Ægir - 01.03.1991, Page 8
116
ÆGIR
3/91
breytingum í framtíðinni á hinum
ýmsu leikreglum kerfisins.
Þeim mikla árangri ber að
fagna, sem náðist með þjóðarsátt
og markvissum aðgerðum stjórn-
valda gegn mesta óvini íslensku
þjóðarinnar, verðbólgunni.
Verum þess þó meðvituð að
mestu máli skiptu þau miklu verð-
mæti sem helstu botnfisktegundir
gáfu af sér og þess vegna þurfti
ekki að hrófla við gengisskráning-
unni.
Þótt vel hafi árað í flestum
greinum veiða og vinnslu er ekki
það sama að segja um loðnuna,
en afurðir loðnuvinnslunnar hafa
iðulega gefið af sér 10—17% af
útflutningsverðmætum sjávaraf-
urða. Sá mikli samdráttur í veiðum
seinustu tveggja ára ásamt sílækk-
andi verði á mjöli og lýsi hefur
leitt af sér að útgerð og vinnslu-
stöðvar eiga nú í óleysanlegum
erfiðleikum án verulegrar aðstoðar
og fyrirgreiðslu. Þegar horft er á
niðurstöður og tillögur Hafrann-
sóknastofnunar eru horfur ekki
bjartar næstu árin. Sérstaklega a
þetta við um þorskstofninn. Ver-
um þess minnug að lögsaga okkar
spannar stórt hafsvæði og þýðing-
armiklir fiskstofnar tengjast öðrum
hafsvæðum. Viðkoma og vaxtar-
skilyrði í sjónum eru sífellt að
breytast og það óvænta að gerast.
En höfum ævinlega að leiðarljósi,
ef við ætlum að halda brotgjörnu
fjöreggi þjóðarinnar sem heilustu,
að gæta fyllstu varkárni 1
umgengni og sókn á fiskimiðun-
um.
V-Þýskir hágæða rafmagnslyftarar, á frábæru verði.
STEINBOCK Qaffaiiyf^arar fyrjr fiskiðnaðinn
Góð varahlutaþjónusta
BOSS
Fjaðrandi ökumannssæti. Aflstyri
Opið útsýnis-
frílyftumastur.
DfíN Pétur 0 Nikulásson sf.
Wll Tryggvagötu 16. S 22650 og 20110 Reykjavík
Fullkomið Bosch
rafkerfi í lokuðu
hólfi.
Neyðarstopprofi
og stjórntæki við
höndina.
80V, 560 AH
rafgeymir.
Tvívirkur stýristjal
Færri slitfletir.
Mikill stöðugleiki.
Öflugir TITAN
rafmótorar.
Virk
vatnsvörn.
Kvoðufylltir
hjólbarðar.
1100 mm
gafflar.