Ægir - 01.05.1989, Blaðsíða 18
238
ÆGIR
5/89
Útflutningur sjávarafurða
Að magni til er árið 1988 þriðja mesta útflutningsár
sjávarafurða, en alls voru flutt út 695.543 tonn. Árið
1986 var flutt út meira magn af sjávarafurðum en
nokkru sinni fyrr eða alls 718.727 tonn, hefur ekki
áður verið flutt út jafn mikið af sjávarafurðum og á
árinu 1986. Á árinu 1987 voru hinsvegar flutt út
642.220 tonn þannig að útflutningsmagn hefur aukist
um 8%. Mestu munar um aukinn útflutning ísfisks og
gámafisks, en sá útflutningur jókst um 27%. Auk þess
jókst útflutningur á mjöli og lýsi um 19%. Hins vegar
dróst útflutningur frystra afurða saman um 11%.
Langt er frá því að verðmæti útflutningsins hafi vaxið
að sama skapi. Talið í dollurum og SDR varð sam-
dráttur. Alls nam útflutningsverðmætið 1.048 millj.
dollara, reiknað á meðalgengi ársins. Árið 1987 nam
virði 1.073.4 millj. dollara hvort tveggja miðað við
meðalgengi dollars. Tilsvarandi tölur um virði mælt í
SDR voru 781.6 millj. SDR árið 1988 og 830.0 rnilU-
SDR árið 1987. Rétt er að vekja athygli á, að þessun1
tölum um útflutning á ferskum fiski, sem byggðareru
á tölum Hagstofunnar um utanríkisviðskipti, berek'
saman við tölur Fiskifélagsins. Ástæðan er sú, að miS'
munandi áhersla er lögð á að skrá útflutninginn a
þann tíma, sem hann á sér raunverulega stað. í töIun1
Fiskifélagsins er þetta gert, en Hagstofan miðar vi
þann tíma sem öll plögg eru frágengin. Þannig flY
eitthvert magn á milli ára.
Eftirfarandi myndir sýna hvernig magn og v,r
útflutningsins, mælt í dollurum og SDR, hefur þróa^
undanfarin tíu ár. Einnig eru sýndar hlutfallsleg
breytingar á verðmæti útfluttra sjávarafurða frá 19' ,
Er annars vegar miðað við dollara, en hins vegarv
SDR.
Vísitölur útflutningsverðmætis
(100 - 1979)
200
1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988
Dollarar H SDR
1979
1980