Ægir - 01.04.1975, Blaðsíða 11
FISKISPJALL
Háð
unautar
1 sjávarútvegi
Mikið er búið að ræða og rita um þörfina
a Því að fengnir séu til starfa í sjávarútvegi
n°kkrir menn, sem gætu verið fiskimönnum
°u útvegsmönnum til ráðuneytis, og hefðu
I ki önnur störf með höndum. Ráðunautar
andbúnaðarins eru margir og bændur eiga
a &ang að sérfróðum mönnum bæði í al-
Tiennum búrekstri og landbúnaðartækni.
I sjávarútVegi er að vísu mikið um sér-
r°ða menn að störfum hér og þar hjá fyrir-
®kjum, aðallega umboðum fiskileitartækja og
^ela, veiðarfæragerðum, vélsmiðjum, skipa-
Srmðastöðvum og svo ýmsum sérstofnunum
sJavarútvegsins. Svo sem Siglingamálastofn-
Uninni og Hafrannsóknastofnuninni. Þessir
^nn sinna náttúrlega fyrst og fremst verk-
num sinna stofnana og fyrirtækja en ann-
ast Gkki almenna ráðgefandi þjónustu.
Mér hef ég aðallega í huga veiðibúnað og
Veiðitækni og vélbúnað skipanna að því leyti,
sf1'ri hann lýtur að veiðunum, og síðast en
ekki
sizt fyrirkomulag á dekki hinna ýmsu
&enða fiskiflotans. Þörfin fyrir slíka ráðu-
nanta blasti átakanlega við á síldarárunum
e tir að kraftblökkin og astikkið kom til sög-
Unnar. Þá var það ekki óalgengt að menn,
einkum ungir skipstjórnarmenn, væru heilu
°|= .^úifu sumrin með eitthvað það í ólagi, sem
0 i Þvi að þeir náðu ekki síld. Hér gat verið
Uln _ margt að ræða. Astikkið, nótina, spilið,
nufuna eða hreinlega kunnáttuleysi skip-
s Jórans. Það var leitað til umboðsins með
Jskileitatækið, nótaverkstæðis með nótina og
eismiðju með spili og blökkina. Það fann
enginn neitt að og það var haldið áfram að
yna og sumrin enduðu oft í reiðuleysi. Ég
til dæmis eftir tveimur eða þremur
®mum um eyðilagða vertíð vegna þess að
spilin voru kraftminni en gert var ráð fyrir.
au voru gefin upp fyrir 12 tonn eða svo í
Pessum bátum, en það var bara á tóma
r°mmu, og þegar hún var orðin full eða síð-
i 1 snurpingunni, þá voru spilin orðin svo
kraftlítil í þessum bátum, að nótin náði ekki
að lokast fyllilega nógu snemma. Það fannst
aldrei neitt að spilunum, enda ekkert annað
að þeim, en þau voru of kraftlítil frá verk-
smiðjunum, þegar tromman var orðin full,
þó að sá kraftur, sem gefinn var upp virt-
ist eiga að vera nægur. Spil reynast misjöfn
í notkun eins og aðrar vélar, þó að þau séu
gefinn upp frá framleiðanda með sama
krafti. Það voru samskonar spil i fleiri
bátum, og þeir náðu síld. Þetta var því að
endingu talinn klaufaskapur úr skipstjór-
unum. Það fór enginn hlutlaus aðili út með
þeim að rannsaka, hvernig spilin ynnu í
snurpingunni og hvort þau í reynd, hvað sem
liði uppgefinni getu þeirra, væru of kraft-
lítil. Vanur síldarskipstjóri hefði hugsanlega
reynt að lengja hanafæturna eða breyta nót-
inni með einhverjum hætti til þess að hún
lokaðist fyrr og betur, eða hreinlega heimtað
léttari nót og viðráðanlegri, — eða nýtt spil.
Ég átti tal við reyndan loðnuskipstjóra um
daginn og hann var nýkominn í land frá að
hjálpa ungum manni, sem ekki náði loðnu,
hafði ekkert fengið, og var alveg að gefast
upp. Þessi skipstjóri hafði verið í fríi og sló
til að fara út með unga manninum. Mig minn-
ir, að það hafi þurft að bæta blýum á nótina,
eða eitthvað þess háttar, en það skiptir ekki
máli, annað en það, að þeir náðu loðnu strax
og eftir það bar ekki á að unga manninum
gengi verr en öðrum. Vertíðinni var sem sé
borgið vegna þess að hann hafði verið svo
heppinn að geta fengið þennan kunningja sinn
til að fara út með sér og leiðbeina sér. Annars
hefði þessi vertíð farið í vaskinn fyrir hinum
unga skipstjóra og skipshöfn hans, og borin
von hvort hann hefði fengið skip á næstunni.
Slíkar sögur eru margar og það er oft búið
að klifa á þessari nauðsyn að hafa tiltæka
reynda menn til að fara út með óreyndum
skipstjórum, sem ná ekki fiski. Því að það
er ekki bara á loðnu- eða síldveiðum, sem
þessar sögur gerast. Það er mikið um þetta
á togveiðunum. Þar koma upp fjölmörg
vandamál, sem óreyndum mönnum reynist
erfitt að leysa af sjálfsdáðum. Þar getur
ÆGIR — 101
/ltntsbél«i‘-''wíniu
á Jikureyri