Ægir - 01.08.1975, Side 22
FRÉTTIR í JÚLÍ
Humarveiðarnar
Það kom í ljós við veiðarnar, sem hófust
25. maí (Sjá frétt í 10. tbl.), að mikið af und-
irmálshumri var í Breiðamerkurdýpi og voru
veiöarnar þá bannaðar á meira dýpi en 100
föðmum á þeim slóðum.
Það er talið að hér sé um að ræða stóra ár-
ganga frá 1970 og 1971 og séu þeir á mörk-
um þess að vera undirmálshumar og fullvax-
inn humar. Þegar þessi ákvörðun um veiði-
bannið var tekin hafði smáhumar verið um
tíma um 50% af humarafla bátanna á þessu
svæði en var um líkt leyti í fyrra 23%. Hum-
arveiðum lauk 29. júlí en þá hafði verið veitt
aflahámarkið, 2000 lestir. Aflinn var rýr síð-
ustu dagana. í júnílok var humaraflinn orð-
inn 1312 lestir og því hafa ekki aflazt nema
700 lestir allan júlímánuð. Þessu ollu stirð-
ar gæftir að verulegu leyti.
Handfæraafli
Mikill ufsaafli á handfæri var í lok júní-
mánaðar á Eldeyjarhryggnum og var það
milliufsi aðallega og var þetta meiri afli en
undanfarin ár á þessu svæði. Þarna er þó oft
góður handfæraafli fyrri hluta sumars. Þýzk-
ir togarar sóttu inn á þetta svæði og voru
handfærabátum til óþurftar. Varðskip stugg-
uðu við þeim annað veifið. Síðar í mánuðin-
um héldu þýzku togararnir sig yfirleitt djúpt
undan.
Saltfiskstogarar Færeyinga
Færeyingar gerðu togara sína, Sjúrðaberg-
ið og Sundabergið, út á saltfisk í janúar og
veiddu þeir í vetur við Nýfundnaland og
lönduðu aflanum um mánaðamótin apríl/maí
í Portúgal. Afli beggja skipanna var um 1300
tonn af saltfiski eða 600—700 tonn á skip.
Samanlagt söluverð aflans var um 7.5 milljón-
ir d. kr. eða yfir 200 millj. ísl. kr. Það virðist
gefa Færeyingum góða raun að gera togara
sína út á saltfisk, a. m. k. gera þeir það ár
eftir ár.
Síldarlirognapollar við Garðskaga
Fyrri hluta júlímánaðar varð vart við mik'
ið af síldarhrognum úti af Garðskaga. AH'
mikið var um togbáta þá á þessum slóðun1
og sóttu þeir í ýsu, og fengu allgóðan afla-
Ýsan var full af síldarhrognum. Það er álh
fiskifræðinga að botnvarpa spilli eða eyði'
leggi síldarhrogn og hafa togveiðar áður ver-
ið bannaðar á fengsælum fiskislóðum af þelirl
sökum. Of seint þótti þó að banna togveiðar
á hrognaslóðunum úti af Garðskaga, þegar 1
ljós kom, hversu mikið var þarna um síldar-
hrogn. Dæmi voru um 70 þús. hrogn í ÝsU'
maga, en það svarar til hrygningar einnar
síldar.
Dæmið virðist þá standa þannig, að þar sem
botnvarpan eyðileggi hrogn, sé rétt að banna
veiðar með henni á hrognaslóðum, en á hinn
bóginn étur ýsan hrognin og þess vegna þyrí
að veiða hana sem mest, einmitt á þessun1
slóðum. Af fréttum að dæma virðast fis^1
fræðingar meira á móti botnvörpunni en }'s
unni sem skaðvaldi.
Áður en þetta kom á daginn hafði sjávai^
útvegsráðuneytið, samkv. tillögum Hafran11,
sóknastofnunarinnar, bannað togveiðar 11
10. júlí til 10. ágúst vegna hrogna innan V1
3 sjóm. við Krísuvíkurbergið og vestur fyr
Grindavík (21°57' v.l. að 22°32' v.l.).
Heilbrigði sjómannafjölskyldna __________
Vísindasjóður hefur veitt fjórum styri* ^
að rannsaka heilbrigðisástand sjómann ’
einkum fiskimanna, og fjölskyldna Þeirler
Þetta er sjálfsagt í góðri meiningu gert, °£
vonandi að það komi ekki í ljós að sjómenns
sé heilsuspillandi, til viðbótar öðru, sem fæ
menn frá því starfi.
Smár varð skammturinn
Sjávarútvegsráðuneytið auglýsti eftir u ,
sóknum um leyfi til þátttöku í veiðum á P g
um 6300 tonnum, sem íslendingum er æ ^
að veiða af síld í Norðursjó til áramóta-
232 — Æ GIR