Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1975, Blaðsíða 10

Ægir - 01.04.1975, Blaðsíða 10
tíma ríkti nokkur bjartsýni hjá þurrkendum um, að verð á þurrfiski mundi hækka í sam- ræmi við hækkanir á verði blautfisks. Sú von brást gjörsamlega. í samningum, sem gerðir voru við Portúgal í sept. 1974 fékkst reyndar lítil hækkun í dollurum fyrir besta þorskinn. Verð á Miramar hélst óbreytt frá árinu áður, en verð á Miradouro varð nú aðeins um 72% af verði Miramar, en hafði í mörg ár legið aðeins um 4—6% lægra í verði en Miramar. Láta mun nærri að þurrkaður þorskur skiptist hlutfallslega því sem næst sem hér segir: Betri þorskur (1, 2 og 3) .......... 10% Miramar ............................ 60% Miradouro .......................... 30% Þegar þessa er gætt er ljóst að meðalverð þurrkaðs þorsks hafði lækkað í dollurum frá því árið áður. Á öðrum mörkuðum var þróunin sízt hag- kvæmari og á það þó einkum við um ufsa, löngu og keilu, sem lækkuðu um allt að 20— 25% frá árinu áður, vegna mikils framboðs frá Noregi og fleiri löndum. Sú bjartsýni sem ríkt hafði um sölu þurr- fisks meðal verkenda í lok vertíðar 1974 var orðin að engu um það bil, sem framleiðslan fór að verða tilbúin til sölu og útflutnings- S. í. F. hefur lagt á það áherzlu við' salt- fiskframleiðendur að þeir kæmu sér upp vél- kælingu á saltfiskstöðvum sínum. Allmargar stöðvar tóku vélkæla í notkun á nýliðnu ári, en þó vantar enn mikið á að vel sé. í einmunatíð sem á s. 1. sumri, er algjör nauðsyn fyrir saltfiskframleiðendur að kæla stöðvar sínar til að tooma í veg fyrir rauða- myndun og fá betra gæðamat og í annan stað ættu framleiðendur ekki að þurfa að skoða hug sinn um kostnaðarhliðina, þar eð það er viðurkennd staðreynd, að stofnkostnaður vél- kælingar endurgreiðist í minni rýrnun. Því leggur S. í. F. enn mikla áherzlu á að allir framleiðendur komi upp vélkælingu og þeir sem þegar hafa hana setji hana af stað þegar í apríl því að mikilvægast er að hiti nái aldrei að verða meiri en +5°C í geymslum. FISKVERÐ Verð á loðnu Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á loðnu til bræðslu eftirgreind tímabil á loðnu- vertíð 1975: Frá 16. febrúar til 22. febrúar, hver kg .............................. 2.45 Frá 23. febrúar til 1. mars, hvert kg.............................. 2.10 Frá 2. mars til 8. mars, hvert kg ............................. 1.75 Frá 9. mars til 15. mars, hvert kg ............................. 1.65 Frá 16. mars til loka loðnuvertíðar, hvert kg ............................. 1.60 Verð á úrgangsloðnu frá frystihúsum skal vera 10% lægra en ofangreint verð. Auk framangreinds verðs greiði kaupendur kr. 0.10 fyrir hvert kg frá 16. febrúar til 8. mars í loðnuflutningasjóð. Eftir þann tíma er ekki greitt framlag í loðnuflutningasjóð. Verðið er miðað við loðnu komna á flutn- ingstæki við hlið veiðiskips eða löndunartseki í verksmiðju. Lágmarksverð hvers tímabils gildir um það loðnumagn, sem komið er í skipi að löndunar- bryggju fyrir kl. 24.00 síðasta dag hvers verðtímabils. Fulltrúum í Verðlagsráði er heimilt að segja verðinu upp frá og með 23. mars og hvenær sem er síðan, með viku fyrirvara. Reykjavík, 20. febrúar 1975. Verðlagsráð sjávarútvegsins- Framhald á bls. 104 100 — ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.