Ægir

Árgangur

Ægir - 15.08.1974, Blaðsíða 24

Ægir - 15.08.1974, Blaðsíða 24
Fisksjá: Simrad CB 2. Asdik: Simrad SK 3. Netsjá: Simrad FB 2 með EX sjálfrita og FI trál vakt. Örbylgjustöð: Nera. Veðurkortamóttakari: Taiyo TF-786. I klefa loftskeytamanns eru öll þau fjarskiptatæki, sem krafizt er í skipum yfir 500 brl. Tækin eru frá Nera. Skipstjóri á Guðsteini GK er Svavar Benediktsson og 1. vélstjóri er Ágúst Geirsson. Framkvæmdastjóri útgerðar- innar er Einar Sveinsson. Aðalvík KE 95 4. júní s. 1. kiom 5. og síðasti Spánartogarinn af minni gerð, Aðalvík KE 95, til landsins. Aðalvík KE er byggður hjá sömu skipasmíðastöð og Jón Vídalín ÁR, þ. e. Maritima de Axpe í Bilbao, og er smíða- númer 70. Skipið er eign Hrað- frystihúss Keflavíkur h.f. — Aðalvík KE og Jón Vídalín eru einu skuttogararnir af þessari gerð, sem byggðir eru hjá sömu skipasmíðastöð, en þrír fyrstu, Hólmanes SU, Ot- ur GK og Sigluvík SI, voru byggðir hver hjá sinni skipa- smíðastöðinni. Lýsing á Hólmanesi SU (6- tbl.) gildir einnig fyrir þetta skip og er allur véla- og tækja- búnaður samsvarandi að gerð. í Aðalvík KE 95 verður sett asdik- og netsjártæki frá Fur- uno, eins og fram kemur hér að framan. (Sjá Jón Vídalín)- Skipstjóri á Aðalvík KE er Markús Guðmundsson og 1- vélstjóri Andrés Ólafsson. —' Framkvæmdastjóri útgerðar- innar er Benedikt Jónsson. Forstíðumyndin er af Aðal- vik KE 95. Fiskvinnsluskólanum sagt upp Fiskvinnsluskólanum var sagt upp 6. júlí, en vegna sumarleyfa hefur dregist að skýra frá uppsögninni í Ægi. Útskrifaðir voru 23 fiskiðnaðarmenn og voru það að þessu sinni einungis karlmenn, en nokkrar stúlkur stunda þó nám í neðri bekkj- um skólans. Þetta eru fyrstu fiskiðnaðarmenn- irnir, sem skólinn útskrifar og flestir þeirra halda sennilega áfram námi og verða fisk- vinnslumeistarar, en það verða þeir að við- bættu ársnámi. Þeir geta þá enn haldið áfram í eitt ár og orðið fisktæknar. Alls voru nem- endur fiskvinnsluskólans 51 síðastliðinn vetur, eða réttara sagt síðastliðið ár, því að skólinn starfar í önnum, á víxl bóklegum og verkleg- um, sem skiptast niður á allt árið, (11 mánuði) og nemendur eru í raun og veru við nám öll árin, sem þeir eru í skólanum, þó að þeir sitji þar ekki alltaf á skólabekkjunum. Fiskvinnslu- skólinn tók til starfa haustið 1971 og var fyrst til húsa að Skúlagötu 4 í húsakynnum Rann- sóknastofnana sjávarútvegsins, en er nú í ný- legu húsnæði að Trönuhrauni 8, Hafnarfirði. Aðstaða til verklegrar kennslu er nú fenginn hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og hefur þá skipast vel til um húsnæðismál skólans. Fyrsta haustið hófu 30 nemendur námið og voru 23 þeirra að ljúka því, sem fyrr segir, og einn til viðbótar lýkur því í haust, en hann forfallaðist vegna veikinda. Skólastjóri, Sigurður B.. Har- aldsson, gat þess í skólaslitaræðu sinni, að náðst hefði samkomulag við Fiskmat ríkisins um starfsréttindi nemenda varðandi fiskmat, en það olli nokkrum deilum í fyrra, hvermg' þeim málum skyldi hagað. Meginatriði sam- komulagsins eru þau, að nemendum gefst kost- ur á að öðlast fiskmatsréttindi löggilt, eftir 6 mánaða samfellt starf við mat á fiski. Svo virðist af viðtölum við nemendur, sem útskrifuðust, að þá þurfi ekki að skorta at- vinnu við sitt hæfi, þó að enn séu starfsréttindi þeirra mjög óljós og enn vanti um þau 1 'ÓS- Það hlaut að verða þörf fyrir fólk með mennt- un fiskiðnaðarmanna til verkstjómar °S ýmissar vinnu í fiskvinnslunni, sem sérþjálf" að fólk þarf til. Nauðsynlegt er þó að vinda bráðan bug að því að ákveða starfsréttindi nemenda með lögum. Það örvar ekki aðsóknina að skólanum ef nemendur vita ekki hvaðn starfsréttindi námið veitir þeim. 240 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.