Ægir - 01.03.1991, Blaðsíða 20
128
ÆGIR
3/91
Ágúst Einarsson:
FISKMARKAÐIR
og áhrif þeirra á fiskvinnslu
Fiskmarkaðir á íslandi hafa ekki
starfað lengi. Fyrstu markaðirnir
hófu starfsemi sína um mitt árið
1987 eða fyrir rúmum þremur
árum.
Á fiskmörkuðum mætast fram-
boð og eftirspurn á fiski á hverjum
degi og verð myndast á skjótan
hátt. Afhending á seldum fiski er
ábyrgst og allar greiðslur eru banka-
tryggðar. Þetta er einfalt kerfi.
Mjög víða í heiminum er þessi
sama aðferð notuð við að selja fisk
og fjölmargar aðrar vörur. Rökin
fyrir slíkri starfsemi eru að meiri
hagkvæmni næst með þessu versl-
unarformi en á annan hátt.
Fiskmarkaðir hafa tvíþættu hlut-
verki að gegna. Þeir eru kerfi verð-
myndunar, sem nýtist m.a. til út-
reiknings á hlut sjómanna og þeir
eru vettvangur þar sem fiskur skipt-
ir um eigendur. Þetta tvennt er
nátengt, en verðmyndunarhlutverk-
ið er mikilvægt í Ijósi sögunnar.
Verdlagsráð og skuttogarar
Uridanfarna þrjá áratugi hefur
Verðlagsráð sjávarútvegsins, sem
er samstarfsnefnd fiskkaupenda
þ.e. fiskvinnslustöðva, og fiskselj-
enda, sem eru útgerðarmenn og
sjómenn, ákveðið verð á fiski upp
úr sjó og þar með ákveðið tekju-
skiptingu í sjávarútvegi að veru-
legu leyti. Þannig hefur Verð-
lagsráð ákveðið stærstan hlut launa
sjómanna og kostnaðar vinnslu auk
tekna útgerðar.
Ákvörðun innan Verðlagsráðs er
oftast tekin fyrir atbeina yfirnefnd-
ar, en þá er fulltrúi ríkisvaldsins
oddamaður við fiskverðsákvörðun.
Þessi tengsl ríkisvalds við fisk-
verðsákvörðun á hverjum tíma
þýða að ákvörðun um fiskverð er í
reynd á ábyrgð ríkisstjórnar, oft
bundin samningum um gengismál,
loforðum um skuldbreytingar eða
yfirlýsingum um launakjör ann-
arra stétta.
Eftir 1972 þegar skuttogaratíma-
bilið hófst og íslendingar eignuð-
ust um 100 togara á 10 árum sem
gjörbreytti sókn í sjávarafla, þá
breyttust tengsl útgerðar og vinnslu.
Skipin og fiskvinnslan urðu að
miklu leyti í eigu sömu aðila og
uppbygging sjávarútvegs varð mjög
hröð víða um land.
Við þessar aðstæður var ekki
þörf á markaði til að kaupa eða
selja fisk. Skipin öfluðu fyrir sína
vinnslu og það eina sem þurfti að
ákveða var fiskverð, ekki aðallega
til að ákveða skiptingu tekna milli
útgerðar og fiskvinnslu, heldur til
að finna reikningsgrunn fyrir laun
sjómanna.
Sjómenn búa við hlutaskipta-
kerfi, sem þýðir að laun þeirra
ráðast af verðmæti þess afla sem
úr sjó er dreginn. Hlutaskiptakerf-
ið, sem er gamalt hérlendis, er
notað í ýmsum útfærslum víðast í
heiminum við ákvörðun á launum
sjómanna.
Þetta fyrirkomulag innan Verð-
lagsráðs sjávarútvegsins reyndist
vel árum saman.
Gámar, kvóti
og markaðsvitund
Gámaútflutningur fór að setja
mark sitt á hugsunarhátt í sjávarút-
vegi eftir 1985. íslendingar höfðu
að vísu selt í áratugi á uppboðs-
mörkuðum í Englandi og Þýska-
landi og þekktu það kerfi vel. Það
voru hins vegar eingöngu siglingar
fiskiskipa. Nútíma flutningatækm
gerði kleift að flytja minna magn i
einu með gámum. Þessi útflutn-
ingur dreifðist þá á miklu fleiri
aðila.
Flestar útgerðir kynntust upp'
boðskerfinu við gámaútflutning og
sáu að verð sveiflaðist upp og
niður eftir gæðum og framboði-
Það var mjög skemmtilegt og
spennandi að fylgjast með eigin
gámum í sölu erlendis auk þess
sem það skilaði góðum tekjum.
Þá vaknaði auðvitað áhugi hér-
lendis. Fyrst menn gátu verið þátt'
takendur á fiskmörkuðum erlend'
is, töldu ýmsir að einnig væri hæg1
að hafa þetta fyrirkomulag innan-
lands.
Árið 1984 var kvótakerfið sett á,
sem lokaði fyrir aðgang að veiðum
nema fyrir þá sem áttu fiskiskip,
en ýmsar vinnslustöðvar voru
háðar fiskkaupum af óskyldum
aðilum.
Jafnframt þessu jókst markaðs-
I vitund sjávarútvegsmanna. Orkan