Ægir - 01.03.1991, Qupperneq 33
4
140
ÆGIR
3/91
3/91
ÆGIR
141
Svipmyndí frá sjónum
Teknar um borð íf- fyarna Sæmundssyni
Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson var í sjórannsóknaleið-
angri á miðunum umhverfis landið 19. febrúar til 3. mars
1991. Slíkir leiðangrar hafa verið farnir á þessum árstíma allt
frá árinu 1970. Vegna góðrar tíðar var að þessu sinni unnt að
Ijúka verkefninu á áætluðum tíma.
Helstu niðurstöður hita- og seltumælinga voru þessar:
Hlýsjórinn fyrir Suður- og Vesturlandi var í meðallagi heitur
(5-7°) og saltur (35.15). Ahrifa hans gætti í vetur einnig á
norðurmiðum allt austur fyrir Siglunes (3-4°, 34.8). Er það
breyting til batnaðar frá því sem var á árunum 1988-1990
þegar kaldur sval- og pólsjór ríkti á miðunum. Athuganir
haustið 1990 höfðu þegar bent til batnandi ástands í sjónum
frá því sem var undanfarin þrjú ár. Skilin milli hlýsjávarins og
kaldsjávarins voru í vetur einnig langt undan fyrir norðan og
austan land og hvergi gætti hitastigs undir 0° né pólsjávar í efri
lögum sjávar í Austur-íslandsstraumi. Er það í góðu samræmi
við lítinn eða engan hafís á miðunum við landið í vetur og er
að vænta að svo verði áfram í vor. Fyrir Austfjörðum var hita-
stig í vetur einnig hátt miðað við árstímann (2-3°), en heitu
tungunnar djúpt úti af Austfjörðum á Rauða torginu gætti þó
ekki að þessu sinni. Skilin milli kald- og hlýsjávarins við Suð-
austurland virtust vera óvenju veik í vetur og hitastig grunnt
með Suðurlandi á loðnuslóð var hátt, eða yfir 6°.
Heildarniðurstöður vetrarleiðangurs 1991 sýna þannig
Venjulegt árferði í hlýja sjónum að sunnan og innstreymi hans
iq«0r^rm'^ er ' ^kingu Það sem var í góðærinu 1984-
,• Á árunum 1988-1990 varð svo lát á til hins verra en nú
eru ástand og horfur aftur betri. Vekur ástand sjávar í vetur
Pannig vonir um bætt lífskilyrði í sjónum í vor.
leiðangrinum voru einnig gerðar athuganir á átu á Sel-
“Ssbanka og sýnum var safnað á ýmsum stöðum í sjónum
1 landið fyrir athuganir á koltvísýringi, geislavirkni og þung-
lalmum. Sjórannsóknirnar í Grænlandssundi og úti af Aust-
l°rðum tengjast alþjóðaverkefni um þróun veðurfars á jörð-
nni og gerð reiknilíkana í þeim efnum (WOCE).
Næst verður ástand sjávar á miðunum við landið kannað í
^ |e8U,m vor^e'öangri Hafrannsóknastofnunarinnar í maí.
eiðangursmenn á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni
0ru. ^affræðingarnir Svend-Aage Malmberg, leiðangurs-
l°ri, Jón Ólafsson, Stefán S. Kristmannsson og Steingrímur
osson og líffræðingarnir Kristinn Guðmundsson og Ástþór
ls,ason. Skipstjóri var Sigurður Árnason.
6. mars 1991
Svend-Aage Malmberg.
Sondan góða og særósa (hita-, seltu- og Ijósmælir.)
Hita- og seltusonda á stöð.
Búist til átaka í straummælingum.
Hitastig sjávar á 50 m dýpi í febrúar
Fimm leiðangursmanna: Haftræðingarnir Svend-Aage Malmberg, )ón Ólafsson,
Stefán S. Kristmannsson og Steingrímur Iónsson, og líffræðingurinn Kristinn
Cuðmundsson.