Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1991, Qupperneq 22

Ægir - 01.03.1991, Qupperneq 22
130 ÆGIR 3/91 skipt þannig, að svæðið frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og Suðurnesja auk Þorlákshafnar er kallað Suðvesturland. Þessir staðir eru allir á sama markaðssvæði og innan við klukkutíma akstur hver frá öðrum. Öðrum svæðum er skipt í Vest- urland, Vestfirði, Norðurland, Austurland, Vestmannaeyjar og erlendis, en erlendis er sá afli sem fluttur er út ferskur í skipum. Tafla 2 sýnir skiptingu botnfisk- afla 1990 á einstök landsvæði. Landadur botnfiskafli í þús. tonna 1990 þús. tonn % Suðvesturland 190 30 Vesturland 62 10 Vestfirðir 76 12 Norðurland 123 20 Austurland 73 12 Vestmannaeyjar 60 10 Erlendis (með skipum) 38 622 6 100 Tafla 2: Landshlutaskipting botnfisk- afia 1 990. Það kemur vafalaust ýmsum á óvart að langstærstum hluta botnfiskafla íslendinga eða 30% er landað í nágrenni Reykjavíkur. Næst Suðvesturlandi kemur Norðurland með 20% botnfiskafl- ans. Aðrir landshlutar eru með 12% (Vestfirðir og Austurland) eða 10% (Vesturland og Vestmanna- eyjar). Þetta gerði fiskmörkuðum kleift að hasla sér völl einmitt á Suðvest- urlandi, þar sem nægjanlegt fram- boð og eftirspurn var til staðar. Markaðirnir eru allir hlutafélög með dreifða eignaraðild og starfa samkvæmt sérstökum lögum og reglugerðum. Selt magn og söluverðmæti á mörkuðum Tafla 3 sýnir selt magn og verð- mæti frá 1988, sem var fyrsta heila starfsár markaðanna, og eru verð- mætatölur á meðalverðlagi 1990, þannig að þær eru sambærilegar. Þannig hækkaði selt magn milli áranna 1988 og 1989 úr 52 þús. tonnum í 57 þús. tonn eða um 10% og milli áranna 1989 og 1990 úr 57 þús. tonnum í 71 þús. tonn eða um 25%. Raunvirði söluverðmætis jókst milli áranna 1988 og 1989 úr rúm- um 2,3 milljörðum í 2,9 milljarða eða um 26% og milli áranna 1989 og 1990 úr 2,9 milljörðum í rúma 4,5 milljarða eða um 56%. Þetta eru verulegar fjárhæðir. Það er fullkomlega eðlilegt að líta á þessa þrjá markaði saman, þar sem þeir eru á sama markaðssvæði og margir kaupendur kaupa á þeim öllum. Salan að fjárhæð rúmlega 4,5 milljarða á fiskmörkuðum 1990 sýnir að hér er um að ræða eina stærstu verslunargrein hérlendis. Þetta er hærri fjárhæð en sem nemur hlutabréfaviðskiptum allra verðbréfafyrirtækjanna í fyrra. Verðbréfafyrirtækin seldu hluta- bréf fyrir 4.140 milljónir árið 1990 en samtals voru seld hlutabréf fyrir 5,7 milljarða á liðnu ári. Mikil umræða hefur verið um hin miklu viðskipti á hlutbréfum. Miklum fiski er samt sem áður landað á Suðvesturlandi, sem ekki er seldur á fiskmörkuðum. í töflu 2 sést að landaður botnfiskur var 190 þús. tonn á Suðvesturlandi árið 1990. Hér er um óslægðan fisk að ræða og einnig er í þessari tölu umreiknaður afli frystitogara sem er landað á svæðinu. Þannig er óhætt að draga nokkuð frá til að bera nákvæmlega saman við 71 þús. tonnin á mörkuðunum, sem er allt ferskur fiskur. Það nálgast þó, að helmingur aflans á þessu svæði sé seldur á fiskmörkuðum. Það verður þó að taka tillit til þess, að verulega mikið af fiski berst með bílum, fiskiskipum og gámum til sölu a mörkuðunum. Þannig kemut nokkurt magn af Snæfellsnesi, aðal- lega bátaafli. Einnig er ekki óalgengt, að fiskur sé keyptur á mörkuðum og fluttur langar vegalengdir til vinnslu til að mynda á Húsavík eða í Vestmannaeyjum. Umsvif innlendra fiskmarkaða 1988- -1990 Selt magn í þús. tonna 1988 1989 1990 Faxamarkaðurinn 14 21 28 Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði 16 17 15 Fiskmarkaður Suðurnesja 22 19 _28 52 57 71 Selt í millj. kr. á verðlagi ársins 1990 1988 1989 1990 Faxamarkaðurinn 603 1.111 1.80 7 Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði 770 910 1.030 Fiskmarkaður Suðurnesja 940 889 1,704 2.313 2.910 4.541 Magnhækkun milli 1988 og 1989 um 10%. Magnhækkun milli 1989 og 1990 um 25%. Raunhækkun verðmætis milli 1988 og 1989 um 26%. Raunhækkun verðmætis milli 1989 og 1990 um 56%. Tafla 3: Selt magn og söluverðmæti fiskmarkaða 1988-1990.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.