Ægir - 01.04.1975, Blaðsíða 12
margt verið að, sem ungum og óreyndum
manni gengur illa að finna, en reyndur skip-
stjóri gæti hæglega strax fundið út, ef hann
færi á veiðar með skipinu.
Það má segja, það sama um vélstjórnina,
þó að ég hafi minni kunnugleika á því at-
riði. Það er áreiðanlega mikil nauðsyn að til
taks sé í landi reyndur vélstjóri, sem gæti
farið út með ungum mönnum, sem eiga í
einhverjum vandræðum í vélgæzlunni. Það er
ekki alltaf nóg, að það komi hlaupandi við-
gerðarmaður, þegar kiomið er að landi. Hann
rífur eitthvað í sundur, sem hann heldur að
geti verið bilað, finnur ekkert að og skipið
er sent aftur á veiðar, bilað sem áður. Það
er með þessa hluti, bæði vélbúnaðinn og veið-
arfærin eins og sjúkling, sem kemur til læknis,
að læknirinn þarf að fylgjast með honum náið
einhvern tíma áður en hann getur gert sér
Ijóst, hvað að sé.
Ég er þeirrar skoðunar, að það ætti að ráða
til starfa fyrir flotann fjóra menn, tvo skip-
stjóra og væri annar vanur togveiðimaður en
hinn nótaveiðimaður, og tvo vélstjóra, og
væru þeir einnig kunnugir hinum margvís-
lega vélbúnaði á hinum ýmsu gerðum flot-
ans.
Það eru allir, sem ég hef talað við sam-
mála um, að það sé nauðsynjamál að hafa til-
tæka ráðunauta fyrir fiskiflotann í starfi og
þeir sinntu ekki annarri þjónustu en þess-
ari. Þó gerist ekkert í málinu ár eftir ár. Það
eru nú að verða 10 ár. síðan ég skrifaði fyrstu
greinina um betta og vafalaust hafa margir
verið búnir að hafa orð á þessu á undan mér.
Léleg nýting bátaflotans
í einu af fyrstu fiskispjöllunum í haust
var fjallað um þau mannavandræði, sem lík-
lega myndu verða á bátaflotanum á vertíð-
inni. Það er nú komið á daginn að bau eru
mikil og meiri en menn höfðu gert ráð fyrir,
og tímabært er bað orðið að haga skólahaldi
í landinu með tilliti til vertíðarinnar.
Það er hald ýmsra, að það sé ekki yfir það
10% af bátaflotanum á vertíðinni fullmann-
aður. Ég veit ekki um áreiðanleik þeirrar
ágizkunar, en auglýsingar eftir sjómönnum
í utvarpi heyrum við daglega. Þetta er óskap-
leg nýting á góðum flota um hávertíðina.
Margir bátar komast alls ekki í róður fyrir
mannaleysi og margir geta ekki haft
fullan netafjölda vegna mannfæðar. Það
er nærri því sama, hvar borið er niður 1
sjávarþorpum. Allsstaðar vantar sjómenn á
bátana. Það mátti alltaf búast við þessu, eink-
um framan af vertíðinni meðan gæftir væru
stopulastar og aflavon minnst. Það er í sjálfu
sér skiljanlegt að menn séu tregir til að róa
í skammdeginu í tregfiski fyrir trygginguna
eina ef önnur atvinna er í boði. En hitt er erf-
itt að skilja að ekki skuli fást menn á góða
báta, þegar fer að vora og eftir er lunginn
úr vertíðinni.
Það koma hátt í 2 þús. manns á vinnu-
markaðinn árlega. Fiskimannastéttinn fær
ekki af þessum fjölda, nema sem rétt svarar
til endurnýjunar. Fjöldi fiskimanna er sa
sami eða svipaður frá ári til árs 4800—5000
manns og búinn að haldast sá fjöldi árum
saman og einu gilt hverjar breytingar hafa
orðið á flotanum. Hafi komið ný skip, hefur
bara orðið að leggja sem því svarar af eldri
skipum. Það voru 38 skip og bátar ónot-
aðir árið 1974, en 46 strikaðir út alveg sem
ónýtir, sem sé alls 84 skip tekin úr notkun
eða lágu ónotuð á einu ári og 61 árið á undan.
Að rúmlestatölu voru þau skip, sem lágu
ónotuð eða strikuð út rúmlega 16 þús. lestir,
eða nær því 20% af heildarrúmlestatölu fiski-
flotans.
En það er ekki öll sagan sögð msð þessum
tölum um skip, sem hefur verið lagt vegna
mannaleysis eða annarra útgerðarörðugleika
og skip, sem strikuð hafa verið alveg út,
heldur er mikill hluti flotans, sem taldist vera
við veiðar aðeins hálfnýttur eða ekki það
vegna mannaleysis og fjárskorts. í skrám eru
ekki önnur skip talin ónotuð en þau, sem
ekki hafa verið hreyfð allt árið. Skip er sem
sé samkv. opinberum skrám talið hafa verið
á veiðum, ef það hefur farið eitthvað, hversu
lítið sem er, á veiðar. Hin mikla vannýting
bátaflotans kemur því ekki fram í þeim töl-
um sem nefndar hafa verið hér að framan
um ónotuð iog ónýt skip þó að þær séu háar.
Miklu fleiri bátar hafa verið vannýttir og út-
hald þeirra stopult.
Nýting bátaflotans er sannarlega orðin
áhyggjuefni. Þetta er dýr og nýlegur floti-
Allir muna það sem gerðist á síldarárunum
uppúr 1960, þegar byggður var mikill síld'
veiðifloti á skömmum tíma með þeim afleið-
ingum að togaraflotinn og þorskveiðiflotinn
almennt nýttist ekki vegna mannaleysis og
102 — ÆGIR