Ægir - 01.08.1975, Blaðsíða 12
Sólmundur T. Einarsson, fiskifræðingur:
HAF- OG FISKIRANNSÓKNIR
Ný rækjumið
í Axarfirði
í marsmánuði í ár urðu leiðangursmenn á
r/s Árna Friðrikssyni varir við rækju í Axar-
firði. Leiðangursstjóri var Hjálmar Vilhjálms-
son, fiskifræðingur.
Að þessum upplýsingum fengnum þótti brýnt
að kanna þetta svæði nánar og var ákveðið að
r/s Dröfn færi norður til rækjuleitar. Leið-
angursstjóri var höfundur þessarar greinar
og aðstoðarmaður Sigfús Jóhannession. Skip-
stjóri var Ingi Lárusson.
Komið var í Axarfjörðinn 9. apríl og S3-^
leit þar fljótlega mjög góðan árangur og
fékkst mikið magn af rækju. Tafla 1 sýnir
stað, stöðu, togtíma, dýpi, heildarafla, afla a
togtíma, fjölda rækju í kílógrömmum og sjáv-
arhita á togstöðvum þriggja leiðangra Haf-
222 — Æ GIR