Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1975, Page 20

Ægir - 01.06.1975, Page 20
ar að reynast óstöðugra og óhagstæðara en ráð var fyrir gert og söluhorfur hafa versnað í maí. Meðalverð á stórfiski er líklega um 8.3% lægra en í fyrra og um 20% lægra á smáfiski. Um 25% af framleiðslu okkar á blautverkuð- um saltfiski var selt til Spánar á síðastliðnu ári eða um 8000 lestir. Við höfum aflað okk- ur sölusamninga við Spánverja nú uppá 6000 lestir, en innflutningurinn er háður leyfi stjórnvalda. Spánverjar hafa nú gripið til þess ráðs að lækka sinn eigin saltfisk um 15 pes- eta pr. kg, sem gerir samkeppnisaðstöðu inn- flutts saltfisks verri auk þess, sem þeir hafa hækkað innflutningstoll úr 1.5% í fyrra í 7% nú og auk þessa tekið upp innflutningsgjald, sem nemur 5 pesetum á kg. Þetta allt til sam- ans, tollahækkun, innflutningsgjaldið og verð- lækkun á þeirra eigin framleiðslu gerir frek- ari saltfisksölu til Spánar fyrir viðunanlegt verð mjög tvísýna að sögn talsmanna S.Í.F. Nokkrum dögum eftir að forystumenn S.Í.F. héldu þennan fund með blaðamönnum, skelltu Spánverjar fyrirvaralaust á innflutningsbanni á saltfisk og hafði það ekki gerzt síðan 1968, eftir því sem Tömas Þorvaldsson sagði. Þeg- ar þessi óvænta fregn barst (15. maí) var 1400 lesta farmur á leiðinni til Spánar og ekki fyrir hendi innflutningsleyfi nema fyrir helm- ing þess magns. Hitt fer þá í fríhöfn á Spáni og bíður leyfis. Sá háttur hefur verið hafður á að sótt hefur verið um leyfi fyrir hverjum einstökum farmi og sama hátt átti að hafa á nú. Af þessum sölusamningum uppá 6000 lestir var eftir að fá leyfi fyrir 4.500 lestum, þegar samið var. 1500 lesta leyfið dugði fyrir fyrstu sendingunni og hálfum þeim farmi sem að ofan getur. Á ferð sinni á OECD-fundinn nú seinast í maí ræddi Ólafur Jóhannesson viðskiptaráð- herra við fulltrúa Spánar um þessar óvæntu innflutningstakmarkanir log segir hann í blaðaviðtali við heimkomuna, að fulltrúinn hafi haft góð orð um, að þessum takmörkun- um yrði aflétt. Það er vonandi að svo verði, því að nóg er annað til að angra menn þessa dagana. Fiskverð... Framhald af bls. 171 eftirfarandi lágmarksverð á hörpudiski frá 1. júní til 31. ágúst 1975: Hörpudiskur í vinnsluhæfu ástandi, 7 cm á hæð og yfir, hvert kg, kr. 16.00. Verðið er miðað við, að seljendur skilí hörpudiski á flutningstæki við hlið veiðiskips. og skal hörpudiskurinn veginn á bílvog af lög' giltum vigtarmanni á vinnslustað og þess gætt, að sjór fylgi ekki með. Verðið miðast við gæða- og stærðarmat Fiskmats ríkisins og fari gæða- og stærðar- flokkun fram á vinnslustað. Reykjavík, 23. maí 1975. Verðlagsráð sjávarútvegsinS. Söluhorfur á fiskmjöli... Framhald af bls. 168 3,15 pr. proteineiningu, með tafarlausri af- skipun, en að þessu sinni hafa Perúmenn ekki viljað selja á þessu verði enn sem komið er. Fiskmjöl frá Afríku, sem geymt hefur ver- ið í fljótaprömmum í Hamborg, hefur nýlega verið selt á US$ 3,31 pr. proteineiningu til a^' hendingar strax. Proteininnihald er 64%. Norskt fiskmjöl er ekki boðið til sölu a sinni. Birgðir eru takmarkaðar vegna hins le- lega loðnuafla á síðustu vertíð (nam 485 þaa- tonnum á móti um 625 þús. tonnum í fyrra)- Kaupendur eru áhugalausir um kaup, nema þeir eigi völ á vildarkjörum. .. Norsildmel hefur selt nokkurt magn ^1 Bretlands til afskipunar strax á £ 1,67 (US-l’ 3,83) us$ Síðustu sölur héðan á loðnumjöli eru 3,50 fyrir einingu af eggjahvítu í tonni cif e tilsvarandi verð í sterlingspundum, með a hendingu í júní eða júlí. Eftir því sem næst verður komist, eru nú óseldar birgðir af ltoðnu mjöli innan við eitt þúsund tonn og einn1.^ hverfandi litlar óseldar birgðir af þorskmj0 og öðru fiskmjöli í landinu. _ Lýsisverð á erlendum mörkuðum er nu 1 ið niður í 270—280 dollara tonnið cif, en s' haust komst verðið upp í um 600 dollara ton , ið á þeim birgðum, sem fyrir hendi vom Rotterdam/Hamborg. . g Sjá nánar um verðlagið á loðnumjoli loðnulýsi í dreifibréfi FlF 29. apríl s.l-, 1 4/1975, sem birt er hér að framan. Reykjavík, 3. júní 1975. 178 — Æ GIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.