Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1991, Blaðsíða 34

Ægir - 01.03.1991, Blaðsíða 34
142 ÆGIR 3/91 Jón Þ. Þór: Sókn breskra togara á íslandsmið 1919-1938 og áhrif hennar á fiskstofnana Á miHistríðsárunum líktust Islandsmið einna helst risastórum almenningi. Samkvæmt land- helgissamningi Dana og Breta frá 24. júní 1901 náði landhelgi íslands aðeins 3 sjómílur til hafs frá lægsta fjöruborði. Innan land- helginnar höfðu Færeyingar og Danir rétt til veiða, auk íslend- inga, en á rniðin utan landhelgi gátu allar þjóðir sótt, allan ársins hring, og veitt þar svo mikið sem þær vildu og gátu, í öll hugsanleg veiðarfæri. Fiskveiðiþjóðir Norðurálfu not- færðu sér miðin í ríkum mæli og ef skoðaðar eru aflaskýrslur Alþjóða- háfrannsóknaráðsins frá milli- stríðsárunum, kemur í Ijós, að þá stunduðu sjómenn frá öllum ríkjum, er land áttu að Norður-Atl- antshafi, veiðar hér við land, að írum einum undanskildum. Tvær útlendar þjóðir voru þó öðrum stórtækari, Bretar og Þjóðverjar. Bretar sendu hingað til veiða á ári hverju nokkuð á annað hundrað togara og var afli þeirra á tímabil- inu 1919-1938 aðeins litlu minni en íslendinga sjálfra.1 Á þessum árum nam botnfiskaflinn á íslands- miðum alls 9.619.254 smálestum. Þar af veiddu íslendingar u.þ.b. þriðjung, eða 3.794.904 smálest- ir, Bretar 3.090.239 smálestir, Þjóðverjar 1.618.240 og aðrar þjóðir samanlegt 1.115.871 smá- lest.2 Meðalársaflinn á tímabilinu var 480.962 smálestir. Markmiðið með þessari ritgerð er að kanna sókn breska togara- flotans á íslandsmið á millistríðs- árunum og áhrif hennar á fisk- stofnana. Ástæður þess að sérstak- lega verður t'jallað um breska veiðiflotann í þessu sambandi eru einkum tvær. í fyrsta lagi veiddu Bretar meira hér við land en aðrar erlendar þjóðir og í öðru lagi tóku þeir þegar árið 1924 að halda skýrslur um fjölda togtíma, en eins og nánar verður greint frá síðar gera þær skýrslur okkur kleift að reikna sóknina frá einu ári til ann- ars og meta jafnframt áhrif hennar á fiskstofnana. Aðrar þjóðir tóku ekki upp slíka skýrslugerð fyrr en löngu síðar, Þjóðverjar 1949, og íslendingar eftir 1950. Ritgerðinni er skipt í þrjá kafla. í hinum fyrsta verður fjallað um hugtakið sókn, aðferðir til að meta hana og síðan um sókn bresku togaranna á íslandsmið og áhrif hennar á fiskstofnana. í öðrum kafla verður fjallað um aflabrögð, þau skoðuð í Ijósi sóknarinnar og afli Breta af þrem mikilvægustu tegundunum, þorski, ýsu og kola, borinn saman við afla annarra þjóða. í þriðja og síðasta kafla verða svo ræddar þær niðurstöð- ur, sem draga má af þeim þáttum, sem ræddir eru í hinum tveim fyrri. Ýmsar aðferðir hafa í tímans rás verið notaðar til að mæla sókn í fiskstofna. Hinar elstu og einföld- ustu voru í því fólgnar að telja þau skip, sem veiðar stunduðu á ákveðnum svæðum á tilteknum tíma, og halda skýrslur um afla, sem landað var af þeim miðum- Nú á döguni eru þessar aðferðir taldar ófullnægjandi, enda gefa þær í besta falli vísbendingu um sóknina, en segja lítið um árangur hennar og enn minna um áhrifin á fiskstofnana. Nú á dögum notast fiskifræð- ingar mest við svonefnda V.P. — greiningu til að mæla áhrif sóknar, en hún er í því fólgin að fylgst er með aldursskiptingu í viðkomandi fiskstofni frá einu ári til annars og afdrifum hvers árgangs frá þv veiðar úr honum hefjast og þar til hann hverfur úr veiðinni. Þannig er hægt að greina dánartölu at völdum veiðanna og sé náttúruleg dánartala þekkt, má reikna ut heildardánartöluna. Síðan er hægt að finna stofnstærðina með lík- ingu, sem segir að fjöldi veiddra fiska standi í réttu hlutfalli við fjölda fiska í stofninum í upphafi árs og fiskveiðidánartöluna (þ-e- sóknina) á sama ári.3 V.P.-greiningin mun vera na- kvæmust þeirra aðferða, sem not- ,aðar hafa verið til að mæla áhrit sóknar á fiskstofna og hún hefur þann stóra kost, umfram eldn aðferðir, að hana má nota þótt um sé að ræða margar og ólíkar veiði- aðferðir. Aðferðinni verður hins vegar ekki beitt til að mæla sókn- ina á millistríðsárunum þar sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.