Ægir - 15.09.1975, Blaðsíða 9
t^jár aldir. Og síðan risu upp stöðvar á Jan
^ayen og Bjarnarey. Þessar veiðar voru
stundaðar af Bretum, Þjóðverjum, Frökkum,
en þó sérstaklega Hollendingum og Norð-
Uiönnum.
I fyrstu var hvalurinn veiddur inni á fló-
unum við Svalbarða og spikið, sem fláð var
þeim var brætt í stórum koparkötlum þar
a ströndunum. Hin fjölmenna hollenzka
b®kistöð, Spikbærinn (Smeeringburg) til-
neyrir þessum tíma. Veiðar inni á flóunum
lögðust þó af upp úr 1635 og skipin byrjuðu
að veiða meðfram ísnum við Svalbarða og
Grænland og í Davissundi. Þá var spikið fláð
af hvalnum um borð og geymt þar til í land
,°m, að það var brætt. Það fór svo að draga
nr þessum veiðum, þarna við ísröndina eða í
lsnum upp úr 1840. Lokaþátturinn var sá, að
skozkir hvalfangarar, sem gengu bæði fyrir
S'Ufu og seglum voru þarna á veiðum og sótt-
Ust þá aðallega eftir hvalnum vegna bein-
anna, fremur en lýsinu, því að beinin voru
111 jög eftirsótt á þeim tíma og til dæmis notuð
Setn stengur í lífstykki kvenna. Sá síðasti
þessara hvalfangara kom heim fyrir fullt og
allt úr veiðiferð 1913.
Það er síðast að segja af sléttbaknum í
norðurhöfum, að leifarnar af honum voru
Velddar í Baringshafi og Okhotskhafi af
^andaríkj amönnum upp úr 1843 og þeir sóttu
sv° rösklega í þessar leifar, að tegundin
’ Gt’ænlandshvalurinn), mátti heita gjöreydd
Urn 1908.“
í'annig segir í alfræðibókinni um endalok
s áttbaksins í norðurhöfum.
. 1 Náttúrufræðingnum, XVI. árg. 1948 er
ytarleg grein um hvali og hvalveiðar eftir L.
, arrison Matthews og fara hér á eftir glefsur
Ur þeirri grein.
-Snemma á átjándu öld tók hvalveiðum í
u°rðurhöfum að hraka mjög, því að Græn-
andshvalurinn var þá orðinn sjaldséður, og
Pað var aðeins hið háa verð á skíðunum, sem
elt veiðunum uppi enn um skeið á sléttbak
en þegar konur hættu að ganga í krínólíni
agðust þær alveg af, en þær höfðu þurft mik-
af hvalbeini meðan þær reyrðu sig sem
atest fyrr á tímum.
Gandaríkjamenn voru og miklir hvalveiði-
^ enn á 18. öldinni og veiddu bæði sléttbak í
°rðurhöfum og búrhval í heitari sjó sunnar.
^ tyrri helmingi 19. aldar fóru miklir flotar
andarískra hvalveiðiskipa víða um höf og
síðari helming 19. aldarinnar urðu þeir leið-
angrar langir og harðsóttir, gátu varað í allt
að 5 árum. Þá var sótt bæði frá vestur- og aust-
urströndinni en einnig suður í höf eftir búr-
hval. í þessum löngu ferðum tóku Bandaríkja-
menn að bræða lýsið um borð í skipunum og
tóku síðan aðrir hvalveiðimenn það upp eftir
þeim. Til bræðslunnar voru notaðir uppmúr-
aðir katlar á þilfari skipanna og var kynnt
með úrgangsspiki, sem búið var að bræða lýs-
ið úr. Þrátt fyrir eldhættu, sem því hlaut að
vera samfara að bræða svo eldfimt efni um
borð í tréskipum, urðu þó engir óeðlilega
miklir skipsskaðar vegna eldsvoða."
Orsök þess, að menn veiddu búrhvalinn af
tannhvalategundinni og sléttbakinn af reyðar-
hvalategundinni var sú, að báðar þessar
skepnur flutu eftir að þær voru skutlaðar, en
seglskipamennirnir höfðu ekki spilkraft né
annan útbúnað til að halda hinum hvölunum
á floti.
Það varð því ekki fyrr en Norðmaðurinn
Svend Foyl fann upp tundurskutulinn, það er
skutull með sprengju í oddinum, sem spring-
ur í hvalnum, og lýst er hér síðar, og jafn-
framt að farið var að stunda veiðarnar á gufu-
skipum með nægjanlega öflugum spilum til
að hífa hvalinn á flot og síðan dæla í hann
lofti.
Þegar þessi aðferð var komin til sögunnar
fór að aukast hlutur Norðmanna í hvalveið-
unum og um langan aldur eða fram á okkar
daga hafa þeir verið leiðandi þjóð í hvalveið-
um. Eins og kunnugt er hófust veiðar þeirra
hér við ísland 1889, frá landstöðvum, þó að
tilraun muni hafa verið gerð fyrr frá land-
stöðvum hér (Hammersfélagið 1866).
Þar sem stofn reyðarhvalanna hafði ekkert
verið veiddur, var af nógu að taka um hríð.
Það gerði þær veiðar líka arðbærari að nú
var farið að herða lýsið í fasta feiti og eftir-
spum þá mikil til smjörlíkis- og sápugerðar.
Hvalveiðistöðvar risu þá upp víða um hedm,
bæði í suður- og norðurhöfum, til veiða á
reyðarhval. Áður en Svend Foyl fann upp
tundurskutulinn höfðu hollenzkir hvalfangar-
ar um 1600 fundið upp að skjóta skutlinum
úr framhlaðningum og 1731 var fundin upp
hvalabyssa, sem komst þó ekki í gagnið fyrr
en 1772 og enn áður en þetta var, þá reru
menn á smábátum að hvölunum og skutluðu
þá úr stafni bátanna og má lesa lýsingu af
því í Ferðabók Eggerts og Bjarna, sem hér
Æ GIR — 275