Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1975, Blaðsíða 8

Ægir - 01.07.1975, Blaðsíða 8
 þannig að uppskeran hefur gersamlega brugð- izt. Þó er ostrurækt víða með miklum blóma, og víst má telja, að ef ostrur væru ekki rækt- aðar, væru þær víða sjaldgæfar, þar sem þær eru nú algengar. Ostrur eru mjög viðkvæmar fyrir ofveiði, einkum vegna þess að þær lifa á grunnu vatni fastar við botn. Það er því einungis vegna mikillar aðgæzlu og ná- kvæmni, að unnt hefur verið að rækta jafn- mikið af ostru og raun ber vitni. Ostrum er venjulega skipt í tvo hópa, sem eru ólíkir í útliti. Annars vegar er ættin Ostrea, en til hennar heyrir O. edulis, sem er ein þekktasta og mest ræktaða ostrutegund- in í Evrópu. Þessi hópur hefur tvær flatar skeljar. Hins vegar er svo ættin Crassostrea, en hjá þeirri ætt eru skeljarnar mjög kúptar. Til þessarar ættar heyra mjög mikilvægar teg- undir hvað ræktun viðkemur. Má þar t. d. nefna amerísku ostruna (C. virginica) og japönsku ostruna (C. gigas), en japanska ostran hefur verið flutt til margra landa til ræktunar með góðum árangri. Hjá báðum ættunum klekjast frjóvguð egg út og verða að lirfum, sem synda um. Það tek- ur frjóvgað egg frá nokkrum klukkutímum upp í viku að klekjast út. Lirfurnar synda um í nokkra daga, en einmitt þá ferst venju- lega mikill hluti þeirra, einkum vegna þess að ýmsar dýrategundir éta þær. Þegar lirfurnar hafa synt um í nokkra daga, sökkva þær til botns og leita að hörðu undirlagi til að setj- Frá eyjunni Hitra,. Lax tekinn úr búmnum til slátrunar. Þessi lax hefur náð 5—6 kg þunga að meðaltali. ast á. Ef lirfurnar setjast á leir eða sand, deyja þær venjulega. Ef lirfurnar hins vegar setjast á hart undirlag, festa þær sig þar á vinstri hlið með sérstöku efni, nokkurs konar ,,lími“, sem þær framleiða sjálfar. Ostrurnar ná fæðu sinni með því að dæla sjó gegnum tálknin, en auk þess að vera öndunarfæri eru þau nokkurs konar „síukerfi", og sía úr sjón- um þörunga og smádýr. Vaxtarhraði ostrunn- ar er því undir því kominn, hve mikinn sjo hún getur síað, og einnig hve auðugur sjórinn er af þörunga- og dýralífi. Það, hversu mik- inn sjó ostrurnar sía, ákvarðast af ástandi sjávar, hitastigi og seltu. Ostrumar hætta fæðucflun sinni og loka skeljum sínum, ef sjórinn mengast og óæskileg efni berast með fæðunni. Venjuleg markaðsstærð amerísku ostrunnar er um 9 cm. Þeirri stærð nær ostr- an á tveimur árum í heitum sjó, t. d. við Mexíkóflóa. í kaldari sjó, eins og t. d. við Chesapearflóa, tekur það ostruna lengri tíma að ná þessari stærð, eða um fimm ár. Á yngra æviskeiði ostrunnar vex hún mest þar sem selta sjávar er lítil, en eldri ostrur vaxa hins vegar betur við hátt seltumagn. Þessar stað- reyndir hafa leitt til tilrauna, þar sem ostrur á yngra æviskeiði eru fluttar á svæði, þar sem selta sjávar er mikil. Þannig hefur verið unnt að sýna fram á mun örari vöxt en ella. Mikil' vægur þáttur við ostrurækt er að safna lirí' um áður en þær setjast á botninn. Sérstökum lirfusöfnunarútbúnaði er komið fyrir í sjon- um, sem lirfumar setjast á. Þannig er hæg að safna miklu af lirfum. Nauðsynlegt er, a lirfunum sé safnað á réttum tíma, þ. e. a- s; þegar mikið er af ostrulirfum í sjónum, Þ^1 að annars setjast hrúðurkarlar og aðrar 1J verur á söfnunarútbúnaðinn. Ostrurnar eru síðan ræktaðar í markaðs stærð með ýmsum aðferðum. Helztu aðíe^ irnar við ostrurækt eru hinar svoköllu fleka- og langlínuaðferðir. Einnig er til, a ostrulirfunum sé sáð á sjávarbotn. Minna nú um það en áður að sá ostru á sjávarbot11’ og stafar það aðallega af mengun, þ. e. a- óhreinindi falla niður á botninn og skemm . qX lífsskilyrði ostrunnar þar. Flekaaðferðm mikið notuð, einkum í Japan. Þar er °strU, lirfunum dreift á fleka, sem haldið er upP* a, flotholtum, og þar vaxa ostrurnar síðan fulla stærð. Langlínuaðferðin er einkum notlý á opnari svæðum. Ostrurnar eru ræktaðar línum eða köðlunum, sem hanga niður úr ti 200 — Æ G I R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.