Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.1975, Qupperneq 10

Ægir - 01.07.1975, Qupperneq 10
ingur, er einn af frumkvöðlum á þessu sviði. Honum tókst eftir margra ára tilraunir og rannsóknir að klekja út og ala í fulla stærð hrogn japönsku rækjunnar Penaeus japonicus, sem er ein eftirsóttasta rækjutegundin í Jap- an. Þetta var mjög erfitt og flókið verk, því eins og áður hefur komið fram, hefur rækjan mörg lirfustig, sem hvert um sig krefjast mis- munandi fóðurs og umhverfisaðstæðna til að geta þroskazt. Dr. Fujinaga kom á fót klak- og eldisstöðvum í Suður-Japan, þar sem alin var rækja, sem seld var fersk. Magnið, sem alið var, var ekki mikið, og fékkst mjög gott verð fyrir rækjuna. Dr. Fujinaga starfaði síðan víða um heim og aðstoðaði meðal annarra Frakka, Bandaríkjamenn, Thailendinga og Mexíkana við að koma á fót svipaðri starf- semi og í Japan. Meðan Dr. Fujinaga starfaði utan Japans, urðu litlar framfarir þar í landi á þessu sviði og Japanir glötuðu því frum- kvæði, sem þeir höfðu haft við eldi rækjunn- ar. Þótt mikið hafi verið reynt, bæði hjá Jap- önum og öðrum þjóðum, til að ala mikið af rækju til sölu á markað, hafa þær tilraunir enn ekki borið árangur. Aðalástæðurnar telja menn þessar: 1. Flestar þær tilraunir, sem gerðar hafa verið með eldi rækju, hafa farið fram á tempruðum svæðum. Hitastig sjávar á tempr- uðum svæðum virðist ekki vera nógu hátt til að tryggja eins öran vöxt og þarf til að eldis- starfsemin verði arðbær en vitað er, að hægt væri að ná mun örari vexti og betri árangri á heittempruðum svæðum. Ætla má, að svæði Flotbúr Fiskifélagsins í Höfnum. Búr þetta er um 120 m2 að flatarmáli og dýpt netpokans er um 2,50 m. eins og eyjarnar í Karabíahafi og Suður- Ameríku hentuðu mjög vel í þessu skyni, þar sem hitastig er mjög hátt allt árið. 2. Þessi eldisaðferð Japana útheimtir það, að hægt sé að ná í fullþroska hnognfullar rækjur til að ná í hrogn til klaks og eldis. Oft getur reynzt erfitt að ná í mikið af hrognfull- um rækjum, þannig að erfitt er að byggja stórfelldan eldisbúskap á duttlungum náttúr- unnar. Ef stofna á til stórfellds eldis, þar sem rækja er alin upp í stórum stíl, verður að vera unnt að tryggja nægjanlegt og stöðugt magn af hrognum. Slíkt verður ekki gert nema með því að hafa stofn til undaneldis, en margt bendir til þess, að það verði hægt innan tíðar, sérstaklega ef nægjanlegu fé verður varið til tilrauna og rannsókna. 3. Fóðurkostnaður við eldi rækju er mik- ill. Það er því mjög mikilvægt, ef rækjueldi á að verða framtíðargrein, að auknar tilraun- ir séu gerðar á sviði fóður- og næringarfræði, sem stuðli að því, að unnt verði að framleiða ódýrt og hentugt fóður. Það verður að teljast líklegt, einkum ef til- lit er tekið til hinna öru framfara, sem orðið hafa á síðustu árum, að unnt verði að leysa þessi líffræðilegu og næringarfræðilegn vandamál, þannig að rækjueldi verði arðbæt atvinnugrein í framtíðinni, sérstaklega þó a heittempruðum svæðum. Nú þegar starfa nokkur fyrirtæki í Suður-Ameríku og á eyj' unum í Karabíahafi við rækjueldi. Ef vel tekst til, má ætla, að þessi fyrirtæki nái góðum ár- angri innan fárra ára. Enn sem komið er, eV framleiðslan þó fremur lítil. Þá er ekki loku fyrir það skotið, að unnt verði að koma á íót stórfelldu rækjueldi á tempruðu svæðunum, einkum ef notað væri heitt kælivatn frá kjarn- orkuverum til að fá hæfilega hátt hitastig við eldið. Tilraunir hafa verið gerðar með eldi á ý013' um fleiri tegundum en hér hefur verið fjaHa um. Má þar á meðal nefna ferskvatnsrækjuna Macrobrachíum, en þó hefur enn ekki tekizt að gera eldið að arðbærri atvinnugrein. Bret' ar hafa einnig gert tilraunir með eldi nokk- urra rækjutegunda. Má þar á meðal nefna „Dublin rækjuna" Nephrops og djúpvatns' rækjuna Pandulus borealis. Ekki hefur þó enU tekizt að gera eldi þessara tegunda arðbær > en að áliti sérfræðinga er aðeins um tíma spursmál að ræða, hvenær það verður. 202 — Æ G I R

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.