Ægir

Árgangur

Ægir - 15.09.1975, Blaðsíða 10

Ægir - 15.09.1975, Blaðsíða 10
verður birt frásögn úr, þegar sagt verður frá hvalveiðum okkar íslendinga. Um upphaf hvalveiðanna í suðurhöfum seg- ir Harrison í nefndri grein: „í lok 19. aldarinnar var mikill áhugi ríkj- andi fyrir rannsóknum á suðurheimsskauts- svæðinu, sem var síðasta stóra ókunna svæði jarðarinnar. Á árunum 1902—03 var Antar- tic, skip suðurheimsskautslandarannsókna- leiðangursins, undir stjórn C. A. Larsens. Hann var gamall hvalveiðiskipstjóri og gerði sér ljóst, hvílík gnótt hvala var á þessum slóðum, og hve margar eyjar í Suðuríshafinu höfðu ákjósanlega legu til hvalveiða. Eftir björgun Larsens og heimkomu (skip hans fórst) fékk hann fjárhagslegan stuðn- ing í Suður-Ameríku til þess að koma á fót leiðangri til hvalveiða. Árið 1904 reisti hann fyrstu hvalveiðistöðina í Suðuríshafinu við skjólgóða vík á eynni Suður-Georgíu. (Til Suður-Georgíu flutti Ellefsen síðar frá Ask- nesi í Mjóafirði eystra. Höf.). Hvalveiðamar á Suður-Georgíu gengu afburðavel og gaf út- gerðin 70% arð fyrsta árið og mátti þakka því það, að þá var nýfarið að herða lýsið í fasta feiti og eftirspum eftir lýsinu til smjör- líkis- og sápugerðar mikil. Streymdu menn úr öllum áttum til hins nýja gulllands og innan fárra ára voru risnar upp margar hvalveiði- stöðvar á Suður-Georgíu, auk nokkurra á Suður-Orkneyjum og Suður-Hjaltlandi. Næsta byggða ból við eyjar þessar eru Falklands- eyjar og eru þær brezk nýlenda." Oook, brezki landkönnuðurinn, hafði lagt eyna Suður-Georgíu undir brezku krúnuna 1775, en þegar umsvif tóku að aukast á þess- um Suðuríshafseyjum, slógu Bretar eign sinni á allar þessar eyjar í nánd við Falkland og helguðu sér þá um leið stóran geira af Suður- íshafinu. Með þessum aðgerðum fékk brezka stjórnin lögsögu yfir hvalveiðunum á þessum slóðum og hún gaf því út fyrirmæli um veið- arnar, sem miðuðu að því að koma í veg fyrír að eins tækist til og í norðurhöfum. „Með reglunum voru takmörk sett um fjölda hvalveiðistöðva og þann hvalafjölda, sem leyfilegt væri að drepa á hverri vertíð. Kröfur voru gerðar um sem fullkomnasta nýt' ingu aflans, bönn sett við drápi kálfa og kálf- fullra kúa og veiðitíminn takmarkaður. Reyndist auðvelt að fylgja reglunum fram, því að veiðarnar voru stundaðar frá verk- smiðjum í landi eða móðurskipum, sem sífellt þurftu að leita hafnar í óveðrum. Tekjur þær> sem leyfisgjöld, lóðaleigur og útflutnings- gjöld gáfu af sér, voru látnar renna í sjóð, sem verja skyldi til eflingar hvalveiðiiðn- greininni." En það reyndist ekki lengi hald í takmörk- unum, því að ný veiðitækni kom til sögunnar, þar sem voru hin stóru hvalveiðimóðurskip- Á árunum 1925 til 1935, þegar engin ný hval- veiðileyfi voru veitt á þessum slóðum, komu hvalveiðiþjóðir sér upp stórum flota fljótandi verksmiðjuskipa og þar með var eftirlit með hvalveiðunum miklu erfiðara en meðan ein- vörðungu var um landstöðvar að ræða. Þessi úthafsfloti var ekki bundin af ákveðnum svæðum né leyfum til veiða, heldur gátu el uppi hvalina, hvar sem þeirra var von. Þmr urðu líka svo stórfelldar næstu árin að lýslS' birgðir hrúguðust upp og það varð að ger^ hlé í ár á veiðunum af þeim sökum að lýsl varð óseljanlegt. Úthafshvalveiðiskipin eru fljótandi ver smiðjur yfir 20 þús. lestir að stærð mörg °% með mörg hundruð manna áhöfn. Vélbúnaður þeirra er af fullkomnustu gerð og veiðiafkös - in geta því orðið geysimikil, enda hefur farl á sömu lund í suðurhöfum og áður í norður höfum. Framhald ÞEIR FISKA SEM RÓA MEÐ VEIÐAFÆRIN FRÁ SKAGFJÖRÐ 276 — Æ GI R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.