Ægir - 01.03.1991, Page 30
138
ÆGIR
3/91
Tómas Þorvaldsson:
Framtíð Fiskifélagsins
A 49. Fiskiþingi sl. haust voru á
dagskrá störf milliþinganefndar,
um hugsanlegar breytingar á starfi
Fiskifélagsins í Ijósi þess, að á
meðal framlagðra gagna var hug-
mynd frá skrifstofustjóra sjávarút-
vegsráðuneytis, hugmynd að fisk-
veiðistofnun, er tæki við veru-
legum hluta af starfsemi Fiskifé-
lagsins. I umræðunum um þetta
mál flutti Tómas Þorvaldsson at-
hyglisverða ræðu sem Ægir telur
tímabært að birta, því að hér er um
að ræða mál sem varðar framtíð
Fiskifélagsins ef ekki beinlínis til-
verurétt þess. Ræðan fer hér á eftir:
Forseti, fundarstjóri, góðir þing-
fulltrúar.
Þetta mál er nú sennilega
stærsta og umfangsmesta málið á
þinginu. Það er um tilveru og
framtíð Fiskifélags íslands.
Ég veit, að allir viljum við veg
þess sem mestan og erum nokkuð
einhuga um, að vinna að því máli
þannig, að Fiskifélagið megi áfram
verða svipað í huga og hjörtum
landsmanna og það hefur ætíð
verið.
Þar sem ég stend hér upp við
þennan vegg og hef myndir af
frumherjum Fiskifélagsinsog þeim
er sátu fyrsta Fiskiþing íslands til
hliðar við mig, þá dettur mér í hug
að þeir hafi hugsað sem svo: „Vel
skal til þess vanda, sem lengi á að
standa." Það hefur tekist hjá þeim.
Einnig er annað orðtak íslenskt,
sem við þyrftum að hyggja að:
„Það er hægara að styðja en
reisa". Þessir menn hér á mynd-
inni reistu Fiskifélagið en það er
okkar að styðja það og finna leiðir
út úr erfiðleikum.
Fiskifélag íslands hefur ekki
ætíð siglt lygnan sjó, öðru nær.
Árin 1966-1968 fóru þeir vindar
um þjóðfélagið, sem í raun og
veru sögðu ekki annað en: „Það á
að leggja Fiskifélagið niður, þarna
koma aðeins gamlir menn saman
einu sinni á ári og ræða málin,
alltaf þeir sömu." Þetta varð til
þess, að Alþingi setti lög um að
stofna skyldi ráð, sem héti Fiski-
málaráð íslands og það varð að
lögum árið 1968, lög nr. 35.
Efti rfarand i skipuðu menn í
ráðið:
Landsamband ísl. útvegs-
manna, Félag ísl. botnvörpuskipa-
eiganda, Sjómannasamband Is-
lands, Farmanna- og fiskimanna-
samband ísland, Alþýðusamband
íslands, Félag fiskiðnfræðinga,
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna,
Sjávarafurðadeild S.Í.S., Sölu-
samband ísl. fiskframleiðenda,
Síldarútvegsnefnd, Félag ísl. fiski-
mjölsframleiðenda, Félag ísl.
niðursuðuverksmiðja, Samlag
skreiðarframleiðenda, Seðlabanki
íslands, Fiskveiðasjóður íslands,
Fiskimálasjóður, Efnahagsstofnun-
in, Fiskifélag íslands og Sjávarút-
vegsráðherra, formaður.
Efnislega var þetta þannig, að
alþingismenn og ýmsir aðrir, sem
töldu sig þurfa að hafa not af þeim
gögnum, sem voru fyrir hendi í
Fiskifélaginu og unnin þar töldu
sig ekki eiga greiðan aðgang að
þeim. Einnig töldu sumir alþingis-
menn sig ekki eiga greiðan aðgang
að því sem var að gerast í hinum
ýmsu hagsmunafélögum í sjávar-
útvegi, allt hagsmunafélög, sem
áttu rætur sínar hér í Fiskifélagi
íslands sem og Slysavarnafélag
íslands.
Ég var einn af þeim sem skip-
aður var í Fiskimálaráð og í stjórn
þess. Aðrir í stjórn voru: Matthías
Bjarnason, þingmaður Vestfirð-
inga, einn helsti hvatamaður að
stofnun Fiskimálaráðs og Gunnar
Guðjónsson, formaður SH. Þá var
ég formaður SÍF og starfandi '
flestum öðrum félagasamtökurn '
sjávarútvegi.
Við sáum fljótlega, að starfi
Fiskimálaráðs var stefnt verulega a
sömu braut og Fiskifélag íslands
starfar. Því kem ég inn á þetta máh
að búið var að minnast á það
áður, hér á þinginu af Maríasi Þ.
Guðmundssyni og því er þetta
rifjað upp. En Fiskifélagið stóð
höllum fæti, vegna þeirrar um-
ræðu í þjóðfélaginu er ég gat um
áðan. Því varð samkomulag um
að skipa nefnd til að kanna hvort
ekki væri hægt að bæta hér úr, svo
vel færi og allir gætu sætt sig vio-
í nefndina voru skipaðir: J°n
Arnalds, þáv. ráðuneytisstjóri 1
sjávarútvegsráöuneytinu, hAat