákvæmni, sem
við urðum að mínum dómi að gera til slíkra
magnmælinga eigi þær að teljast nægilega
áreiðanlegar. Áhugi minn beindist því fljót-
lega að „calibration" lausn er byggðist á til-
raunamælingum þannig útfærðum að hægt
væri að sniðganga fræðilegar flækjur og
,formúlera“ tækjastuðulinn með einfaldri
jöfnu er eingöngu fæli í sér stærðir með til-
tclulega vel þekktri nákvæmni. Lausnin, sem
ég fyrst hafði aðstæður til að prófa í Marm-
arahafinu var í raun og veru mjög einföld.
Hún er í því fólgin, að við bárum saman
þekkt fiskmagn við aflesninguna af tækjunum,
sem nefnast Analog Echo Intergrator, en er
nýtt og tiltölulega flókið rafeindatæki, sem
er einskonar samlagningarvél fyrir hljóð-
endurvörp og skilar svari sínu í formi línu-
rits. Aflesningin er svo með sérstökum hætti
tengd stærð og fjölda fiskanna er endur-
vörpunum valda.
Við útbjuggum okkur sérstakt fiskabúr,
aðallega úr tveimur stálhringum (þvermál
1,5 m) og fínu nælonneti. Þessu búri komum
við svo fyrir í miðju hljóðgeislans í um það
bil 5 metra dýpt frá botnstykkinu. Frá búr-
inú lá svo sveigjanleg plastpípa (þverm. 8
cm.) upp á skipsdekkið, þar sem hafður var
fisktankur en í honum höfðum við lifandi
fisk, sem veiddur var í nót. Ákveðnum fjölda
og stærð fiska var síðan rennt með sjó gegn-
um pípuna frá tanknum og niður í búrið,
þannig að í því var nákvæmlega þekkt fisk-
magn. Frumskilyrðið fyrir þessari tilrauna-
aðferð, er að fiskurinn dreifi sér nokkurn
veginn jafnt, innan rúmmáls búrsins. Dreif-
ingin var könnuð og staðfest með tíðum köf-
unum. 1 rauninni má segja að köfunarkunn-
átta mín frá köfuninni hér heima úti á mið-
unum hafi verið all-mikill þáttur í að leysa
dæmið. Ég get nefnt sem dæmi um þetta,
að meðan stóðu yfir tilraunirnar í Túnis, þa
kafaði ég 50 sinnum niður til að fylgjast með
fiskinum og bera saman það, sem ég sá með
eigin augum við línurit tækjanna og það
reyndist mér mjög lærdómsríkt. Þetta var
sem sé bein mælingaaðferð. Það var ekki leng-
ur um neina óþekkta stærð að ræða, og auðvelt
var að reikna tækjastuðulinn eftir einfaldri
formúlu. Við jukum svo smám saman fisk-
magnið í búrinu og þéttum það einnig til að
vita hvernig tækin mældu torfur. Það var
einmitt mjög mikilvægt, þar sem uppi voru
kenningar um það, að mikið tapaðist af hljóð-
endurvörpum, ef fiskur væri í þéttum torfum,
og stuðullinn, sem fundinn væri fyrir dreifðan
fisk gilti því ekki fyrir torfufisk. Mér var
því mikið í mun að finna hvort stuðullinn
væri jafn breytilegur og menn héldu eða
„konstant“, eins og ég taldi mig hafa ríka
226 — Æ GIR