Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1975, Qupperneq 7

Ægir - 01.08.1975, Qupperneq 7
EFNISYFIRLIT: RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 68. ÁRG. 13. TBL. 1. ÁGÚST 1975 Lokaskrefið 217 • Reglugerð um fiskveiði- landhelgi fslands 218 • Fi'éttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu 221 • ífa/- 0g fiskirannsóknir ólrnundur T. Einarsson: ý i'ækjumið í Axarfirði 222 • ^tgerð og aflabrögð 225 He>ldaraflinn 1. jan.-30. mars 1975 og 1974 229 Fiskaflinn í mars og lan.-mars 1975 og 1974 230 Fréttir í júlí 232 ^ txkjamarkaðnum: Simrad ST. Sonar 236 ÚTGEFANDI: FISKIFÉLAG íslands HÖFN. INGÓLFSSTRÆTI SÍMI 10500 RITSTJÓRN: MÁR ELÍSSON (ábm.) JÓNAS BLÖNDAL AUGLÝSINGAR; GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBROT: Gísu ólafsson PRENTUN: ÍSAFÓLD ÁSKRIFTARVERÐ 1000 KR. PR. ÁRG. KEMUR ÚT hálfsmánaðarlega Lokaskrefið Þann 15. október stígum við íslendingar það lokaskref til yfirráða yfir fiskislóðum okkar, sem ráð var fyrir gert í landgrunnslögunum 1948, en allar okkar aðgerðir í fisk- veiðilögsögumálunum hafa verið byggðar á þessum merku lögum. Þessi útfærsla nú er að því leyti ólík hinum fyrri, að hún miðast ekki síður við það sem verður heldur en það sem er í fiskveiðunum. Mönnum hefur lengi verið það ljóst, að stjórn á fisk- veiðunum við land okkar gæti ekki gagnazt okkur að fullu, nema við réðum yfir göngu- slóðum helztu nytjafiska okk- ar. Með þeim tækjum og skipakosti, sem þær útlendar þjóðir ráða yfir, sem sækja á íslenzk fiskimið, geta þær náð helztu nytjafiskum okkar á nálega hvaða dýpi, sem þeir kunna að finnst á og stemmt stigu fyrir göngum þeirra inn á fiskimiðin. Eftir að loðnuveiðar hófust hér og urðu snar þáttur í veiðunum, var einnig Ijóst að þann stofn urðum við að vernda, en uppeldisslóðir loðnu geta verið djúpt undan; sama er að segja um grálúðuna, sem útlendingar hafa undan- farin ár setið einir að og er nú sá stofn í verulegri hættu. Loks er að nefna það, og í því efni horfum við fyrst og fremst til framtíðarinnar, að á milli 50 og 200 sjóm. eru margir fiskstofnar, sem við munum nýta í fr.amtíðinni. Fiskifloti okkar er orðinn mjög öflugur og gerð hans fjölbreytt, en það hlýtur að krefjast fjölbreyttari veiða en tíðkazt hafa og við hljótum að fara að sækja í fleiri nýt- anlegar fisktegundir en við höfum gert til þessa. Hingað til höfum við ekki hafizt handa fyrr en í greini- legt óefni hefur verið komið með fiskstofnana. Okkur hef- ur því orðið heldur skamm- góður vermir að þeim, það hefur fljótlega sótt í sama horfið, án þess þó að lítið sé þar með gert úr árangri þeirra hverju sinni. Þessi hefðbundni hugsunar- háttur að miða alltaf við ríkjandi ástand, villir einstaka mönnum sýn nú, og þegar þeir tala um 200 sjóm. útfærsluna þá finnst þeim að við séum að færa út á „dauðan" sjó af því að við höfum lítið nýtt Framhald á bls. 235

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.