Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1991, Page 10

Ægir - 01.03.1991, Page 10
118 ÆGIR 3/91 Afkoma útgerðar 1990 Sveinn Hjörtur Hjartarson: Afkoma útgerðar Afkoma útgerðar árið 1990 var almennt góð ef frá er talinn loðnu- flotinn vegna umtalsverðs sam- dráttar í aflaheimildum og afl- abresti á haustvertíð 1990. Þannig var áætlað að hagnaður útgerðar miðað við rekstrarskilyrði í októ- ber 1990 væri um 5% eða um 1760 millj. kr. Af þessum hagnaði eiga frystitogarar helminginn. Mynd 1 sýnir myndrænt hvernig afkoma botnfiskveiða og -vinnslu hefur sveiflast milli áranna 1980 og 1990. Flest árin hefur afkoman verið neikvæð. En síðari hluti ára- tugarins hefur verið til muna hag- stæðari en fyrri hluti hans. Bætta afkomu flotans má fyrst og fremst rekja til hærra aflaverð- mætis. Fiskverð hefur almennt hækkað á árinu. Þó er það ekki algilt, þar sem verð á rækju, sem er pilluð hefur lækkað mikið og verð á lýsi og mjöli hefur verið lágt. Mynd 2 gefur yfirlit um verð- þróun á sjávarafurðum í SDR frá 1984 og fram á seinni hluta ársins 1990 og gefur góða mynd af þróun afurðaverðsins umrætt tímabil. Ákvörðun fiskverðs í tengslum við fiskverð í árs- byrjun 1990 var stofnsett s.k. Afla- miðlun, en í stjórn Aflamiðlunat eiga fulltrúar helstu hagsmuna- aðila í sjávarútvegi sæti. Hlutverk Aflamiðlunar er að greiða fyrir fiskviðskiptum innanlands og hafa eftirlit með og aðlaga útflutning á Mynd 7. Heimild: Þjóðhagsstofnun.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.