Ægir - 01.04.1975, Blaðsíða 7
Lél
EFNISYFIRLIT:
Hvað á að gera við
Þennan atvinnuveg? 97
Sjávarútvegurinn 1974
Tórnas Þorvaldsson:
kaitfiskframleiðslan 1974 98
Fiskverð:
Verð á loðnu 100
Verð á fiskbeinum
og slógi 104
Verð á rækju
og hörpudiski 112
Fiskispjall:
Ráðunautar
í sjávarútvegi 101
nýting bátaflotans 102
Vírateljari 103
Erlendar fréttir:
Ltflutningsverðmæti
°rskra sjávarafurða ’74 105
Vaxandi erfiðleikar
í fiskútflutningi
Pæreyinga 1975 105
Andstaða gegn selveiði
Norðmanna 106
erstakar lánveitingar
fiskframleiðenda
í Noregi 106
erfræðingar fjalla um
”ki'illið“ í Suðurhöfum 107
luttar sjávarafurðir
febr. 1975 0g 1974 108
Eög 0g reglugerðir:
e^ugerð um merkingu
þorskfiskneta 110
Ný fiskiskip:
----------Fróði SH 15 111
ÚTGEFANDI:
FISKIFÉLAG Islands
HOFN. INGÓLFSSTRÆTl
SlMI 10500
RITSTJÓRN:
N1AR ELlSSON (ábm.)
JÓNASBLÖNDAL
AUGLÝSINGAR:
GUÐMUNDUR
INGIMARSSON
UMBROT:
gísli ólafsson
PRENTUN:
(SAFOLD
ASKRIFTARVERÐ
1000 KR. PR. ARG.
u. KEMUR ÚT
nalfsmánaðarlega
RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS
68. ÁRG. 6. TBL. 1. APRÍL 1975
Hvað á að gera við þennan atvinnuveg?
Hann er alltaf á heljarþröminni
Þannig mælir maður við
mann í hvert sinn og íslenzkur
sjávarútvegur á í erfiðleikum
á verðþenslutímum. Það er
svo sem oft búið að skýra mál-
ið fyrir almenningi, en það
er eins og það komist ekki til
skila hjá mörgu fólki, að
sjávarútvegurinn sé útflutn-
ingsatvinnuvegur, sem er háð-
ur markaðsverði fyrir fram-
leiðslu sína og getur því ekki
velt kostnaðarhækkunum af
sér, eins og þær atvinnugrein-
ar sem selja á innlendum
mörkuðum. Hin hefðbundna
venja að leiðrétta ekki gengi
krónunnar fyrr en löngu
eftir að hún er raunverulega
fallin mæðir einnig þungt á
útflutningsatvinnuveginum.
Þá er að nefna það, að sjáv-
arútvegurinn er ekki aðeins
klemmdur af markaðsverði og
rangri skráningu krónunnar,
heldur á framleiðni hans sér
náttúrleg takmörk, og hann
getur því ekki mætt auknum
kostnaði með aukinni fram-
leiðni nema eftir því sem nátt-
úran skammtar honum og
það getur allt eins orðið
naumari skammtur og þegar
verst gegnir.
Þetta síðast nefnda gæti
verið röksemd gegn sjávarút-
vegi, ef svo vildi ekki til, að
aflabrögðin eru aldrei svo lé-
leg hér eða hafa ekki verið
um áratugi að framleiðnin í
íslenzkum sjávarútvegi sé ekki
tvöfalt til þrefalt meiri en
gerist með öðrum þjóðum
flestum. Við eigum engan at-
vinnuveg, sem getur státað af
slíku í samanburði við hlið-
stæðar atvinnugreinar erlend-
ar. En hin mikla framleiðni
týnist öll, vegna þess, hvem-
ig þjóðin leikur útveginn og
hugsar aldrei fyrr en um
seinan, að hann lendir í
klemmunni milli innlends
kostnaðar og erlends mark-
aðsverðs, þegar verðbólga
geisar innanlands og það væri
alveg sama um hvaða útflutn-
ingsatvinnuveg væri að ræða.
Hann hlyti alltaf að lenda í
erfiðleikum, þegar þjóðin býr
sér til pappírstekjur með
milliskriftum innanlands.
Þjóðin verður að fara að
skilja að útflutningsatvinnu-
vegur getur ekki komið með
kostnaðarreikninga sína til
kaupenda utanlands og sagt:
Framhald á bls. 112