Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1991, Side 18

Ægir - 01.03.1991, Side 18
126 ÆGIR 3/91 og lýsi. Var loðnumjöl selt á rúma $590 tonnið og lýsið var að skríða yfir $300. Hafa verður þó í huga að meðalgengi dollarans hafði fallið úr rétt rúmum 60 krónum í tæpar 55 krónur á tímabilinu. Niðurlag Fiskmjöl og lýsi eru hráefni í frekari framleiðslu og þá helst til fóðurgerðar. Sem slík keppa þau á heimsmarkaði við afurðir úr jurta- ríkinu t.d. soja- og pálmajurtanna. Niðurgreiddar afurðir repjujurtar- innar til mjölframleiðslu í Efna- hagsbandalagsríkjunum gera t.d. fiskmjöli erfitt um vik í verðsam- keppni. Til að losa okkar fram- leiðslu frá tengingu við afurðir jurtaríkisins, sem heldur verði þeirra gjarnan niðri, verðum við að framleiða fyrir markaði þar sem jurtaframleiðslan nýtist ekki. Slíkir markaðir eru t.d. í fiskafóðri. Verðfall eldisfiska hefur hægt á uppgangi þess iðnaðar. Slíkt bitnar aftur á okkur og gerir endur- nýjun verksmiðja, til að mæta auknum kröfum, fjárhagslega ill- réttlætanlega. Ástæðulaust er þó að örvænta því miklar væntingar eru bundnar við eldi ýmissa sjáv- ardýra og þar mun fiskmjölsiðnað- urinn leika verulegt hlutverk í framtíðinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags íslenskra fiskmjölsframleið- enda. YEIST ÞU Að krafan í dag er að allar vogir og mælitæki sem notuð eru við viðskipti skulu vera löggilt? Er vogin þín löggilt? Er mælirinn þinn löggiltur? Gættu að því! LÖGGILDINGARSTOFAN The lcelandic Bureau of Legal Metrology SÍÐUMÚLA 13 - PÓSTHÓLF 8114 - ÍS-128 REYKJAVÍK SÍMI 91-681122

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.