Ægir - 01.06.1975, Page 10
um meira en helming frá áætluðu verði Verð-
lagsráðs sjávarútvegsins hinn 20. janúar 1974.
Til þess hefðu þurft miklu meiri verðhækkun
á loðnulýsinu en varð, sökum þess að lýsis-
nýtinging við vinnslu loðnunnar er að meðal-
tali um 5%, en mjölnýtingin um 15%.
Þegar komið var fram yfir áramótin 1974/
1975 reyndist ekki lengur unnt að selja loðnu-
lýsi með fyrirvara um veiði og verðið á lýs-
inu fór ört lækkandi. Einnig lækkaði verðið á
jurtafeiti óðfluga.
Helzti kaupandinn að lýsi frá íslandi í um
það bil aldarfjórðung, G.S. Kievit B.V. í Rott-
erdam, lenti í greiðsluörðugleikum vegna hins
gífurlega verðfalls, sem varð á hverskonar
lýsi og jurtáfeiti, en hann átti mjög mikið
magn af þessum vörum óselt. Keyrði um þver-
bak, hvað lýsi snerti, 11. apríl s.l., þegar fyrir-
tæki hans leitaði til yfirvalda í Rotterdam og
bað um gjaldfrest á skuldum. Hafa yfirvöldin
þar auglýst innköllun á skuldum firmans.
Þegar það hefur verið gert og eignir kannað-
ar, greiða kröfuhafar atkvæði um, hvort veita
skuli greiðslufrest. Tekur þessi könnun tals-
verðan tíma.
Kievit keypti mjög mikið af síldarlýsi frá
íslandi á síldarárunum, en þá varð framleiðsla
síldarlýsis mest árið 1966, um 120.000 tonn.
Hann hefur einnig keypt hvallýsi og síðustu
árin hefur hann verið aðalkaupandi loðnulýsis-
Hafa viðskipti hans við íslendinga reynzt vel
þar til í ár, að verðfall lýsisins og jurtafeit-
innar hafa valdið því, að honum hefur ekki
reynzt unnt að standa við kaupsamninga nema
að nokkru leyti, og er það alvarlegt áfall fyrir
suma íslenzka framleiðendur.
Hefur lýsi frá Perú, Japan og fleiri löndum
nú verið selt í Rotterdam á $300.00 tonnið cif
og virðist enn vera lækkandi.
Reykjavík, 28. apríl 1975.
Sveinn Benediktsson:
Söluhorfur á fiskmjöli og lýsi enn ískyggilegar
Úr dreifibréfi FlF nr. 5/1975 5. júní 1975
Olíukreppan, sem kornst í algleyming, er
styrjöld braust enn einu sinni út milli Araba-
ríkjanna og Ísraelsríkis haustið 1973, hefur
svo sem alkunnugt er leitt til orkuskorts, vax-
andi dýrtíðar og verðbólgu um allan heim.
Landbúnaður flestra þjóða hefur orðið fyr-
ir þungum búsifjum af þessum sökum. Mjög
hefur dregið úr eftirspurn á jurtafeiti, öðru
feitmeti og mjöli úr jurtaríkinu. Verð á lýsi
haldur áfram að lækka, svo og á fiskmjöli.
I upplýsingum frá Noregi 29. maí s.l., sem
fara hér á eftir í lauslegri þýðingu, segir:
„Lítið er að frétta af mörkuðum fyrir
eggjahvítu (protein) sem stendur. Framboð
er ekki mikið og kaupendur halda að sér hönd-
um. Öllum upplýsingum ber saman um, að
yfirfljótanlegar birgðir af proteini muni
verða fyrir hendi á næstu mánuðum og marg-
ir kaupendur virðast óttast frekara verðfall.
Þeir vitna til hinnar góðu uppskeru í Brasilíu,
sem kunni að leiða til lækkunar á verðinu fyrr
en varir. Þá benda þeir á hinar góðu horfur
um uppskeru sojabauna í Bandaríkjunum á
þessu ári, einnig vitna þeir til góðs afla hjá
Perúmönnum og horfa á vaxandi framboði
fiskmjöls frá þeim.
Hið eina sem gæti vegið á móti þessum
atriðum er, að neysla á fóðurvörum er áfWr
farin að vaxa. Virðast vera nokkur merki þesS
að svo sé, en þó hefur ekki tekist að
gagna til endanlegrar staðfestingar á því.
Að því er virðist hefur Perúmönnum aðeins
tekist að selja brot af því, sem þeir munu
hafa óskað að selja til Austur-Evrópulanda-
Meginhlutann virðast þeir hafa selt per t°nn
á US$ 235 cost and freight Rotterdam/Hana
borg (US$ 3,61 pr. proteineiningu) með a
skipun í júní—desember 1975. LausafréH1
herma að síðasta sala þeirra hafi verið á H
220 c and f eða US$ 3,38 pr. proteineining^;
Perúmenn reyna að finna markaði ym ^
fyrir fiskmjölsframleiðslu sína. Vestur-Þý/k
land hefur verið mesti markaður fyrir ry
mjöl, en þar er verðið til fyrirstöðu. V.-Þí0 ^
verjar hafa látið í ljós áhuga á kaupum
miklu magni á verði nálægt US$ 205 ^
tonnið c and f, Hamborg, sem svarar til
Framhald á bls.
168 — Æ GIR